Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 384

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.10.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210023 - Beiðni um rekstrarstyrk
Fyrir bæjarráði lá beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk vegna ársins 2023. Fram kemur að vegna aukinnar aðsóknar og aukins framboðs á úrræðum fyrir fjölbreyttari hóp kvenna hafi rekstrarkostnaður hækkað töluvert síðustu ár en framlög frá sveitarfélögum því miður ekki fylgt þeirri hækkun. Óskað er eftir hækkun á styrk.
Undanfarin ár hefur sveitarfélagið styrkt Kvennaathvarfið með árlegum fjárframlögum enda starfsemi þess afar mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Bæjarráð samþykkir að hækka framlög til kvennaathvarfsins um 7,5% til jafns við aðra styrki til félagasamtaka innan bæjarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2210026 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun
Fyrir liggur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna viðgerðar á loftræstikerfi grunnskólans. Hluti kerfisins hefur legið niðri frá því í lok ágúst og hefur mikil áhrif á starfsmenn og nemendur. Fyrir liggur tilboð um viðgerð að fjárhæð 767.767..
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
3. 2210021 - Bréf til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa
Bréf frá Innviðaráðuneytinu dags. 5.október 2022 til þátttakenda í degi um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er alþjóðlegur minningardagur og verður í ár haldinn þann 20. nóvember nk.

Lagt fram til kynningar.
4. 2210022 - Samráðsgátt - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu frá 07.10.2022 þar sem kynnt var til samráðs mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði-lykilþættir. Boð um umsögn var sent til hagsmunaaðila, umsagnarfrestur er til 21. október 2022.
Lagt fram.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
144.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr.123/2010
44.mál - Umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu).
9.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar, endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?