Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 51

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 3 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1, 2, 3 og 4. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306008 - Hraði í götunni Biskupsbúðir gegnum íbúðarhverfi
Borist hefur erindi frá íbúa sem biður um að komið verði upp hraðahindrunum, þrengingum og betri merkingum um 30 km hámarkshraða við Biskupsbúðir. Komið hefur fram tillaga um þrengingar með 30 km hámarkshraðaskilti.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar erindið og beinir því til umhverfisstjóra að sett verði upp þrenging á þeim stað sýndur er í viðhengi. Eftir ákveðinn tíma verði áhrifin af framkvæmdinni skoðuð og farið í frekari framkvæmdir sé þess þörf. Nefndin beinir því til bæjarráðs að samþykkt verði fjárveiting í verkefnið.
2. 2305029 - Geymslusvæði fyrir kalk
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að fá 1000 m2 svæði í gömlu námunni við Þorlákshafnarveg. Um er að ræða svæði undir kalk sem flutt er inn í lausu og hefur verið geymt á hafnarsvæðinu síðustu 3 ár.
Afgreiðsla: Samþykkt að Sláturfélagið fái víkjandi afnot af umræddum stað í gömlu námunni. Félagið greiði leigu fyrir afnotin notin og þau verði uppsegjanleg með 6 mánaða fyrirvara.
3. 2306009 - Nafnabreyting Lækur 2C L230230 heiti Lækjarberg
Landeigendur að Læk 2C óska eftir að eign sín sem áður hét Lækur 2C heiti eftirleiðis Lækjarberg. Nafnið Lækjarberg er ekki til annarsstaðar í Ölfus skv. rannsókn skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - miðbæjarsvæði - breyting 3 á skipulagi
Lögð er fram tillaga að breytingu skipulaginu "Deiliskipulag Móa - Miðbæjarkjarni Þorlákshöfn"
Jafnframt er lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem íbúðum í reitnum M1 er fjölgað úr 80 í 200.
Deiliskipulagsbreytingin markar miðbæjartorg umkringt húsum sem hýsa ýmsa miðbæjarstarfsemi þar á meðal hótel. Íbúðir verða einnig á efri hæðum húsa sem geta orðið allt að 5 hæðir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 30. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Nefndin hvetur til að þess sé gætt að fjöldi bílastæða uppfylli þarfir.
5. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hamravík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur
Íslenskar fasteignir leggja fram skipulagslýsingu vegna hótels nærri golfvelli Þorlákshafnar. Hugmyndin er að byggja hótel á svæðinu auk minni gistihúsa.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar
Verkfræðistofan EFLA leggur fram skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi. Hugmyndin er að breyta bæði þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrætti þannig að þeir sýni jarðstrengi frá tengistöð norðan Suðurstrandarvegar að lóðum fiskeldisfyrirtækjanna Landeldis og Geo Salmo.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. og 40. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Þess verði gætt að innviðir sveitarfélagsins, eins og stígar, verði ekki fyrir skemmdum og haldist opnir.
7. 2204025 - ASK og DSK Ölfusvirkjun
Verkfræðistofan VSÓ leggur fram skipulagslýsingu fyrir hönd Reykjavik Geothermal ehf um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna Ölfusvirkjunar. Ölfusvirkjun verður staðsett við Fjallið eina suðaustur af Bláfjöllum.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. 0g 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 2305054 - Bílflök og lausamunir á einkalóðum
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent sveitarfélaginu nýjar verklagsreglu vegna bílhræja og lausamuna á einkalóðum. Kynnar eru tvær gerðir límmiða sem settir eru á "hlutinn". Annars vegar gulur miði með áminningu og aðvörun og hins vegar rauður miði sem varar við því að yfirvofandi sé að hluturinn veði fjarlægður.
Afgreiðsla: Lagt fram. Skipulagsnefnd fagnar því að gerð sé gangskör í þessum málum og beinir því til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að ráðist verði átak hvað þessi mál varðar í Sveitarfélaginu Ölfusi.
9. 2306002 - Girðingar við Vesturbakka
Komið hefur erindi varðandi girðingar við Vesturbakka sem eru bundnar í skipulag og tilgangur þeirra er að hindra innsýn á baklóðir á athafnasvæði frá íbúðarbyggð frá íbúðabyggð næstu lóóðum. Þær hafa áður komið fyrir nefndina sem þá bókaði:

Lögð er fram tillaga að lýsingu á girðingu sem lóðarhafar við vestanverðan Vesturbakka þurfa að gera á lóðarmörkum í samræmi við deiliskipulag. Fjallað var um málið á septemberfundi nefndarinnar og þá var eftirfarandi bókað: Fyrri afgreiðsla nefndarinnar: Nefndin leggur áherslu á að ekki verði girt með gaddavírsgirðingu. Nefndin bendir á að tilgangurinn með þessu ákvæði í deiliskipulaginu er að hindra innsýn á athafnalóðirnar. Nefndin samþykkir engan gaddavír og ekki opnar girðingar úr vírneti eins og lagt er til heldur beinir því til lóðarhafa að girðingar verði lokaðar og amk. 1,8 metra háar. Nefndin fellur frá kröfu um gróður innan lóðar á lóðamörkum, enda verði girðingar í samræmi við óskir nefndarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin hefur áður samþykkt tillögu að lokaðri girðingu i samræmi við deiliskipulag hverfisins og telur ekki ástæðu til að gera breytingu þar á. Nefndin bendir lóðarhöfum á að vanda til verka þegar kemur að festingu girðinga í jörð.
10. 2305053 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyjahraun 25 - Flokkur 2,
Lóðarhafi óskar eftir að byggja bílskúr við hús sitt að Eyjahrauni 25 í samræmi við uppdrætti í viðhengi. Um er að ræða stækkun á húsi sem í dag er 160,2 m2 (óskráð rými meðtalin) en verður 206,8 m2 við breytinguna.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Eyjahraun 19, 21, 27,31 og 33
11. 2306006 - Eyjahraun 26 - Umsókn um breytingu L171906
Lóðarhafi sem á parhús við Eyjahraun óskar eftir að
skipta út klæðningu, breyta lit og stækka húsið lítilleg með því að loka skoti milli íbúðar og bílskúrs.

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
12. 2305034 - Risaróla í Ölfusdal
Kambagil ehf sækja um leyfi til að setja upp risarólu nærri endastöð ziplínunar sem fyrirhuguð er frá Kambabeygju niður í Ölfusdal. Fyrirtækið telur að rólan rúmist innan deiliskipulags sem unnið var vegna ziplínunnar.
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart verkefninu en getur ekki samþykkt staðsetningu rólunnar innan beitarhólfs Ölfusréttar.
13. 2305036 - Framlenging á framkvæmdaleyfi vegna Þórustaðanámu
Fossvélar sækja um framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna námavinnslu úr Þórustaðanámu. Fyrir tæpum tveim árum var gefið út framkvæmdaleyfi til tveggja ára, á grundvelli umhverfismats sem þá var nýlokið. Vinna við deiliskipulag fyrir námuna er enn í fullum gangi en það byggir á nýsamþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Upplýsingar um magntöku síðust tveggja ára og hingað til árið 2023 fylgja með umsókninni.

Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi framlengt til eins árs.
14. 2305059 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli
Eden ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 18.000.000 efnistöku í Litla-Sandfelli. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna námunar er í vinnslu um þessar mundir. Lögð eru fram eftirtalin gögn með umsókninni:

-Umhverfismatsskýrsla dags. 11.8.2022.
-Álit Skipulagsstofnunnar á umhverfismatsskýrslu.
-Svör Eden ehf við umsögnum um Umhverfismatsskýrslu.
-Samningur við landeiganda frá 18. janúar 2022

Afgreiðsla: Frestað.
15. 2305037 - Ljósleiðari - Suðurlandsvegur - Þrastarlundur
Borist hefur tilkynning frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um heimild sem Vegagerðin hefur veitt fyrirtækinu Ljósleiðarinn ehf til að leggja ljósleiðara frá Suðurlandsvegi framhjá Þrastarlundi.
Afgreiðsla: Lagt fram
16. 2306001 - Árhólmar Hveragerði - umsögn um deiliskipulag
Hveragerðisbær biður um umsögn um deiliskipulagstillögu Árhólma í Ölfusdal. Í gildi er deiliskipulag svæðisins sem nýlega var breytt, ma vegna Ziplínu frá Kambabeygju. Nú er komin tillaga að skipulagi alls svæðisins þar sem ert er ráð fyrir gististarfsemi og þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Sveitarfélagið hefur hefur áður fengið kynningu á fyrirhuguðu skipulagi sem tekin var fyrir á 38. fundi nefndarinnar í september 2022.
Afgreiðsla: Bent er á að inn á deiliskipulagsuppdrátt vantar akfæran slóða að Ölfusrétt sem þó er sýndur á skýringaruppdrætti. Skipulagsnefnd fagnar tillögunni og gerir að öðru leiti ekki athugasemd við tillögu að nýju deiliskipulagi Árhólma eins og það er sett fram í tillögu dagsett 9. maí 2023.
17. 2305021 - Raufarhólshellir - Umsögn um matsfyrirspurn
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um matsfyrirspurn sem verkfræðistofan EFLA hefur sett fram um væntanlega uppbyggingu við Raufarhólshelli en deiliskipulag vegna nýrrar þjónustubyggingar er í ferli hjá sveitarfélaginu um þessar mundir.

Raufarhóll ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu, um fyrirhugaða þjónustubyggingu við Raufarhólshelli, Sveitarfélaginu Ölfusi skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að umsögn um ofangreinda framkvæmd. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus telur að skýrslan geri vel grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Sveitarfélagið fer með skipulagsvald og gefur út framkvæmda- og byggingarleyfi eftir því sem við á, á svæðinu.
18. 2212014 - GeoSalmo - Geo Salmo - umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Í janúar gaf nefndin umsögn um umhverfismat vegna fyrirhugaðar starfsemi fiskeldisfyrirtækisins Geo Salmo í Básum. Nú liggur álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismatið fyrir og er lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram
19. 2306005 - Háaleit við Skálholtsbraut L172195 - Stækkun lóðar
Sótt er um að stækka lóð við Skálholtsbraut sem hefur ekki verið rétt skráð. Jafnframt verði staðfang lóðarinnar Skálholtsbraut 2.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim fyrirvara að kvöð verði á stækkaðri lóð um göngustíg sem þar er fyrir.
20. 2305017 - Þóroddsstaðir 2 - stofnun og sameining lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna lóð og sameina hana svo annarri. Hugmyndin er að deiliskipuleggja fyrir íbúðarlóðir á sameinaðri lóð í framtíðinni. Lóðin sem sótt er um að stofna er merkt með 2C á uppdrætti sem er fylgiskjal með málinu og hún yrði sameinuð Þóroddsstöðum 2, lóð 1, sem sjá má á sama uppdrætti.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð eftir að deiliskipulag sem samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins og sýnir fyrirkomulag uppbygginga á sameinaðri lóð hefur verið lagt fyrir nefndina, samþykkt þar og það tekið gildi. Stofnskjal skal einnig liggja fyrir.
21. 2305030 - Geymslusvæði fyrir gáma og smábáta
Framkvæmda- og hafnarnefnd vísaði eftirfarandi máli til nefndarinnar á síðasta fundi sínum:
Hafnarstjóri óskar eftir afstöðu hafnarnefndar um hvort og þá hvar sveitarfélagið ætlar að bjóða uppá geymslusvæði fyrir gáma - og smábáta. Núverandi staðsetning sem boðið er uppá þarf að fjarlægja þar sem það er í götustæði að hluta og innan ports sem unnið er við að girða af.
Afgreiðsla framkvæmda- og hafnarnefndar: Framkvæmdar- og hafnarnefnd vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin telur ekki að slíkt svæði eigi heima á hafnarsvæðinu.

Afgreiðsla: Frestað.
22. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Skipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði hefur verið auglýst og sent Skipulagsstofnun sem gerði lítils háttar athugasemdir sem skipulagshöfundur hefur brugðist við á þeim uppdrætti sem lagður er fram. Þessi töf varð til þess að skipulagið "rann út á tíma", því meira en ár er nú liðið síðan athugasemdafrestur í lok auglýsingartíma rann úr og því þarf að auglýsa það aftur.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
23. 2305011 - Skipulag skógræktar - erindi frá VÍN, Vinum íslenskrar náttúru
Borist hefur óljóst erindi frá Vinum íslenskrar náttúru þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki fyrir bréf þar sem fjallað er um skógrækt og þær áskoranir sem í henni felast.
Afgreiðsla: Lagt fram.
24. 2305055 - Ársskýrsla Heilbrigðíseftirlits Suðurlands 2022
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent sveitarfélaginu ársskýrslu sína fyrir áriði 2022.

Eftirfarandi kemur fram í skýrslunni:
Þegar horft er til baka var léttara yfirbragð á starfsemi heilbrigðiseftirlits árið 2022 eftir tveggja ára takmarkanir í heimsfaraldri. Ferðaþjónustan hresstist og bæjarhátíðir voru aftur með líku sniði og þær voru fyrir heimsfaraldur kenndan við COVID-19. Verkefnin eru eftir sem áður bæði fjölbreytt og óþrjótandi. Útgjöld voru í samræmi við það sem sett var fram í fjárhagsáætlun en tekjurnar voru meiri sem vitnar um að það var meira að gera hjá embættinu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?