| |
1. 2306008 - Hraði í götunni Biskupsbúðir gegnum íbúðarhverfi | |
Afgreiðsla: Nefndin þakkar erindið og beinir því til umhverfisstjóra að sett verði upp þrenging á þeim stað sýndur er í viðhengi. Eftir ákveðinn tíma verði áhrifin af framkvæmdinni skoðuð og farið í frekari framkvæmdir sé þess þörf. Nefndin beinir því til bæjarráðs að samþykkt verði fjárveiting í verkefnið. | | |
|
2. 2305029 - Geymslusvæði fyrir kalk | |
Afgreiðsla: Samþykkt að Sláturfélagið fái víkjandi afnot af umræddum stað í gömlu námunni. Félagið greiði leigu fyrir afnotin notin og þau verði uppsegjanleg með 6 mánaða fyrirvara. | | |
|
3. 2306009 - Nafnabreyting Lækur 2C L230230 heiti Lækjarberg | |
Afgreiðsla: Samþykkt. | | |
|
4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - miðbæjarsvæði - breyting 3 á skipulagi | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 30. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Nefndin hvetur til að þess sé gætt að fjöldi bílastæða uppfylli þarfir. | | |
|
5. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hamravík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. | | |
|
6. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. og 40. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Þess verði gætt að innviðir sveitarfélagsins, eins og stígar, verði ekki fyrir skemmdum og haldist opnir. | | |
|
7. 2204025 - ASK og DSK Ölfusvirkjun | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. 0g 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. | | |
|
8. 2305054 - Bílflök og lausamunir á einkalóðum | |
Afgreiðsla: Lagt fram. Skipulagsnefnd fagnar því að gerð sé gangskör í þessum málum og beinir því til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að ráðist verði átak hvað þessi mál varðar í Sveitarfélaginu Ölfusi. | | |
|
9. 2306002 - Girðingar við Vesturbakka | |
Afgreiðsla: Nefndin hefur áður samþykkt tillögu að lokaðri girðingu i samræmi við deiliskipulag hverfisins og telur ekki ástæðu til að gera breytingu þar á. Nefndin bendir lóðarhöfum á að vanda til verka þegar kemur að festingu girðinga í jörð. | | |
|
10. 2305053 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyjahraun 25 - Flokkur 2, | |
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Eyjahraun 19, 21, 27,31 og 33 | | |
|
11. 2306006 - Eyjahraun 26 - Umsókn um breytingu L171906 | |
Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar. | | |
|
12. 2305034 - Risaróla í Ölfusdal | |
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart verkefninu en getur ekki samþykkt staðsetningu rólunnar innan beitarhólfs Ölfusréttar. | | |
|
13. 2305036 - Framlenging á framkvæmdaleyfi vegna Þórustaðanámu | |
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi framlengt til eins árs. | | |
|
14. 2305059 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli | |
Afgreiðsla: Frestað. | | |
|
15. 2305037 - Ljósleiðari - Suðurlandsvegur - Þrastarlundur | |
Afgreiðsla: Lagt fram | | |
|
16. 2306001 - Árhólmar Hveragerði - umsögn um deiliskipulag | |
Afgreiðsla: Bent er á að inn á deiliskipulagsuppdrátt vantar akfæran slóða að Ölfusrétt sem þó er sýndur á skýringaruppdrætti. Skipulagsnefnd fagnar tillögunni og gerir að öðru leiti ekki athugasemd við tillögu að nýju deiliskipulagi Árhólma eins og það er sett fram í tillögu dagsett 9. maí 2023. | | |
|
17. 2305021 - Raufarhólshellir - Umsögn um matsfyrirspurn | |
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus telur að skýrslan geri vel grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Sveitarfélagið fer með skipulagsvald og gefur út framkvæmda- og byggingarleyfi eftir því sem við á, á svæðinu. | | |
|
18. 2212014 - GeoSalmo - Geo Salmo - umsögn um mat á umhverfisáhrifum | |
Afgreiðsla: Lagt fram | | |
|
19. 2306005 - Háaleit við Skálholtsbraut L172195 - Stækkun lóðar | |
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim fyrirvara að kvöð verði á stækkaðri lóð um göngustíg sem þar er fyrir. | | |
|
20. 2305017 - Þóroddsstaðir 2 - stofnun og sameining lóða | |
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð eftir að deiliskipulag sem samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins og sýnir fyrirkomulag uppbygginga á sameinaðri lóð hefur verið lagt fyrir nefndina, samþykkt þar og það tekið gildi. Stofnskjal skal einnig liggja fyrir. | | |
|
21. 2305030 - Geymslusvæði fyrir gáma og smábáta | |
Afgreiðsla: Frestað. | | |
|
22. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. | | |
|
23. 2305011 - Skipulag skógræktar - erindi frá VÍN, Vinum íslenskrar náttúru | |
Afgreiðsla: Lagt fram. | | |
|
24. 2305055 - Ársskýrsla Heilbrigðíseftirlits Suðurlands 2022 | |
Afgreiðsla: Lagt fram. | | |
|