Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 440

Haldinn í fjarfundi,
24.03.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502033 - Beiðni um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda
Fyrir bæjarráði lá erindi frá First Water um greiðslu vegna gatnagerðargjalda verði áfangaskipt til átján (18) mánaða, þannig að fyrsta greiðsla félagsins verði greidd hinn 1. apríl 2025. Gatnagerðargjöldin yrðu því að fullu greidd með síðustu greiðslu félagsins hinn 1. sept. 2026. Gefið verði út skuldabréf til greiðslu á eftirstandandi fjárhæð gatnagerðargjalda samhliða fyrstu greiðslu First Water.
Bæjarráð samþykkir tillögu First Water að fyrirkomulagi innheimtu gatnagerðargjalda með fyrirvara um að tilgreint skuldabréf beri vexti og tryggt sé að gatnagerðargjöld haldi lögveði og þar með forgangi fram yfir aðrar kröfur.

Samþykkt samhljóða.
2. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Umsögn um frumvarp til laga um vegalög - 120.mál
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - 101.mál.
Umsögn um þingmál um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög - 147.mál.
Umsögn um þingmál um borgarstefnu - mál nr. 158

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?