| |
1. 2409039 - Útboð sorphirðu í Ölfusi | |
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem ekkert óvænt komi upp við áframhaldandi vinnslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2502029 - Umsókn um leyfi fyrir hjólreiðaviðburði 21.6.2025 | |
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til áframhaldandi vinnslu hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2409029 - Umsókn um forgang að leikskóladvöl | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 2502030 - Staða vegakerfis í nágrenni Þorlákshafnar | |
Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og telur með öllu ótækt að Þorlákshöfn sem er eitt hraðast vaxandi verðmætaskapandi svæði á landinu skuli búa við það að þjóðvegakerfið takmarki verðmætaframleiðslu.
Bæjarrráð bendir bréfritara á að ráðið hefur þegar ákveðið að ráðast í heildstætt umferðarmat í sveitarfélaginu með áherslu á vænta umferðaraukningu í sveitarfélaginu svo meta megi hvaða innviðauppbyggingar sé þörf á næstu árum.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2502032 - Tilkynning um undirskriftasöfnun vegna verndunar útivistarsvæðis við Hafnarnesvita | |
Bæjarráð telur óljóst af lestri tilkynningarinnar hvort undirskriftasöfnunin snúi að ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja deiliskipulag hafnarsvæðis á reit H3 30. janúar sl. eða ákvörðunar sama dag um að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna landfyllingar í Þorlákshöfn. Í samræmi við leiðbeiningarskyldu 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 155/2013 telur bæjarrráð því rétt að óska eftir skýringu frá ábyrgðaraðila um afmörkun undirskriftasöfnunarinnar, svo að enginn vafi sé uppi um andlag tilkynningarinnar.
Hrönn Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd B- og H-lista:
Í reglugerð 155/2013 3 gr. er sagt að sveitarstjórn skuli leiðbeina ábyrgðaraðila um orðalag tilkynningarinnar og önnur framkvæmdaratriði eftir því sem þörf er á. Við leggjum til að bæjarstjóra verði falið að gera það og tilkynning um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun verði lögð fram á næsta bæjarstjórnarfundi 27. febrúar 2025. Hrönn Guðmundsdóttir B-lista og Berglind Friðriksdóttir H-lista
Lagt var til að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem áður eru nefndar og að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs. Samþykkt með 2 atkvæðum Grétars Inga Erlendssonar og Sigurbjargar Jennýar Jónsdóttur D-lista, Hrönn Guðmundsdóttir B-lista greiddi atkvæði á móti.
| | |
|
6. 2502031 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga | |
Lagt fram.
| | |
|
7. 2502033 - Beiðni um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda | |
Almennt gildir að gatnagerðargjöld eru innheimt við úthlutun lóðar, í samræmi við hámarks nýtingarhlutfall á lóð. Í tilfelli First Water var gert samkomulag um að innheimt yrði úthlutunargjald við úthlutun lóðar og gatnagerðargjöld skyldu greiðast við útgáfu byggingarleyfis, í samræmi við stærð þeirra bygginga sem byggðar eru.
Sótt var um byggingarleyfi þann 19. ágúst 2024 og var byggingaleyfi veitt þann 23. ágúst sama ár. Í kjölfar þess að byggingarleyfið var veitt hóf framkvæmdaraðili jarðvinnu á lóðinni, en útgáfa byggingarleyfis er skilyrði þess að hefja megi jarðvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila er jarðvinnu nú að fullu lokið.
Fyrir liggur að skilyrði fyrir innheimtu gatnagerðargjalda voru að fullu uppfyllt þann 23. ágúst 2024 og eru í dag veigamikill þáttur í gildandi fjárhagsáætlun.
Sveitarfélagið hefur gert sambærilega samninga við fleiri fiskeldisfyrirtæki og því er ljóst að meðferð mála getur verið fordæmisgefandi. Mikilvægt er að festa ríki um innheimtu gjalda til að tryggja fyrirsjáanleika, bæði fyrir sveitarfélagið en einnig fyrir lóðarhafa í sveitarfélaginu.
Í ljósi framangreinds telur bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðni First Water um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda og er beiðninni synjað.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
8. 2502040 - Veðskuldabréf | |
Bæjarráð samþykkir að úthlutunargjaldið verði greitt með fyrirliggjandi veðskuldabréfi í samræmi við skilmála þess. Skv. skilmálum veðskuldabréfsins verður skuldin tryggð með 1. veðrétti í þar tilgreindum fasteignum.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að heimila veðsetningu fasteignanna skv. tryggingarbréfi til handa Arion banka á 2. veðrétti á eftir veðskuldabréfi sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi yfirlýsingu.
Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi skjöl f.h. sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|