Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 411

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.12.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312050 - Athugasemdir foreldraráði Bergheima vegna greiðslu leikskólagjalda.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá foreldraráði Bergheima þar sem m.a. er lagt til að gjöld séu felld niður þegar leikskóli starfar ekki, er þar til að mynda vísað til kvennaverkfallsins.

Í erindinu er einnig óskað eftir því felld verði niður vistunar- og fæðisgjöld 22. desember og milli jóla- og nýárs.

Bæjarráð bendir á að starfsmenn Hjallastefnunar sem gengu frá störfum í kvennaverkfalli gerðu það væntanlega í samráði og samstarfi við sinn atvinnurekanda sem er Hjallastefnan. Það var því hvorki með vitund eða á ábyrgð sveitarfélagsins ef þjónusta var skert þann dag. Ástæða er þó til að geta þess að þeim starfsmönnum sem starfa hjá sveitarfélaginu var almennt veitt svigrúm til þátttöku í kvennaverkfallinu.

Hvað varðar niðurfellingu á vistunargjöldum 22. des. og milli jóla og nýárs þá bendir sveitarfélagið á að ekkert í samningum milli Hjallastefnunar og sveitarfélagsins kveður á um að þjónusta sé skert þessa daga og því vart hægt að sjá þá öðrum augum en aðra þá þjónustudaga sem foreldrar velja að nýta ekki, svo sem í aðdraganda páska, í sumarorlofum o.fl. Bæjarráð fellst þó á að eðlilegt sé að fella niður fæðisgjöld þegar tilkynnt er með góðum fyrirvara að barnið nýti ekki þá þjónustu.

Að öðru leyti vísar bæjarráð því til fjölskyldu- og fræðslunefndar að útfæra reglur um þessa gjaldtöku.

Samþykkt samhljóða.
2. 2312038 - Fréttatilkynning vegna tillagna starfshóps um vindorku
Fréttatilkynning frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga vegna kynningar á tillögum starfshóps um vindorku.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?