Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 393

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Formaður óskaði eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr. 2303031 ,,Breyttur fundartími bæjarráðs í apríl" og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303012 - Minnisblað um tillögu að farsældarteymi Ölfuss
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs. Jóhanna M. Hjartardóttir sviðsstjóri kom inn á fundinn.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að innleidd hafi verið ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Megin markmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Þá kemur fram í minnisblaðinu að samhliða vinnu við að skipuleggja sérfræðiþjónustu í Ölfusi hefur verið unnið að innleiðingu á lögum um samþættingu í þágu farsældar barna.

Verkefni farsældarteymis munu á næstu misserum beinast að því að styðja grunnþjónustuna í að móta og
þróa stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna og vera upplýsandi í innleiðingarferlinu.

Þá er lagt til að farsældarteymi Sveitarfélagsins Ölfuss skipi:

- Jóhanna M. Hjartardóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
- Eyrún Hafþórsdóttir deilarstjóri velferðarþjónstu
- Vigdís L. Kjartansdóttir ráðgjafi í málefnum fjölskyldna
- Hildur Þóra Friðriksdóttir ráðgjafi í barnavernd
- Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
- Fulltrúi frá grunnskólanum, Jónína Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri
- Fulltrúi frá leikskólanum, Elsa Þorgilsdóttir aðstoðarleikskólastjóri

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir tillögur þess fyrir sitt leyti.
2. 2303011 - Minnisblað um stöðu húsvarðar
Minnisblað frá Ólínu Þorleifsdóttur skólastjóra um tillögu á breytingu á starfi húsvarðar í grunnskólanum.

Bæjarráð samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til í minnisblaðinu.
3. 2302052 - Jarðvarmanýting í Ölfusdal
Erindi frá bæjarráði Hveragerðisbæjar vegna bókunar á fundi ráðsins 02.03.2023 um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal.

Lagt fram.
4. 2303010 - Samráðsgátt - Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Kynntar hafa verið gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Þá er það markmið að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Fyrir liggur að framlög Sveitarfélagsins Ölfus lækka úr 385.646.762 í 327.735.175 eða um 57.911.587 (15%).

Til hækkunar í nýja líkaninu kemur fjöldi barna sem er yfir landsmeðaltali, bæði leikskóla- og grunnskólaaldurinn og ör fjölgun íbúa. Til lækkunar kemur að fjöldi eldri borgara er talsvert undir landsmeðaltali auk þess sem hagkvæmni grunnskólans er umfram landsmeðaltal.

Ákvörðun bæjarstjórnar um lækkun fasteignaskatts hefur ekki neikvæð áhrif á framlög í nýja líkaninu eins og í núverandi kerfi.

Bæjarráð lýsir áhyggjur af tilgreindum breytingum. Fyrir liggur að tekjur Sveitarfélagsins Ölfuss munu skerðast verulega nái breytingin fram að ganga eða um 58 milljónir sem samsvarar um 15%.
5. 2303021 - Breyting á fundartíma bæjarráðs í apríl 2023
Þar sem báðir fundir bæjarráðs í apríl lenda á rauðum degi er gerð tillaga um fyrri fundurinn verði þriðjudaginn 4.apríl og sá síðari þriðjudaginn 18.apríl.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
795.mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026.
165.mál - umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra nr.53/1972, með síðari breytingum.
128.mál - umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).
126.mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
782.mál - umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar).

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?