Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 54

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.07.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 4 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr.1, 2, 3, 4 og 5. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma
Málinu var frestað á 50. fundi nefndarinnar í maí. Þá var bókað: Deiliskipulag Þórustaðanámu hefur verið auglýst og komu athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Heilbrigðiseftirlitið benti meðal annar á að landnotkun væri ekki skilgreind rétt í greinargerð og misræmi væri í heildarstærð svæðis milli aðalskipulags og tillögu. Einnig að rangt væri í greinargerða að efnistaka væri utan vatnsverndarsvæða og leiðrétta þyrfti umfjöllun um hættuleg efni í samræmi við reglugerð 796/1999. Bætt er við texta um að skemma verði notuð til eftirlits og viðhalds véla, umfjöllun samráð við Heilbrigðiseftirlit og heimildum til plöntunar á gróðri. Umhverfisstofnun óskaði eftir nánari umfjöllun um það hvernig skilið verði við kletta í hlíðinni og óska eftir að þeir verði ekki fjarlægðir en það er í samræmi við ályktun nefndarinnar þegar starfsleyfi var gefið út í apríl árið 2021. Komið hefur verið til móts við athugasemdirnar í endurskoðari tillögu sem nú er lögð fram og send hefur verið til umsagnaraðilanna.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrú er jafnframt falið að sjá til þess að gönguleið upp fjallið sem er innan deiliskipulagsmarka, austan megin og núverandi göngu- og reiðleiðum innan deiliskipulagssvæðis verði bætt á uppdrátt. Ekki er talin ástæða til að stækka námasvæðið gegn því að haldið verði í kletta í hlíðum fjallsins líkt og Umhverfisstofnun stingur uppá.
2. 2307021 - Stofnun Vegsvæðis úr landi Akurgerðis II L196979
Landeigendur óska eftir að stofna Vegsvæði úr landinu Akurgerði II í samræmi við uppdrátt í viðhengi. Upprunalandið er 54.812 fermetrar og nýja vegsvæðið sem tengir lóðirnar á frístundasvæðinu við Fjallsbraut er ca. 12300 fermetrar.
Afgreiðsla: Samþykkt. Umsækjandi þarf að skila eyðublaði F-550 og hnitsettu lóðarblaði fyrir nýju lóðina þar sem fram kemur "kvöð um aðkomu" á vegi".
3. 2307018 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 1
Sótt er um að breyta innréttingu í því bili sem áður hýsti bakarí að Selvogsbraut 41, þannig að þar verð leyft að reka Pizzastað.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Erindinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
4. 2307022 - Hótel á Óseyrartanga - kynning L223286
Lögð er fram til kynningar hugmyndir um hótel á verslunar og þjónustulóð á Óseyrartanga sem teiknistofan Pró-Ark hefur unnið.
Afgreiðsla: Lagt fram
5. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
Borist hefur tilnefning um endanlega verðlaunahafa til umhverfisverðlauna Ölfus 2023. Tilkynnt verður opinberlega um verðlaunahafana á hátíðinni Hamingjan við hafið í ágúst.
Afgreiðsla: Samþykkt.
6. 2307001 - DSK Eldhestar breyting á deiliskipulagi
Eldhestar óska eftir að breyta deiliskipulagi þannig að unnt verði að samþykkja viðbyggingu við hótel þeirra á Völlum. Tillagan fer út fyrir byggingarreit til vesturs.
Afgreiðsla: Samþykkt í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Umsækjandi þarf að skila inn byggingarleyfisumsókn í samræmi við fyrirliggjandi gögn og með öllum tilskildum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð í þjónustugátt sveitarfélagsins.
7. 2206060 - DSK Mói svæði II
Borist hefur endurskoðaður uppdráttur og greinargerð frá Hamrakór ehf af næstu áföngum íbúðabyggðar á svæði sem kallað er Mói. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem nefndin taldi að skoða þyrfti betur stærð íbúða og fjölda bílastæða og hvernig tryggja megi uppbrot húshliða líkt og fram kemur á skýringarmyndum.
Afgreiðsla: Frestað. Nefndin vill sjá að bifreiðastæði verði aldrei færri en 1,5 stæði á hverja íbúð á hverri lóð. Að auki verði ekki fleiri en 90 íbúðir innan hverfisins minni en 60 fermetrar. Krafa er um að hafa uppbrot/stöllun á a.m.k. einni hlið hússins í formi inn- eða útskots. Efnisval dugar ekki sem uppbrot húshliða.
8. 2307019 - Selvogsbraut 8 - ósk um vilyrði fyrir lóð
Borist hefur erindi frá Festi hf, eiganda Krónunnar, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar við Selvogsbraut 8 sem er aðliggjandi að Krónuversluninni við Selvogsbraut. Beiðnin er send inn í framhaldi af fundi félagsins með bæjarstjóra þar sem meðal annars var farið yfir þann vöxt sem hefur átt sér stað í Þorlákshöfn og þau áform sem nú er unnið að. Í erindinu kemur fram að félagið hefur áform um að skoða forsendur þess að sameina tvær lóðir við Selvogsbraut í eina lóð og byggja upp aðstöðu fyrir verslun og þjónustu sem henta mun áformum m.a. í skipulagi um uppbyggingu verslunar og þjónustu fyrir íbúa í Þorlákshöfn.

Þá er tekið fram að ef af vilyrði verður á úthlutun þessarar lóðar til Festi hf, þá mun félagið gangast í hugmyndavinnu um þróun og hönnun fyrir lóðirnar og kynna það sveitarfélaginu í framhaldinu.

Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð fyrir erindinu með fyrirvara um að hugmyndavinna verði í samræmi við þann metnað sem nú ríkir í skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Bent er á að ef til úthlutunar kemur, þarf væntanlegur lóðarhafi að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina og nánasta umhverfi, i samráði við sveitarfélagið.

Nefndin samþykkir að stefnt verði að úthlutun á tilgreindri lóð undir rekstur matvöruverslunar á þeim forsendum sem úthlutunarreglur kveða á um.
9. 2307002 - Stofnun 10 lóða úr landi Hjarðarbóls L222536 og L222537
Lóðareigendur óska eftir að stofna 10 lóðir í samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag fyrir Hjarðarból, 7 íbúðarlóðir, eina lóð fyrir úthús/hesthús og tvær atvinnulóðir.
Afgreiðsla: Samþykkt.
10. 2307011 - Lóð fyrir starfsmannabúðir norðan Laxabrautar
Óskað er eftir að stofna lóð fyrir starfsmannabúðir Landeldis norðan Laxabrautar.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð fyrir starfsmannabúðir starfsfólks Landeldis með tilliti til staðsetningar við lóð fyrirtækisins að því gefnu að unnið verði deiliskipulag sem sýni lóðina.
Sigmar Árnason byggingarfulltrúi mætti á fundin undir þessum lið.
11. 2307013 - Vinnubúðir við Meitilshúsið
Eigendur Hafnarskeiðs 6 óska eftir heimild til að setja upp vinnubúðir á lóðinni til að þjónusta hluta þeirra starfsmanna sem verða að störfum við uppbyggingu hér á næstu árum. Um er að ræða 22 einstaklingsrými. Óskað er eftir leyfi til 2 ára, með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Afgreiðsla: Synjað. Ekkert byggingarleyfi hefur verið samþykkt á lóðinni og því ekki hægt að samþykkja vinnubúðir.
12. 2307004 - Hringvegur. Hveragerði - Selfoss hjólastígur
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem lagt er til að sveitarfélagið leggi útivistarstíg í samræmi ákveðna staðla sem Vegagerðin setur um hönnun hjólastíga, sjá tengilinn:

https://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Honnunleidb_hjolr_2019/$file/Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar 2019-12-19 (002).pdf

Ef farið er eftir staðlinum mun Vegagerðin styrkja verkefnið að hálfu á móti sveitarfélaginu. Um er að ræða framkvæmd sem lauslega mætti áætla að kosti um 200.000.000 í heild sinni.

Vegagerðin hefur merkt hjólareinar með aðgreiningu frá annarri umferð með striki sem markar um 1,5,m breitt svæði á vegöxlum Ölfusvegar en á þessum hluta Ölfusvegar sem hér um ræðir er mikil umferð vörubíla sökum nálægðar við Þórustaðanámu og telur Vegagerðin því að öryggi mjúkra vegfarenda sé ógnað ef ekki verði lagður aðskilinn stígur en ekki einungis málað strik á veginn.

Afgreiðsla: Synjað. Nefndin fagnar því að Vegagerðin skuli viðurkenna þann skilning að strik á vegi sem á að marka hjólastíg geti verið ófullnægjandi út frá öryggissjónarmiðum og bendir Vegagerðinni á að það sama gildi alls staðar, líka á öðrum hlutum Ölfusvegar en hér er fjallað um. Ökumenn líta á strik á vegbrún sem afmörkun vegaxlar sem heimilt er að aka inn á en ekki sem hjólastíg. Engir foreldra myndu senda börnin sín í hjólatúr á slíkum stíg, þar sem aðeins eitt strik skilur milli lífs og dauða.

Sveitarfélagið Ölfus vinnur að metnaðarfullri áætlun um stígagerð með það markmið að tryggja öryggi mjúkra ferðalanga sem ferðast milli hinna ýmsu þéttbýliskjarna sem eru innan sveitarfélagsins og er þessi stígur sem Vegagerðin fer fram á að sveitarfélagið leggi, ekki meðal forgangsverkefna á næstu árum.
13. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis
Skipulagsstofnun hefur gefið álit um umhverfismat vegna framleiðsluaukningar Landeldis ehf. Nefndin gaf umsögn um skýrsluna á fundi í mars og þá var eftirfarandi bókað:
Á síðasta fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsögn um umhverfismatsskýrslu sem fjallar um framleiðsluaukningu Landeldis. Sveitarfélagið vinnur að því að koma á sameiginlegri vöktun á vatnstökusvæði allra fyrirtæja á svæðinu. Vinna er hafin við að skipuleggja framkvæmd auðlindastýringar á svæðinu meðal annars með því að setja upp vöktunarholur bæði á nærsvæði og a fjarsvæði vatnstökunnar. Þannig er ætlunin að fá mat á áhrifum fyrirhugaðrar heildarvatnstöku á öllu svæðinu svo unnt verði að bregðast við í tíma, ef vatnstakan verður umfram þolmörk auðlindarinnar.
Eftirfarandi afgreiðsla var gerð: Skipulags- og umhverfisnefndefnd telur að skýrslan geri vel grein fyrir framkvæmdinni og vísar í fyrri umsagnir sínar um framkvæmdir á lóðinni en leggur áherslu á að fyllsta aðgát verði viðhöfð í umgengni við vatnsauðlindina með samvinnu fyrirtækja á svæðinu. Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa að senda fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla: Lagt fram
14. 2307006 - Ósk leigjanda um að breyta húsnæði sveitarfélagsins við Hafnarberg 43 L215066
Leigjandi á efri hæð sundlaugar Þorlákshafnar óskar eftir að breyta húsnæðinu lítillega í samræmi við lýsingu og uppdrætti í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytingarnar og beinir því til bæjarráðs að heimilað verði að breyta húsnæðinu að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Hjörtur Ragnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
15. 2307007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Egilsbraut 4 - Flokkur 2
Sótt er um að gera 5 íbúðir í einbýlishúsi við Egilsbraut 4. Í húsinu eru í dag 7 leigueiningar.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki skipulagi svæðisins að breyta einbýlishúsi í fjölbýli.
16. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf
Lögð er fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun vegna mölunarverksmiðju Heidelberg í eða við Þorlákshöfn. Nefndin gaf nýverið umsögn um hana ásamt 12 öðrum aðilum. Áætlunin gerir ráð fyrir að fyrirhugað umhverfismat leggi mat á tvo mismunandi valkosti, verksmiðju á lóð við Skötubót og í Keflavík vestan bæjarins.
Afgreiðsla: Lagt fram.
17. 2009034 - Umferðaröryggisáætlun
Verkfræðistofan Verkís hefur unnið umferðaröryggisáætlun 2023-2027 fyrir sveitarfélagið. Komið var á fót víðtækum samráðshóp sem var til ráðgjafar við vinnuna og er niðurstaðan sem birtist í lögð fram og er gerð tillaga um 20 forgangsverkefni til úrbóta sem sett eru fram í töflum 5.1 og 5.2 á bls. 19.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umferðaröryggisáætlunina.
Nefndin bendir þó á nokkrar úrbætur sem gera þyrfti í bænum. Hækka þarf hraðhindranir á Hafnarbergi við skólanna svo þær virki sem slíkar. Einnig vantar þrengingar/hraðahindranir við aðkomu í Móahverfið en þar eru nýlagðar götur.
Eftirtaldar úrbætur þyrfti að gera varðandi dreifbýli Ölfuss: Klára lýsingar við gatnamót Þorlákshafnarvegar / Eyrabakkavegvegar, við gatnamót Þrengsla / Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar / Suðurlandsvegar á Hellisheiði.

Einnig vantar lýsingu við gatnamót þjóðvegar og heimreiða í sveitarfélaginu öllu. Einnig hefur hugsanlega misritast á blaðsíðu 19 þar talað eru um göngu og hjólastíga milli Ölfuss og Hveragerðis en líklega á að standa milli Þorlákshafnar og Hveragerðis.
Fundargerð
18. 2307004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 51
Afgreiðsla: Lagt fram
18.1. 2307005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gissurarbúð 7 - Flokkur 2,
Samúel Smári Hreggviðsson f/h lóðarhafa Anna Berglind Júlísdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við íbúðarhúsið samkv. teikningum frá HÚSEY teikni- og verkfræðistofa dags. 04.04.23
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.2. 2307017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrarbraut 14 - Flokkur 2
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Auðbjörg ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum utan- og innanhús m.a verður byggður turn á þak húss og tengigangur á milli mhl. 1 og 2 samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 12.07.23
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.3. 2307024 - Umsókn um stöðuleyfi
Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir sækir um stöðuleyfi á lóðina Unubakki 15A-15B fyrir frístundarhúsi í smíðum
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?