Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 37

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar Hrönn Guðmundsdóttir eftir að eftirfarandi verði bókað.

Bókun frá fulltrúum B og H lista í framkvæmda- og hafnarnefnd varðandi fundartíma
Á fyrsta fundi framkvæmda- og hafnarnefndar á þessu kjörtímabili var ákveðið og bókað í fundargerð að fundir nefndarinnar skyldu haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 8:15. Nú er þetta áttundi fundur nefndarinnar sem haldinn er á kjörtímabilinu en einungis þrír þessara funda hafa verið haldnir á þeim tíma sem ákveðinn var auk þess sem lítið samráð hefur verið haft við fulltrúa B og H lista í nefndinni um fundartíma.
Við sem sitjum í þessari nefnd fyrir hönd þessara lista, bæði aðal- og varamenn, erum í fullri vinnu og ekki öll í þeirri aðstöðu að geta stokkið til starfa fyrir sveitarfélagið hvenær sem er með stuttum fyrirvara. Þetta óskipulag kemur sér illa og til að geta skipulagt okkur fram í tímann er mikilvægt að fyrir fram ákveðinn fundartími sé virtur.
Það er mikilvægt í þessu starfi að við sýnum hvert öðru virðingu og högum störfum okkar þannig að traust ríki. Við skorum því á formann nefndarinnar að vanda vinnubrögð og fara eftir því tímaplani sem ákveðið var í upphafi kjörtímabilsins eða leggja fram tillögu að annarri fastri tímasetningu fundanna sem flestir geta lagað sig að.
F.h. fulltrúa B og H lista
Hrönn Guðmundsdóttir.


Formaður nefndar Eiríkur V. Pálsson bókar eftirfarandi

Formaður bendir á það sé komin reynsla á það henti betur að hafa fundartíma hafnar-og framkvæmdanefndar nær bæjarstjórnarfundi og leggur til að fundartími verði settur þriðja miðvikudag í mánuði. Vegna bókunar B, H lista vill formaður taka það fram að hingað til hafa fundir verið færðir til tímalega með tilkynningu í tölvupósti og aldrei verið gerð athugasemd né komið ábending um að þessar tilfærslur hentuðu fundarmönnum ekki fyrr nú kemur tilkynning með þessari bókun.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 29 lögð fram til kynningar.
Verkstaða.
Unnið hefur verið í krónu bryggjugarðs, í sniði D í lengingu og í námu á svæði 2C. Efni hefur verið keyrt á lager Landeldis til mölunar. Vegna öldu hefur ekki verið unnið í lengingu fyrr en í dag (1. mars).
Samkvæmt borskýrslum er búið að sprengja um 305 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og búið að keyra út í garð um 288 þús. og á lager um 92 þús. m3 (inn í tölu er líka mölun fyrir Landeldi). Samkvæmt borskýrslum eru komnir um 350 steinar í 1 fl. og 1350 í 2 fl. Áætlað heildarmagn í grjótflokki 1 er 620 steinar eða um 52% sem þarf og í flokki 2 um 2070 steinar um 34%. Að mati undirritaðs er vanmat varðandi magn í 2 fl.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslur til 27.02.2023. Dagskýrslur komnar til 24.02.2023
Með endurskoðun á hönnun þá er heildarmagn í fl.1 13.800m3 um 1200 steinar og í 2 fl. 35.200 m3 um 6300 steinar Áætlað er að komið sé nóg í flokk 3. Búið er taka úr garði um 8000 m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið.
Sæmilegt veður er framundan og gert er ráð fyrir að stóra grafan fari að vinnu við að raða í fót í sniði D og klárar það en eftir það fer hún í haus. Grafa Cat 385 fer í í raða 1 fl. Haldið áfram við námuvinnslu á svæði 2C og haftið 2 og 3 og 3 A.
Verkáætlun er endurskoðun og lofar verktaki skila inn uppfærðri verkáætlun í lok vikunnar. Verktaki er á undan á áætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Verkfundagerð nr. 17 lögð fram. Sviðstjóra fór yfir stöðu framkvæmda sem er eftirfarandi.
Steypt voru 15m af kantbita sl. mánudag (27 feb). Búið er að steypa um 95 m af kantbita, ganga frá kanttré 80 m, 41 þybba komin niður og fylla jarðveg í rétta hæð á um 80 metra kafla. Vinkiljárn komið 130 m, Búið er að jafna undir kantbita fyrir 30 m til viðbótar fyrir steypu. Verið er að járnabinda fyrir næstu færslu. Búið er að reka niður 15 þilplötur frá síðasta verkfundi og koma fyrir 5 stögum og stagbita að plötu 108. Búið að taka upp öll fríholt. Rífa upp 6000m2 af malbik, djúpþjappa 41 skipti, kominn eru niður 50 stög, þar af 9 stutt og 41 löng. Uppúrtekt og endurfylling áætluð 8000 m3. Skurður stálþils 140 metra. Ný fylling 1410m3.
Verktaki gerir ráð fyrir að klára þilrekstur og að koma niður stagbitu og steypa eina 15 metra færu. Áætluð verklok apríllok.
Miðað við samþykkta verkáætlun er verktaki rúmum 3 mánuðum á eftir áætlun. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka dagsektir af verktaka miðað við 10 janúar 2023. Dagskýrslur komnar til janúarloka.
Verktaki skal skila inn endurskoðari verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2303020 - Starf hafnastjóra auglýst
Þar sem tímabundin ráðning starfandi hafnarstjóra er að renna út er, leggur sviðstjóri til að starfið verði auglýst. Tillaga auglýsingar lögð fyrir nefndina til samþykktar.
Afgreiðsla: Benjamín Þorvaldsson starfandi hafnarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins. Nefndin samþykkir starfslýsingu og felur sviðstjóra að auglýsingu starfið.
4. 2303036 - Kaup á búnaði til rykbindingar við hafnarsvæðið
Hafnarstjóri óskar eftir heimild til að fjárfesta í stórum vatnstank sem notaður verður til rykbindingar á plani og vegstæði við höfnina. Um er að ræða kaup á nýri haugsugu sem notuð verður í verkið. Kostnaður eru 4-6 milljónir +vsk.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir kaup á búnaði sviðstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun.
5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.
1. Nýr leiksskóli
2. Ný rennibraut
3. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn
4. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki
5. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut
6. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
7. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
8. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
9. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut
10. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða
11. Framkvæmdir Egilsbraut 9
12. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
13. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun

Afgreiðsla: Lagt fram.

1. Nýr leiksskóli. Unnið er við gerð útboðsganga fyrir 4 fullgerðum deildum til útboðs. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að bjóða út jarðvinnu eingöngu og klára jarðvinnu skv útboðsskilmálum í haust
2. Ný rennibraut, Unnið er að breytingum á útboðsskilmálum. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út í lok apríl. Breytingar á útboðsskilmálum verður lagt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til samþykktar. Breytingarnar á útboðsskilmálum verða á þann hátt að framkvæmdinni verði skipt niður í áfanga.
3. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út á næstu vikum.
4. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið útí næstu viku
5. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í næstu viku.
6. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi. Búið að leggja vatnsveitustofn í Selvogsbraut og er unnið við heimæðar og frágang sem er að ljúka og verður þá þrýstiprófað. Búið að taka upp úr fráveituskurði í Bárugötu að austanverðu frá S2 og langleiðina að S8. Búið að moka upp úr regnvatnssvelg við Bárugötu og setja púkkgrjót í botn, eftir er að fleyga aðeins við brunn. Búið að sjóða saman hitaveitulögn í Selvogsbraut austan Setbergs að þverun hjá Sambyggð, verið er að frauða og er búið að lekaprófa þann hluta. Áætlað er að verkið sé 6-8 vikum á eftir áætluðum verklokum sem er 31. mars.
7. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Verið er að fullvinna teikningar og magnskrár. Gert er ráð fyrir að verktaki haldi áfram þegar vinnu við áfanga 1 klárast apríl-maí
8. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í næstu viku.
9. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut. Hönnun gatnalýsingar liggur fyrir frá Suðurstrandarvegi að Laxabraut 5. Verið er að vinna magnskrá, verklýsingu fyrir jarðvinnukaflann ásamt heildarkostnaðaráætlun. Útboð ætti að geta farið fram í mars-apríl
10. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða. Hönnun liggur fyrir með þeim breytingum sem búið er gera eftir ábendingar íbúa við Skálholtsbraut. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út mars-apríl.
11. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Búið er að loka húsinu, klæða þakið og unnið er við einangra og klæða húsið að utan. Breytingar innanhús er lokið fyrir utan smávægilegan lokafrágang. Gert er ráð fyrir að fjarlæga hellur af göngum fyrir framan íbúðir og steypa gólfið í staðin. Skoða þarf aðrar útfærslu heldur en að steypa t.d stórar hellur sem falla þéttar að hvor annari heldur en þær sem eru til staðar.
12. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Hönnun seinkaði, gert er ráð fyrir að hægt verði að leggja gögn fyrir í nefnd í apr-maí og bjóða verkið út.
13. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Búið er að útvíkka heildarsvæðið í samræmi við aðalskipulagið sem gefur betri heildarmynd. Vinnu miðar vel áfram deiliskipulagið hefur fengið kynningu í skipulags- og umhverfisnefnd. Skipulagslýsing hefur verið samþykkt í nefnd.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?