| |
1. 2309057 - Breyting á akstursleið innan hafnarsvæðis | |
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna málið áfram og kostnaðarmeta framkvæmdina ásamt kostnaðarskiptingu. | | |
|
2. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð | |
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar en það er ljóst að verktaki og eftirlit hafa ekki fylgt nægjanlega eftir gerðum samningum og tímasetningum, það hefur haft afleiðingar fyrir sveitarfélagið s.s. með seinkun á greiðslu gatnagerðargjalda. Nefndin óskar eftir verkfundargerðum til að skoða hvort mögulegt sé að fá tafabætur frá verktaka. | | |
|
3. 2306027 - Landfylling suðvestan við Suðurvarargarð | |
Afgreiðsla:
Bókun fulltrúa B og H lista
Við viljum gera athugasemd við að það vanti mikilvæg fundargögn við þetta mál, eins og álit Umhverfisstofnunar og Brimbrettafélags Íslands, sem við höfum nálgast með öðrum hætti.
Þetta svæði sem um ræðir er á náttúruminjaskrá. Að mati Umhverfisstofnunar er uppbygging á svæðinu farin að hafa áhrif á útivistargildi þess. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að hugað sé að verndun svæða til útivistar og skoðaðir séu aðrir valmöguleikar varðandi uppbyggingu athafnasvæðis. Auk þess bendir stofnunin á að nú er töluverð starfsemi fiskeldis meðfram suðurströnd og frekari uppbygging í farvatninu. Því telur hún mikilvægt að metin séu sammögnun áhrifa þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sé stað og eru fyrirhuguð, m.t.t. útivistar og hvort tillagan hafi neikvæð áhrif á verndargildi náttúruminja.
Umhverfisstofnun bendir líka á að samkvæmt OSPAR samningnum um verndun hafrýmis Norðaustur Atlantshafsins og 9. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda er óheimilt að varpa dýpkunarefni í hafið. Í 9. gr. laganna kemur fram að Umhverfisstofnun geti veitt leyfi til að m.a. dýpkunarefnum sé varpað í hafið að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar.
Það þarf sem sagt að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar ef varpa á efnum í hafið, það hefur ekki verið gert og við fulltrúar B og H lista gerum alvarlegar athugasemdir við það að eftirlitsmaður verksins hafi fyrirskipað verktaka að byrja að varpa efnum í hafið án þess að leyfi liggi fyrir og að málið hafi hlotið tilhlýðilega meðferð innan stjórnsýslunnar.
Við viljum einnig taka undir með Umhverfisstofnun og standa vörð um þetta einstaka útivistarsvæði sem er virkilega þýðingarmikið fyrir brimbrettaíþróttina á Íslandi og vinsæll ferðamannastaður. Breytingin sem er lögð til er ekki þannig að það sé víst að hún hafi engin áhrif á brimbrettaiðkun. Brimbrettaíþrótt varð samþykkt ólympíuíþrótt árið 2020 og er fyrsta kynslóð íþróttafólks að stunda hana hér á Íslandi. Hún er í uppbyggingarfasa en um 500 manns stunda hana reglulega og mikil fjölgun hefur orðið á iðkendum undanfarin ár. Það skítur skökku við að sveitarfélagið Ölfus setji margar milljónir á ári í stuðning við ýmsar íþróttir og standi vel að uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á sama tíma og það ætlar að verða þess valdandi að forsendur fyrir annarri íþrótt bresti, ekki bara í sveitarfélaginu heldur á landsvísu. Íþrótt sem sveitarfélagið þarf í raun ekkert að setja pening í til að dafni því aðstæður fyrir íþróttina eru fullkomlega sjálfbærar og viðhaldsfríar. Brimbrettafélagið bendir á það í umsögn sinni að með landfyllingu er bæði verið að hafa áhrif á ölduna og skapa mikla hættu því iðkendur geta lent á garðinum og átt í vandræðum með að koma sér upp úr sjónum lendi þeir hjá garðinum. Að þeirra sögn, þá er Þorlákshöfn hjartað fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi.
Fjallabyggð er líka að vinna að breytingu á deiliskipulagi þessa dagana en hún snýst um að vernda svæði fyrir brimbrettaiðkun í Ólafsfirði, þar sem áður fyrirhuguð landfylling er alfarið tekin út úr myndinni og þess í stað er verið að byggja svæðið upp með brimbrettaiðkun og útivist að leiðarljósi. Þar er verið að skilgreina hverfisverndarsvæði með það að markmiði að varðveita sjávarbotninn sem skapar öldur sem þykja eftirsóknarverðar fyrir brimbrettaiðkun og byggja upp þjónustu og verslun í kringum þá íþrótt, sjósund og aðra útivist.
Við viljum fylgja fordæmi Fjallabyggðar, vernda útivistarsvæðið og byggja það upp sem slíkt og horfa til mögulegrar framtíðarnýtingu sem getur til að mynda verið í stóraukinni ferðaþjónustu. Nefndarmenn B og H lista leggjast því alfarið á móti öllum fyrirætlunum um landfyllingu á þessum stað, við leggjum til að sveitarfélagið skilgreini það sem hverfisverndarsvæði og finni efninu sem verið er að moka upp annan stað, nóg er af plássi í sveitarfélaginu.
Bókun fulltrúa D lista
Fyrir liggur bókun H og B lista þar sem lagst er alfarið gegn landfyllingu við suðurvaragarð. Fulltrúar D lista benda á að deiliskipulagið sé í ferli og hafi verið í auglýsinga- og umsagnarferli. Umsagnir frá hagsmunaaðilum liggja nú fyrir og mun hljóta viðeigandi afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Fulltrúar D lista telja þó að það sé mikið hagsmunarmál fyrir höfnina bæði til að auka landsvæði við höfnina og ná hagræðingu í framkvæmdinni með sparnaði við brottflutning á efni. Þar að auki má benda á að hægt væri að reisa allt að 5000 m2 byggingu á fyllingunni með tilheyrandi tekjum og sóknarfærum fyrir sveitarfélagið. Sérfræðingar sem sveitarfélagið hefur fengið ráðgjöf frá segja þessa landfyllingu ekki hafa nein áhrif á ölduna og muni þannig ekki skerða útivistargildi svæðisins. Fyrir nefndinni lá minnisblað unnið fyrir áhugafélag um brimbrettaiðkun af DHI. Í minnisblaðinu eru lagðar fram tillögur um uppfyllingu (tillaga 3) sem í megindráttum byggir á þeirri aðlögun sem verkfræðingur hafnarinnar gerði á upphaflegum skipulagstillögum (tillaga 2) í samræmi við metnar þarfir hafnarinnar. Fulltrúar D lista benda á að upphafleg áform (tillaga 1), sem kynnt var í framkvæmda- og hafnarnefnd gerði ráð fyrir 13.000 m2 uppfyllingu. Upphafleg magntaka gerði ráð fyrir allt að 39.000 m3 uppfyllingu en nú hefur komið í ljós að magnið er tæpum fjórðungi minna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Þar með dregur úr umfangi uppfyllingar þannig að svæðið nær ekki í 140 metra til suðurs meðfram strandlengjunni eins og upphaflega tillagan gerði ráð fyrir heldur einungs um 70m eða 50% skemur í átt að því svæði sem helst er nýtt til brimbrettaiðkunar Þar sem ekki er þörf fyrir þá uppfyllingu sem upphafleg áætlun gerði ráð fyrir leggja fulltrúar D lista tillögu þess efnis að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir 7000 m2 uppfyllingu (tillaga 4) sem er í samræmi við það efni sem kemur upp úr dýpkunarframkvæmdum á svæðinu.
Eftirlitsmaður með framkvæmdum gerir athugasemdir við bókun B og H lista um að hann hafi heimilað verktaka um að varpa efni í hafið. Verktaki hafi verið beðinn um að haugsetja efnið í kverkinni.
Tilaga D lista er samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar B og H greiddu atkvæði á móti
| | |
|
4. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja | |
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar. | | |
|
5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23 | |
Afgreiðsla: Lagt fram.
1. Nýr leikskóli. Lokið er við jarðvinnu (púða). Unnið er að uppfærslu útboðsgagna þar sem breytingar á uppbyggingu þaks er töluverð. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin í lok nóvember. 2.Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi. Verkstaða: Selvogsbraut: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Eftir er að sjóða lok á enda ø200 lögn þegar verður búið að skola út pípur og setja upp bakvatnsskáp, verður klárað í vikunni. Búið að reisa ljósastaura og setja upp lampa. Búið að loka skurðum og jafna svæði. Bárugata vestanverð: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Búið að reisa ljósastaura, eftir að setja upp lampa. Búið að loka skurðum og jafna svæði. Bárugata austanverð: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn, nema eftir að klára fjarskiptalagnir á kaflanum frá Fríðugötu að verkmörkum, sem er að klárast.. Búið að reisa ljósastaura og leggja ljósastreng, nema síðasta spölinn eftir beygju. Eftir að setja upp lampa. Búið að loka skurðum og jafna svæði að Fríðugötu og verið að vinna við að fylla í skurði. Elsugata: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Búið að reisa ljósastaura, eftir að setja upp lampa. Búið að loka skurðum og jafna svæði. Fríðugata: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Búið að reisa ljósastaura, eftir að setja upp lampa. Verið að loka skurðum og jafna svæði. Gyðugata: Búið að leggja allar veitulagnir, hitaveitu og rafmagn, fjarskipti eru að klárast. Búið að reisa ljósastaura, eftir að setja upp lampa. Göngustígur gegnum hverfi: Búið að grafa og fleyga veituskurð fyrir rafmagn frá dreifistöð að Elsugötu og grafa fyrir stíg og keyra út fyllingu áfram til suðurs. Áætlun næstu 2-ja vikna: Selvogsbraut: Keyra út jöfnunarlag á götu, hefla og þjappa og gera klára fyrir malbikun. Malbika og klára frágang. Bárugata vestanverð: Setja upp lampa á ljósastaura og klára tengingar. Ganga frá yfirborði. Bárugata austanverð: Leggja rafmagn og fjarskiptalagnir, reisa ljósastaura. Loka skurðum og ganga frá yfirborði. Elsugata: Setja upp lampa á ljósastaura og klára tengingar. Ganga frá yfirborði. Fríðugata: Setja upp lampa á ljósastaura og klára tengingar. Ganga frá yfirborði. Gyðugata: Setja upp lampa á ljósastaura og klára tengingar. Ganga frá yfirborði. Göngustígur gegnum hverfi: Vinna í stígafyllingu og pollalýsingu. 3. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Framkvæmdir hefjast um leið og áfangi 1 klárast. 4. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Flutningur á sandi er langt á veg kominn. Búið að keyra í neðri fyllingar á framlengingu Óseyrarbrautar. Unnið er við fleygun úr skurðstæði Norðurbakka. 5. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Framkvæmd var lokaúttekt á framkvæmdum 12. október. Minniháttar athugasemdir voru gerðar sem verktaki vinnur við lagfæringar á. Starfsemi er hafin í húsnæðinu. 6. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Verið er að skoða mögulega færslu á hreinsistöðinni norðar við enda núverandi grjótgarðs. 7. Ný útistofa við leikskóla. Stofan er tilbúin til flutnings. Beðið er eftir staðfestu deiliskipulagi sem er komið til skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þegar það liggur fyrir staðfest er hægt að klára jarðvinnu og steypa undirstöður. 8. Steypa ágólf á opið rými Egilsbraut 9. Tilboð liggur fyrir í framkvæmdina og gerir það ráð fyrir að fjarlægja hellur og steypa 10cm gólf í staðin.
| | |
|