Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 332

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.05.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir bárust.

Einnig óskaði forseti eftir því að tekið yrði inn með afbrigðum mál nr. 2405110, Stækkun lóðar Vesturbakki 12 - óverul.br.DSK. og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405085 - Athafnasvæði - smækkun skipulagssvæðis óv. br. DSK
Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á fyrri fundi er lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis. Breytingin felur í sér að skipulagssvæðið er smækkað svo það skarist ekki á við deiliskipulag Móa miðsvæðis en í því skipulagi var ráðgert að staðsetja bílastæði á þeim hluta sem nú er felldur brott.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulag-s og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna landsins Akurgerði. Landeigandi fer þess á leit að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2405090 - Hraunstjörn og Hraunsland nýtt DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hraunstjörn og Hraunsland. Á svæðinu er hraun sem rann eftir ísöld og er því friðað samkvæmt náttúruverndarlögum. Byggingarreitum hefur verið fundinn staður þar sem hraunið er gróið og hefur takmarkað verndargildi.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar vatnsveitu. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, um leið og samþykki stjórnar vatnsveitu liggur fyrir.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2402064 - Þóroddstaðir 2 - lóð G DSK
Bölti ehf. leggur fyrir nefndina nýtt deiliskipulag. Í því er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús ásamt bílskúr og gestahús.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar vatnsveitu. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, um leið og samþykki stjórnar vatnsveitu liggur fyrir.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2405156 - Hnjúkamói 14 og 16 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits
Hnjúkamói ehf. leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi. Helstu breytingar eru:
-Byggingarreitur C1 og C2 stækka um 25 m2 breikka úr 32 m í 33 m.
-Reitur C2 færist um 3,2 m til suðurs.
-Gerðir er tveir nýir byggingarreitir fyrir 1h byggingu fyrir bílgeymslu,
hjólageymslu og sorp.

Nýtingarhlutfall og leyfilegt byggingarmagn er óbreytt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Landeigandi í Riftúni leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði sem skilgreint er í aðalskipulagi á landinu Riftún.
Þær breytingar sem gerðar eru: Lóðum er fækkað um eina með því að sameina tvær lóðir næst jarðarmörkum til vesturs. Borskýrsla um neysluvatn hefur verið lögð fram.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Með þeim fyrirvara um breytingu á lóðarstærð lóðar nr.1 að lóðarstærð íbúðarlóðar verði amk 5000 m2.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2405088 - Hverahlíð - Niðurdælingarlögn í jörð - óveruleg br. DSK
ON leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi Hverahlíðar. Í skipulaginu er legu niðurdælingarlagnar breytt og er ráðgert að lögnin verði færð í jörð.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík
Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.

Deiliskipulag lóðar Thor landeldi hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en lögboðnir umsagnaraðilar komu með ábendingar eða athugasemdir.
Skipulaghöfundur hefur brugðist við þeim og eru þær nú til skoðunar hjá umsagnaraðilunum.
Endurskoðuð tillaga ásamt umsögnum lögboðinna umsagnaraðila er í viðhengi.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið liggur um svæði þar sem finna má hraun sem nýtur verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Gæta þarf í hvívetna að hrófla ekki við hrauni sem nýtur sérstakrar verndar nema brýn nauðsyn krefjist þess til að ná fram markmiðum skipulagsins. Skipulagið snýr að uppbyggingu umfangsmikillar atvinnustarfsemi vestan Þorlákshafnar. Umrædd atvinnustarfsemi byggir á þeim sérstöku aðstæðum sem fyrir eru á skipulagssvæðinu er varða möguleika á ferskvatnstöku og sjótöku úr jörð auk nálægðar við útflutningshöfn. Uppbygging atvinnustarfsemi er ein af grunnforsendum hagvaxtar og þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Það snertir því brýna almannahagsmuni hvort skipulagið fái fram að ganga. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2405110 - Stækkun lóðar Vesturbakki 12 - óverul. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna stækkunar á lóðinni Vesturbakka 12. DSK breytingin felur í sér kvöð um að sett sé skjólgirðing á lóðamörkum er snúa í norður. Skjólgirðing verður með sama útliti og skjólgirðing við vesturenda Vesturbakka.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2405000F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 72
Fundargerð 72.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.05.2024 til staðfestingar.

1. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2405090 - Hraunstjörn og Hraunsland nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2405085 - Athafnasvæði - smækkun skipulagssvæðis óv. br. DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2405110 - Stækkun lóðar Vesturbakki 12 - óverul. br. DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2405092 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2024. Til kynningar.
6. 2404122 - Sameining og stækkun lóða First Water við Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2404139 - Norðurbyggð- afmörkun lóða og skipting bílastæða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2404140 - Sjóvörn í fjöru fyrir neðan golfvöll - framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2404123 - Hlíðarendi 3 - stofnun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2405083 - Þórustaðanáma framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2405089 - Göngu og reiðstígur norðan Laxabrautar - tillaga að gerð DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2405094 - Lagning 12 kv jarðstrengja að Thor - Framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2405106 - Vesturbakki 1 - fyrirspurn um stækkun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2405095 - Hnjúkamói 14 og 16 - Kynning tillögu. Til kynningar.
15. 2405091 - 132 kv jarðstrengur frá Hveragerði til Þorlákshafnar - umsögn um legu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2405002F - Bæjarráð Ölfuss - 421
Fundargerð 421.fundar bæjarráðs frá 16.05.2024 til staðfestingar.

1. 2404127 - Styrkveiting til meistaraflokks kvenna í körfuknattleik. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
3. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. Til kynningar

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2405005F - Stjórn vatnsveitu - 19
Fundargerð 19.fundar stjórnar vatnsveitu frá 15.05.2024 til staðfestingar.

1. 2403061 - Vatnsveita í Helluholti. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2405004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 53
Fundargerð 53.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.05.2024 til staðfestingar.

1. 2405152 - Lagfæringar á þekju Skarfaskersbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
4. 2212030 - Gatnalýsing - Laxabraut-Nesbraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2405001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 21
Fundargerð 21.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 15.05.2024 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
3. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2405151 - Fáliðunaráætlun Leikskólans Bergheima. Til kynningar.
5. 2404136 - Eldhugaverkefni. Til kynningar.
6. 2404137 - Upplýsingar um starfsemi leik og grunnskóla ásamt frístundastarfi barna í Grindavík. Til kynningar.
7. 2405148 - Yfirlit úthlutunar úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún....
15. 2405006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 73
Fundargerð 73.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.05.2024 til staðfestingar.

1. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2405088 - Hverahlíð - Niðurdælingarlögn í jörð - óveruleg br. DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2405155 - Aðal- og DSK Þóroddstaði 1 lóð 2 og Þóroddstaði 2 lóð E. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2405156 - Hnjúkamói 14 og 16 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2402064 - Þóroddstaðir 2 - lóð G DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2405098 - Uppskipting lóða að Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2405109 - Árbær IV fyrirspurn br. landnotkun í VÞ svæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2201041 - Framkvæmadaleyfisumsókn rannsóknarhola á Bláfjallasvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2404025F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 62.
Fundargerð 62.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 27.05.2024 til kynningar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18. 2404026F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 63.
Fundargerð 63.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 24.05.2024 til kynningar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
16. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 14.03.2024 til staðfestingar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

19. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 32.fundar Héraðsnefndar Árnesinga - vorfundur 09.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 235.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 06.05.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 72.fundar stjórnar Bergrisans frá 22.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 607.fundar stjórnar SASS frá 05.04.2024, 608.fundar frá 15.04.2024 og 609.fundar frá 10.05.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
23. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 326.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 14.05.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
24. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 72.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 02.05.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
25. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 7.fundar stjórnar Arnardrangs frá 12.06.2023, 8.fundar frá 12.07.2023, 9.fundar frá 18.09.2023, 10.fundar frá 08.11.2023, 11.fundar frá 12.01.2024, 12.fundar frá 18.03.2024 og 13.fundar frá 22.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?