Til baka | Prenta |
Bæjarstjórn Ölfuss - 325 |
Haldinn í fjarfundi,
27.12.2023 og hófst hann kl. 12:15 | | Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
| | Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri | | Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið, engar athugasemdir bárust. | |
| | Dagskrá: | | | | 1. 2312056 - Útsvarsprósenta 2024 | |
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 |
|
|
Til baka | Prenta |