Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 315

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.04.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304021 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2022
Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss fyrri umræða.
Lagt er til að þessum lið verði frestað fram til næsta fundar bæjarstjórnar þar sem gögn bárust ekki fyrr en rétt fyrir fund. Forseti lagði til að næsti fundur verði þriðjudaginn 2.maí nk.

Elliði Vignisson tók til máls.

Samþykkt samhljóða


2. 1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði
Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað um fund oddvita um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga. Í því kemur m.a. fram að á fundinum hafi Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss gert grein fyrir þeirri afstöðu Ölfusinga að farið skyldi hagstæðustu leiðina við kaup á húsnæði fyrir safnið. Ennfremur hafi í máli hans komið fram að ljóst væri að standsetning á húsnæðinu sem lagt er upp með að kaupa á Selfossi komi til með að verða dýrari en gert var ráð fyrir í upphafi, ef húsið eigi að standast þarfagreiningu sem unnið var út frá og til að húsið standist allar kröfur sem gerðar eru til opinbers húsnæðis.

Í minnisblaðinu segir enn fremur að Kjartan Björnsson hafi á fundinum komið með tillögu til að höggva á þann hnút sem fundarmenn telja uppi vegna málsins.

Tillaga hans var að fara annað hvort leið 1 eða 2:

1. Ölfus samþykki kaup á húsnæðinu á Selfossi.
2. Ölfus gangi út úr rekstri safnsins og hin sveitarfélögin kaupi umrætt húsnæði og reki safnið áfram.

Þriðji kosturinn væri síðan sá að Bæjarstjórn Ölfuss neiti kaupum á umræddu húsnæði og þar með væri málið ennþá í hnút.

Fram kom hjá öllum fulltrúum utan Gests að viljinn væri algjör til að kaupa húsið á Selfossi og samþykktu þau öll tillögu Kjartans um að Ölfusið gengi frá borði ef það yrði til að leysa málið.

Í máli bæjarstjóra, sem fylgdi málinu eftir, kom fram að viðbúið sé að kostnaður vegna þátttöku í rekstri Héraðsskjalasafns Árnesinga muni vaxa nokkuð vegna reksturs hins nýja húsnæðis. Þannig er eins og fram kemur í bréfi sem Héraðsnefnd Árnesinga sendi til sveitarfélaganna 16.janúar sl. ráðgert að taka lán að fjárhæð 216.220.000 til að bæta húsnæðiskost Héraðsskjalasafnsins. Væntanlegt lán yrði tekið hjá Lánasjóði Sveitarfélaga og fyrir liggur að LSS 39 er með fasta 3,3% vexti. Hluti Sveitarfélagsins Ölfuss í útgjöldum Héraðsnefndar 2023 er 12,78% þannig að hluti Ölfuss í láninu er þá 27.632.916. Það merkir að m.v. þessa vexti og 4% verðbólgu jafnt yfir 16 ára lánstíma eru þá rúmar 3 milljónir á ári í heildarafborganir. Útgjöldin myndu þar með hækka úr 4,3 milljónum í 7,3 milljónir. Þar við bætast svo hærri fasteignagjöld, tryggingar og fl. vegna verðmætaaukningar.

Þá kom fram í máli bæjarstjóra að umtalsverðar áherslubreytingar séu að verða í aðkomu sveitarfélaga Þannig hafi til að mynda Reykjavíkurborg og Kópavogur ákveðið að hætta að reka skjalasöfn og ætla þess í stað að nýta sér þjónustu Þjóðskjalasafnsins hvað þetta varðar. Vandséð er að stærðarhagkvæmni náist í rekstri héraðsskjalasafns fyrir Árnessýslu ef það næst ekki í Reykjavík og Kópavogi.


Elliði Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls. Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Eins og komið hefur fram fellur það ekki að áherslum bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss að fara umtalsvert dýrari leiðir í vali á staðsetningu samstarfsverkefna en þörf er á. Í langan tíma hefur legið fyrir að hagstæðasti kosturinn við val á framtíðarhúsnæði er í Þorlákshöfn.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir því að fara leið 2 sem lögð var fyrir á fundi oddvita um málefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og þar með að ganga úr rekstri safnsins í samræmi við ákvæði þar að lútandi.

Bæjarstjórn Ölfuss minnir ennfremur á þá hættu sem fylgir því að eitt sveitarfélag í samstarfi, í þessu tilviki Sveitarfélagið Árborg, geti beitt stærð sinni og atkvæðafjölda til að koma sínu fram. Undir því mun Sveitarfélagið Ölfus ekki sitja. Slík framganga mun enda þegar upp er staðið skaða allt samstarf.

Samþykkt samhljóða.
3. 2304041 - Samþykktir öldungaráðs
Endurskoðaðar samþykktir fyrir öldungaráð til staðfestingar.
Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Samþykktirnar lagðar fyrir fundinn og þær samþykktar samhljóða.
4. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Þar sem óvæntar tafir hafa orðið á því að sveitarfélaginu bærust endurskoðaðir ársreikningar er lagt til að haldinn verði aukafundur þriðjudaginn 2.maí nk. vegna fyrri umræðu. Aukafundur vegna síðari umræðu verði fimmtudaginn 11.maí nk. Næsti reglubundni fundur verði svo samkvæmt dagskrá 25. maí.
Samþykkt samhljóða.
5. 2304020 - DSK Deiliskipulag Spóavegur 12a L180651
Haukur Benediktsson leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Spóaveg 12a. Gert er ráð fyrir að byggja megi íbúðarhús, gestahús og bílskúr á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndinarinnar staðfest.
6. 2303001 - ASK og DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddstaði 2, lóð D þar sem lóðinni er skipt í tvo hluta, markaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílskúr á annarri en 9 ferðaþjónustuhús á hinni. Samtals allt að 1450 fermetrar á báðum lóðunum. Þetta er innan ramma aðalskipulags en þar segir um lóðir sem eru 1-3 ha að stærð:

Heimilt er að byggja íbúðarhús, bílskúr, gestahús allt að 80 m2 og t.d. skemmu, gróðurhús , gripahús og önnur hús til landbúnaðarnota, í samræmi við nýtingarhlutfallið 0,15, þó að hámarki 3.000 m2.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Eigendum nágrannalóða verði send bréf samhliða auglýsingu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2303033 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14 breyting 3 á deiliskipulagi L225762
Lögð er fram ný breyting á deiliskipulagi lóðanna Bjargs (áður Gljúfurárholt 14) og Gljúfurholts (áður Gljúfurárholt 13) þar sem uppbyggingarheimildir eru auknar upp í það sem aðalskipulag heimilar að hámarki eða nýtingarhlutfall 0,15 fyrir hvora lóð.
Deiliskipulagi lóðanna var nýlega breytt þannig að nýtingarhlutfall yrði allt að 0,072 en nú er það aukið enn frekar

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík
Deiliskipulag lóðar Geo Salmo hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en lögboðnir umsagnaraðilar komu allir með ábendingar eða athugasemdir.
Skipulaghöfundur hefur brugðist við þeim og eru þær nú til skoðunar hjá umsagnaraðilunum. Endurskoðuð tillaga ásamt umsögnum lögboðinna umsagnaraðila er í viðhengi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2303008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 37
Fundargerð 37.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 28.03.2023 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
2. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
3. 2303020 - Starf hafnastjóra auglýst
4. 2303036 - Kaup á búnaði til rykbindingar við hafnarsvæðið
5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2303006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 48
Fundargerð 48.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 05.04.2023 til staðfestingar.

1. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
2. 2011030 - Göngu, hjóla og reiðvegir inn og út úr Árbæjarhverfi
3. 2303044 - Uppgræðslusjóður
4. 2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2303033 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14 breyting 3 á deiliskipulagi L225762. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2303001 - ASK og DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2303037 - Sameining lóða Vesturbakki 12 og 14 L234243
8. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf
9. 2303043 - Umsókn um afnot af opnu svæði fyrir bílastæði
10. 2303023 - Loftslagsstefna Ölfuss
11. 2303024 - Stóri plokkdagurinn 30.04.2023
12. 2303007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 47. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2303010F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 8
Fundargerð 8.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 29.03.2023 til staðfestingar.

1. 2302054 - Skýrsla skólastjórnenda grunnskólinn
2. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
4. 2303040 - Bréf frá ÍSÍ - hvatning í íþróttastarfi
5. 2003001 - Barnvæn sveitarfélög-innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
6. 2303038 - Vinnuskjal - næringarstefna
7. 2303039 - Vinnuskjal - íþrótta- og frístundastefna
8. 2203039 - Nýting frístundastyrkja.
9. 2303041 - Bréf til Velferðarþjónustu Ölfuss

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2304006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 48
Fundargerð 48.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 18.04.2023 til kynningar.

1. 2304009 - Umsókn um stöðuleyfi
2. 2304012 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 1 - Flokkur 1,
3. 2304011 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 13 - Flokkur 1,
4. 2304010 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 11 - Flokkur 1,
5. 2304008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mánastaðir 2 - Flokkur 2,
6. 2210033 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Riftún

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. 2304004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 38
Fundargerð 38.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.04.2023 til staðfestingar.

1. 2304027 - Umfang flutninga SML í Þorlákshöfn
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
3. 2304029 - Geymslusvæði fyrir grjót
4. 2304028 - Losun dýpkunarefnis í gömlu grjótnámuna
5. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
6. 2304036 - Gatnagerð - Vesturbakki- yfirborðsfrágangur
7. 2304035 - Gatnagerð- Vetrarbraut-yfirborðsfrágangur

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2304002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 49
Fundargerð 49.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.04.2023 til staðfestingar.

1. 2304032 - Gljúfurárholt 25 - skipting lóðar L227646
2. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
3. 2304020 - DSK Deiliskipulag Spóavegur 12a L180651
4. 2304022 - Zipplína við Hveragerði - breyting á afréttargirðingu
5. 2304013 - Raufarhólshellir - umsögn um matstilkynningu (matsspurningu) um þjónustubyggingu
6. 2012024 - Óleyfisframkvæmd, Hjarðarból lóð 2.
7. 2304018 - Þorláksskógar - lífrænn áburður
8. 2304024 - Skotsvæði á Álfsnesi - umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur
9. 2212031 - Eima - kæra vegna skipulagsmáls

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2304001F - Bæjarráð Ölfuss - 394
Fundargerð 394.fundar bæjarráðs frá 18.04.2023 til staðfestingar.

1. 2202001 - Atvinnustefna Ölfuss
2. 2304026 - Orkufélagið Títan ehf.
3. 2304025 - Lóðarleigusamningur
4. 2304004 - Trúnaðaryfirlýsing
5. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi
6. 2304002 - Knattspyrnuvöllur - úttekt á aðstöðu
7. 2304003 - Samkomulag vegna bakvakta barnaverndar
8. 2212018 - Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20222023
9. 2303024 - Stóri plokkdagurinn 30.04.2023
10. 2304019 - Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2023
11. 2304023 - Frestun á niðurfellingu orlofsdaga

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2304005F - Stjórn vatnsveitu - 12
Fundargerð 12.fundar stjórnar vatnsveitu frá 18.04.2023 til staðfestingar.

1. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar
2. 2304030 - Vinna við vatnsveitur sveitarfélagsins

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
17. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 59.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 24.03.2023 og 60.fundar frá 04.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
18. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerði 224.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20.01.2023 og 225.fundar frá 03.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 594.fundar stjórnar SASS frá 24.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
20. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 52.fundar stjórnar Bergrisans frá 17.02.2023, 53.fundar frá 17.03.2023 og 54.fundar frá 03.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
21. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 921.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2023, 922.fundar frá 31.03.2023, 923.fundar frá 05.04.2023 og 924.fundar frá 17.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
22. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 7.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 11.04.2023 til kynningar. Einnig er til kynningar ársreikningur Brunavarna fyrir árið 2022.


Lagt fram til kynningar.
23. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 4.fundar stjórnar Arnardrangs hses frá 17.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
24. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 204.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 29.03.2023 til kynningar. Einnig er til kynningar ársreikningur Tónlistarskólans fyrir árið 2022.


Lagt fram til kynningar.
25. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings vegna ársins 2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
26. 2106046 - Fundargerðir og ársskýrslur Héraðsskjalasafns Árnesinga
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 21.03.2023 til kynningar. Einnig er til kynningar ársreikningur Héraðsskjalasafnsins vegna ársins 2022, starfsáætlun ársins 2023, samningur við NEA sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaga í Danmörku vegna rafrænnar skjalavörslu og skýrsla unnin af Þorsteini Tryggva Mássyni og Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði Skagfirðinga vegna samstarfs allra héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.
27. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 318.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 17.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
28. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 5.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 17.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?