Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 14

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Bettý Grímsdóttir 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310024 - Deildarstjóri velferðarþjónustu - kynning
Eyrún Hafþórsdóttir deildarstjóri velferðarþjónstu sveitarfélagsins, boðaði forföll.
Kynningunni er frestað.
2. 2310015 - Uppbygging skólaþjónustusvæða í landshlutanum
Á fundi bæjarráðs þann 5. okt. sl. var beiðni um umsögn um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna vísað til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðsluráði.

Í tilefni af fyrirspurn um hvernig er hægt að haga uppbyggingu skólaþjónustusvæða þá er niðurstaða nefndarinnar að til greina gæti komið að styðjast við sömu ytri svæðismörk og fyrirhuguð svæðisbundin farsældarráð. Í ljósi þess hve stutt á veg tillögur um skólaþjónustusvæði eru komnar telur nefndin ekki unnt að veita ítarlegri umsögn að sinni.
4. 2310031 - Fjárhagsáætlun 2024 - kynning
Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsliði sem heyra undir fjölskyldu og fræðslusvið fyrir árið 2024.
Nefndin þakkar kynninguna.
Mál til kynningar
3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
Á fundi bæjarstjórnar var eftirfarandi bókað um skólastefnuna.

Bæjarfulltrúar B- og H- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Menntastefnan er afrakstur mikillar vinnu sem skólasamfélagið tók allt þátt í. Niðurstaðan er fagleg og spennandi stefna í menntamálum sveitarfélagsins til ársins 2030. Okkur langar að leggja áherslu á að vinnunni verði áfram haldið og búin verði til aðgerðaráætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum um innleiðingu á stefnunni til að auka líkurnar á að okkar góðu skólar verði búnir að ná markmiðum hennar árið 2030.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.

Bæjarstjórn samþykkir skólastefnu sveitarfélagsins og þakkar þeim fjölmörgu sem komu að gerð hennar.

Samþykkt samhljóða.




Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?