Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 12

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.04.2023 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar
Fyrir stjórn vatnsveitu liggur fyrir minnisblað um hvernig staðið hefur verið að yfirtöku sveitarfélags á öðrum einkaveitum þ.e vatnsveitufélag Berglind og vatnsveitu Grásteins
Afgreiðsla: stjórn vatnsveitu felur starfsmanni að setja upp drög af samning í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við yfirtöku á öðrum einkaveitum í Ölfuss og leggja fyrir nefndina.
2. 2304030 - Vinna við vatnsveitur sveitarfélagsins
Vatnsveitustjóri fór yfir verkefnastöðu fyrir 2023. Mikil þörf er á að fara í lekaleit á lögnum vatnsveitu Berglindi og rennslismæla uppsetningu í dreif- og þéttbýli
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu óskar eftir að pípulagningarmaður sveitarfélagsins verði færður undir vatnsveitu tímabundið til að sinna þessari vinnu. Frá og með 1.maí.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?