Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 406

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4
Áður á dagskrá bæjarráðs 28.09.2023 þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum varðandi samstarfsaðila og fjármögnun verkefnisins.

Fulltrúar frá Ölfusborg, Rakel Helgadóttir og Sindri Grétarsson, og fulltrúar frá Stofnhúsum, Jónas Halldórsson og Jónas Páll Viðarsson, komu inn á fundinn og kynntu áform sín varðandi verkefnið.

Bæjarráð þakkar kynninguna.
2. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027.
Fyrir bæjarráði lágu forsendur fjárhagsáætlunar 2024 til staðfestingar. Þar kemur m.a. fram að gert sé ráð fyrir að útsvar fyrir árið 2024 verði óbreytt frá því sem verið hefur eða 14,74%. Fjölgun íbúa og áætluð hækkun útsvarsstofns skili engu að síður um 235 milljónum meira en á yfirstandandi ári.

Áætlunin gerir ráð fyrir 5,3% meðaltalsverðbólgu á árinu 2024. Gjaldskrár eru hækkaðar um 7,7% sem er hækkun verðbólgu frá ágúst 2022 til ágúst 2023.

Fasteignagjöld, almenn lóðaleiga, vatnsgjald, fráveitugjöld, sorphirðugjöld og gatnagerðargjöld verða óbreytt á milli ára.

Forsendur gera ráð fyrir hækkun launa um 7,2% og að styrkir til félagasamtaka innan sveitarfélagsins fylgi verðlagsþróun og hækki almennt um 7,7%. Þá eru frístundastyrkir hækkaðir úr 48.000 kr. á barn í 52.000 kr.


Bæjarráð samþykkir þær forsendur sem fram koma í fyrirliggjandi gögnum og þann ramma sem þær skapa fyrir gerð fjárhagsáætlunar og rekstur komandi ára.

Samþykkt samhljóða.
3. 2309059 - Ósk um breyttan opnunartíma þjónustumiðstöðvar
Umhverfisstjóri leggur fram tillögu að breyttum opnunartíma þjónustumiðstöðvar og að sett verði á bakvaktarkerfi.
Vinnutími í þjónustumiðstöðinni er eftirfarandi:
Mánud.- fimmtudags: 7:30-12:00 og 12:30-17:00
Föstudagar: 7:30-15:45
Lagt er til að eftir breytingu verði hann eftirfarandi:
Mánud.- fimmtudags: 7:30-12:00 og 12:30-16:00
Föstudagar: 7:30-15:45

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á vinnutíma en felst ekki á þörfina fyrir bakvaktir. Í því samhengi er bent á að sveitarfélagið er þegar með bakvaktir allar nætur við Þorlákshöfn og telur mikilvægt að kanna til hlítar hvort að möguleiki sé að nýta það úrræði til að annast bakvaktir fyrir þjónustumiðstöðina.

Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá framkvæmda- og hafnarráði.

Samþykkt samhljóða.
4. 2310030 - Breytingar á snjómokstursreglum í dreifbýli
Umhverfisstjóri leggur fyrir drög að nýjum reglum um snjómokstur í dreifbýli.
Bæjarráð vísar umfjöllun um efnið til nýstofnaðrar dreifbýlisnefndar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2310034 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Hvolsvegar í Ölfusi
Erindi frá Vegagerðinni dags. 16.10.2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Hvolsvegar (370-60-01) í Ölfusi.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar dreifbýlisnefndar.

Samþykkt samhljóða.
6. 2310045 - Beiðni um viðauka - ljóskastarar
Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun frá umhverfisstjóra vegna kaupa á nýjum ljóskösturum (lýsing á trjám við Ölfusbraut). Kostnaður við nýja lampa er kr. 815.000 án vsk og kostnaður við uppsetningu er um kr.250.000. Kostnaður alls kr. 1.260.000.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum að vinna viðauka vegna framkvæmdarinnar.

Samþykkt samhljóða.
7. 2310035 - Beiðni um styrk - Strókur
Erindi frá klúbbnum Stróki, virkni- og endurhæfingarúrræði, þar sem óskað er eftir styrk vegna starfseminnar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
8. 2310041 - Beiðni um styrk - Aflið
Beiðni frá Aflinu um styrk að fjárhæð kr. 150.000.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
9. 2310044 - Jafnvægisvogin 2023
Sveitarfélagið Ölfus hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), en verkefnið snýst um að jafna hlut kynjanna í stjórnun fyrirtækja og stofnana.

Jafnvægisvogin hefur það markmið að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja og stofnana í íslensku viðskiptalífi þannig að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum. Jafnframt er verkefninu m.a. ætlað að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Á árlegri ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar sem að þessu sinni bar yfirskriftina ,,Við töpum öll á einsleitninni - jafnrétti er ákvörðun" voru veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem náð hafa markmiðum Jafnvægisvogarinnar en mat á árangri er í höndum sérstaks jafnvægisvogarráðs. Á ráðstefnunni var jafnframt kynnt mælaborð sem varpar ljósi á stöðuna í jafnréttismálum í atvinnulífinu í dag og þá voru flutt erindi sem snerta jafnréttismál á breiðum grunni.

Að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Bæjarráð fagnar þessum árangri og telur hann til marks um það gæða starf sem unnið er í stofnunum sveitarfélagsins.
10. 2310043 - Ágóðahlutagreiðsla 2023 Brunabótafélag Íslands
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu félagsins fyrir árið 2023 alls 50 miljónir kr. og er hlutdeild sveitarfélagsins í henni 1,585% eða 792.500 kr.
Lagt fram til kynningar.
11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
238.mál - Umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
315.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?