Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 381

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 og drög að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023-2026.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnafulltrúi H - lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Drög sem lögð eru fyrir að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023-2026 eru á engan hátt nógu upplýsandi eða ítarleg til að hægt sé að gera sér grein fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem þarf að eiga sér stað við gerð fjárhagsáætlunar. Ferlið eins og því er lýst í tímarammanum er ófyrirsjáanlegt og ekki til þess fallið að þeir fjölmörgu aðilar sem þurfa að koma að vinnunni átti sig á hlutverki sínu. Til samanburðar bendi ég á skjalið Samþykkt um verkferli fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2022-2025 (https://www.reykjanesbaer.is/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2021/254/2.2-verkferli-fjarhagsaaetlunar-reykjanesbaejar-2022.pdf) þar sem finna má ítarlega lýsingu á verkferlum, hlutverkum ólíkra aðila og tímalínu.

Þetta samræmist á engan hátt eðlilegum kröfum um gagnsæ nútímaleg vinnubrögð og augljóst að hér þarf að vanda betur til verka.

Grétar Ingi Erlendsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir:
Það kann að koma nýkjörnum bæjarfulltrúa á óvart en fjárhagsáætlanir þessa sveitarfélags hafa verið unnar ítrekað áður. Í gegnum tíðina hafa bæjarfulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins unnið eftir viðurkenndum stöðlum og vinnureglum sem styðjast fyrst og fremst við lög og ábendingar endurskoðenda sveitarfélagsins.
Skjalið sem áheyrnarfulltrúinn vísar í er allra góðra gjalda vert enda vísar það til þeirra laga sem gilda um gerð fjárhagáætlanna allra sveitarfélaga, þar með talið skilgreiningar og lýsingar á hlutverki hvers og eins.

Undirrituð harma sérstaklega þann hroka sem starfsmönnum sveitarfélagsins og kjörnum fulltrúum er sýndur með því saka þá um slæleg vinnubrögð sem „...samræmast á engan hátt eðlilegum kröfum um gagnsæ nútímaleg vinnubrögð“.


Eftirfarandi afgreiðsla borin upp og samþykkt einróma:
Bæjarráð samþykkir tímaramma vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og þakkar upplýsingar um forsendur þær sem kynntar eru í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2. 2207038 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Egilsbrautar 9
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 var gert ráð fyrir 2,5 millj.króna í viðhald íbúða á Egilsbraut 9. Breyttar aðstæður hafa orðið til þess að þurft hefur að fara í mun meiri endurnýjun og viðhald en gert var ráð fyrir og er því óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun kr.3 milljónir.
Bæjarráð samþykkir erindið
3. 2208048 - Málefni fatlaðs fólks - erindi frá Byggðaráði Skagafjarðar
Fyrir bæjarráði lá afrit af bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá 24.ágúst þar sem fagnað er skipan starfhóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Auk þess er lögð áhersla á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans.
Bæjarráð Ölfuss tekur undir bókun byggðaráðs Skagafjarðar.
4. 2208045 - Framkvæmdir við leik- og grunnskóla í Hveragerði 2022.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Hveragerðisbæ þar sem gerð er grein fyrir sameiginlegum fjárfestingum sveitarfélaganna vegna samreksturs- og sameignarforms þeirra í öllum fræðslumannvirkjum í Hveragerði. Heildarkostnaðurinn er um 186 milljónir og hlutfall Ölfuss þar af 21.240.000.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum sínum að gera ráð fyrir tilgreindum kostnaði.
5. 2208043 - Vindorka - samráðsferli um nýtingu vindorku
Erindi frá starfshópi sem skipaður var til að gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Í skipunarbréfi starfshópsins er sérstaklega tiltekið að hann skuli vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Þá sé gert ráð fyrir samráði við hagaðila, hlutaðeigandi ráðuneyti eða stofnanir eftir því sem við á. Því er hér með óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins á málefninu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?