Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 43

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 4 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1, 2, 3 og 4 og fjallar það fyrsta um heimild til uppbyggingar við Hótel Kviku (sem áður hét Hótel Krókur. Mál 2 er fyrirspurn um gistingu við Vesturbakka sem er athafnasvæði. Mál 3 er fyrirspurn um hvort heimilt sé að sleppa stöllun raðhúss við Elsugötu og mál 4 um heimild til að stofna lóð fyrir spennistöð við fiskverkunina Auðbjörgu að Óseyrarbraut 18. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301003 - DSK Kvika - Fyrirspurn um uppbyggingu við Hótel (áður Hótel krókur)
Jón M Halldórsson, byggingarfræðingur spyr hvort heimilað verði að deiliskipuleggja lóð Hótel Kviku þannig að byggja megi við hótelið í samræmi við uppdrætti í viðhengi.
Lóðin er ó-deiliskipulögð.

Afgreiðsla: Nefndin heimilar að eigendur láti vinna deiliskipulagstillögu sem gerir ráð fyrir uppbyggingu í samræmi við uppdrætti sem lagðir eru fram. Vakin er athygli á því að ef fara á nær lóðarmörkum með byggingarreiti en 10 metra þarf samþykki viðkomandi nágranna að liggja fyrir.
2. 2301004 - Fyrirspurn um gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1
Forsvarsmenn Ölfusborga ehf spyrja hvort heimilt sé að útbúa gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1 í Þorlákshöfn.
Svæðið er athafnasvæði skv. aðalskipulagi og er deiliskipulag í gildi.

Afgreiðsla: Frestað.
3. 2301005 - Fyrirspurn um stöllun raðhúss Elsugata 13-17
Spurt er hvort heimilað verði að setja raðhúsið að Elsugötu 13-15-17 á einn "pall" en byggingarreitir mismunandi íbúða trappast um 10 cm milli íbúða skv. lóðarblaði. Þannig er munur á gólfplötu þeirrar íbúðar sem stendur hæðst og lægst 20 cm. Hæðarmunurinn kemur fram á lóðarblaði hússins.
Afgreiðsla: Synjað. Stöllun hússins er hluti af hönnun hverfisins. Nefndin mælir eindregið með því að þakið verði stallað á sama hátt og gólfið.
4. 2301002 - Stofnun lóðar fyrir spennistöð Óseyrarbraut 18 DRE
Rarik óskar eftir að stofna lóð fyrir spennistöð út úr lóðinni Óseyrarbraut 18 í samræmi við lóðarblað sem Sigurður Jakobsson hefur unnið.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóðina enda sé það í samræmi við óskir lóðarhafa.
5. 2212036 - ASK Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2020-2036
Við lokauppsetningu aðalskipulags skolaðist greinargerð skipulagsins aðeins til. Þetta á sérstaklega við kaflann sem fjallar um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi. Sá kafli varð, fyrir mistök, töluvert öðruvísi í endanlegu útgáfunni í því skipulagi sem tók gildi en í þeirri útgáfu sem var auglýst. Svo virðist sem Almennu skilmálarnir fyrir frístundabyggð í kafla 4.1.2 hafi verið endurteknir í kafla 4.1.3 í stað þeirra sem sveitarstjórn hafði samþykkt þegar tillögunni var skilað inn til samþykktar Skipulagsstofnunnar. Þar sem verulegur munur er á heimildum til uppbyggingar þarf að laga þetta.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2201044 - DSK Deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga Vesturbyggð - Vesturberg
Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars er nú sýnt helgunarsvæði rafstrengs í jörðu, skipulagsgögn sett fram sem breyting á skipulagi fyrri áfanga en ekki sem sjálfstætt deiliskipulag. Skilmálar fyrri áfanga eru færðir inn og skipulagsmörkum hefur verið breytt til samræmis við það að um breytingu á skipulagi en ekki sjálfstætt skipulag sé um að ræða.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 2207006 - DSK Hveradalir
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að tillagan hefði verið samþykkt í sveitarstjórn á undan nýju aðalskipulagi. Eins barst seinkuð athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti í 3 liðum við tillöguna.
Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdirnar eftir því sem við á.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði
Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars hefur íbúðum í húsinu verið fækkað í 35.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
9. 2203018 - DSK - Breyting á deiliskipulagi Mói -Hnjúkamói 2 og 4
Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar, en Umhverfisstofnun kom með ábendingu varðandi hraun á svæðinu. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag samkvæmt 2. málsgr. 41. greinar skipulagslaga. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Nefndin ítrekar fyrir afstöðu sveitarfélagsins um hraunið og hraunmyndanir á svæðinu.
10. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting
Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina. Hæð húsa á svæðinu hefur verið lækkuð úr tveim hæðum í eina hæð vegna ábendinga frá íbúum í nágreninu sem komu eftir að auglýsingatíma lauk.
Afgreiðsla: Frestað.
11. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging
Tillagan kemur nú í annað sinn fyrir nefndina. Hún hefur verið auglýst áður án athugasemda. Það var frá 2. febrúar til 16. mars 2022 fyrir auglýsingu nýs aðalskipulags. Þar sem tillagan nýtir rýmri heimildir nýs aðalskipulags til uppbyggingar á landbúnaðarlandi þarf að fjalla um hana aftur.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar eða 3. málsgrein 41. og 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. eftir því sem þörf er á.
12. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Tillagan hefur áður verð auglýst án athugasemda frá 1, desember 2021 með athugasemdafresti til 13 janúar 2022. Þar sem hún nýtir heimildir sem nýs aðalskipulags sem nýlega var staðfest gafst ekki tími til aðganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests og því þarf að auglýsa hana aftur. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina.
Þess skal getið að áður hefur verið samþykkt að heimila enduruppbyggingu skálans sem á sér skemmtilega sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árunum áður. Skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
13. 2212007 - Heinaberg 24 fyrirspurn um nýjan bílskúr
Eigandi óskar eftir að byggja allt að 80 fermetra bílskúr á lóð sinni við Heinaberg 24. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en handan götunar er skipulag þar sem meðal annars er fjallað um heimildir til að endurbyggja bílskúra og hámarks nýtingarhlutfall þar er 0,35.

Húsið sem stendur á lóðinni er 181,3 fermetrar og lóðin 650,9 fermetrar skv. skráningu Þjóðskrár (Mannvirkjastofnunar).
80 fermetra stækkun er liðlega 44% aukning á byggingarmagni lóðarinnar og nýtingarhlutfall yrði 0,4 en er tæplega 0,28.

Afmörkun lóðarinnar sem fyrri húseigendur hafa markað með gerði, er nokkuð utan þeirra lóðamarka sem lóðarblaðið sýnir einmitt þar sem lóðareigandinn hyggst reisa umræddan bílskúr.

Afgreiðsla: Samþykkt, með þeim skilyrðum að bílskúrinn fari ekki út fyrir lóðarmörk samkvæmt lóðarblaði og nýtingarhlutfall fari ekki yfir 0,35 með grenndarkynningu nema lóðin verði deiliskipulögð og nýtingarhlutfall verði að hámarki 0,4.
14. 2212025 - Slóði frá Karlsminni fyrir skógrækt
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Þorlákshafnar og Ölfuss um veglóða til skógræktar. Félagið sækir um heimild til að leggja slóða frá bifreiðastæðinu við Karlsminni norðan Skýjaborga að reiðslóða sem liggur upp gegnum skóginn samhliða gamla Þorlákshafnarvegi. Gróf mynd af fyrirhuguðu slóðasvæði er í viðhengi en nákvæm staðsetning verður þó ákveðin eftir aðstæðum á staðnum svo slóðinn falli sem best inn í landslagið.
Afgreiðsla: Slóðinn samþykktur.
15. 2212014 - GeoSalmo - umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um umhverfismatsskýrslu sem fjallar um mat á umhverfisáhrifum fiskeldisstöðvar Geo Salmo vestan Þorlákshafnar.
Nefndin hefur áður fjallað um matsáætlun vegna verkefnisins og þá var eftirfarandi bókað:
Sveitarfélagið Ölfus telur skýrsla geri ágætlega grein fyrir því hvernig framkvæmdaaðili hyggst vinna að umhverfismat. Sveitarfélagið bendir á mikilvægi þess að fjallað verði um hugsanlega ljósmengun frá stöðinni og hvernig komið verði í veg fyrir hana. Jafnframt mikilvægi þess að útrásir til sjávar hefti ekki gönguleiðir meðfram ströndinni neðan stöðvarinnar og að þær haldist opnar eftir sem áður. Einnig hvernig eftirlit verði haft með virkni hreinsibunaðar útrásar, m.a. með sýnatöku í frárennsli. Frárennsli stöðvarinnar er stutt frá ósum Ölfusár og þar fara um þúsundir laxfiska (lax, sjóbirtingur, sjóbleikja) á hverju ári. Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska. Sveitarfélagið telur að ristar/sleppigildrur skulu vera við hvert ker sem og í sameiginlegu frárennsli stöðvarinnar. Einnig telur sveitarfélagið að lífrænan úrgang frá stöðinni (dauð seiði, fóðurafgangar, seyra úr tromlusíu o.s.frv.) skuli ekki geyma undir beru lofti heldur ávallt í lokuðum gámum/ílátum.

Einnig er deiliskipulag vegna verkefnisins til meðferðar hjá sveitarfélaginu og er til auglýsingar um þessar mundir.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við matsskýrsluna eins og hún er sett fram en telur þó að á henni séu nokkrir ágallar.

Nefndin telur þó miður hve lítið rými ljósmengun fær í skýrslunni þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi bent sérstaklega á að það teldi að umhverfismatið skuli fjalla um ljósmengun í umsögn sinni um matsáætlun. Ekki er tekið á hvernig komið verði í veg fyrir ljósmengun í þeim örfáu línum sem fjalla um hana í kaflanum um hljóðvist. Í matskýrslunni segir: "Lýsing innan framkvæmdasvæðis kemur helst frá gróðurhúsum. Lýsingin mun sjást frá Suðurstrandarvegi og göngu- og reiðleið sem liggur um svæðið. Við ákveðin skilyrði má búast við að lýsing sjáist frá Þorlákshöfn en áhrifin eru talin óveruleg. Önnur lýsing innan svæðis verður hefðbundin lýsing við innganga og vinnusvæði". Nær væri að fjalla um hvernig komið verði í veg fyrir óþarfa ljósmengun, til dæmis með því að beina ljósi frá niðurá við og frá alfaraleið og Þorlákshöfn.

Ágætleg er gerð grein fyrir útivist í skýrslunni og gönguleið milli stöðvarinnar og sjávar. Einnig er farið að þeim tilmælum sveitarfélagsins að hafa ristar/sleppigildrur við hvert ker.
Sveitarfélagið telur jákvætt hvernig fjallað er um grunnvatnsauðlindina og nýtingu hennar.

Ekki verður séð að fjallað sé um þá sjálfsögðu kröfu sveitarfélagsins að úrgangur verði geymdur innandyra, heldur er vísað í að farið verði eftir lögum um hollustuhætti og fjallað um ríkjandi vindáttir. Sveitarfélagið vill benda á að samkvæmt skýrslunni blæs vindur í tæplega 10% tilfella frá stöðinni, til Þorlákshafnar og því ærin ástæða til að hafa áhyggjur af lyktmengun.

Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvaldið á lóðinni.
16. 2212033 - Arnarbæli stofnun lóðar fyrir fjarskiptamastur sem þegar er byggt.
Sýn hf óskar eftir að stofna tæplega 100 fermetra lóð umhverfis fjarskiptamasturs við Arnarbæli. Heimildir eru í aðalskipulagi fyrir fjarskiptamöstrum en þar segir í kafla 6.5:
Á landbúnaðarsvæðum, óbyggðum svæðum og skógræktar- og landgræðslusvæðum er heimilt að reisa allt að 35 m há fjarskipta-möstur ásamt aðstöðuhúsi allt að 25 m², lögnum og vegum (sjá nánar í kafla 4.1.11.).
Og í kafla 4.1.11 segir:
Fjarskiptamöstur, allt að 35 m há ásamt aðstöðuhúsi allt að 25 m², lögnum og vegtengingum að þeim. Gert er ráð fyrir að skoðað verði í hverju tilfelli fyrir sig hvort og þá hvar fjarskiptamöstur verða heimiluð. Meðal annars verður tekið tillit til hljóðvistar og fjarlægðar frá landamerkjum, öðrum mannvirkjum, sýnileika og áhrifa á náttúru og landslag.
Ekkert deiliskipulag er í gild á umræddu svæði.

Afgreiðsla: Stofnun lóðar heimiluð þar sem fjallað er ítarlega um heimildir til að reisa möstur allt að 35 m há í aðalskipulagi. Heimild landeiganda upprunalands þarf að liggja fyrir áður en lóðin er stofnuð.
17. 2212031 - Eima - kæra vegna skipulagsmáls
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá eiganda Eimu í Selvogi vegna málsmeðferðar nefndarinnar og skipulagsfulltrúa. Eigandi Eimu telur að deiliskipulagi sem hann lagið fram og tekið var til umfjöllunar á 39. fundi nefndarinnar í október hafi verið synjað þar sem verið væri að bíða eftir nýju aðalskipulagi og sökum "vanþekkingar og sinnuleysis" starfsmanna sveitarfélagsins.

Síðan málið var tekið fyrir á októberfundi nefndarinnar hefur nýtt aðalskipulag með nokkuð rýmri heimildum hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarlandi tekið gildi.
Það er rétt að geta þess að íslensk lög heimila ekki að deiliskipulaggja umfram heimildir aðalskipulags.

Samkvæmt tillögunni mátti byggja 6 íbúðarhús, 3 gestahús og 3 frístundahús á svæðinu sem er um 28 hektarar. Samkvæmt tillögu að nýju aðalskipulagi er heimilt á landi sem er yfir 3 hektarar að deiliskipuleggja fyrir fjögur íbúðarhús og fjögur frístundahús og t.d. skemmu, gróðurhús, gripahús og önnur hús til landbúnaðarnota

Tillagan að deiliskipulagi sem lögð var fram um uppbyggingu í landi Eimu samræmdist því hvorki þáverandi né núverandi aðalskipulagi hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarlandi eins og fram kom í bókun nefndarinnar á fundinum í október en þá var bókað:

Afgreiðsla 39. fundar í október: Synjað. Nefndin ítrekar fyrri niðurstöðu nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags. Svæðið er hverfisverndað og það er stefna sveitarfélagsins að unnið verði deiliskipulag af öllu svæðinu áður en frekari uppbygging verði leyfð. Að auki bendir nefndi á að sú útbygging sem óskað er eftir sé umfram heimildir aðalskipulags. Nefndin telur ákjósanlegra að á svæðinu verði deiliskipulagt fyrir 4 stök frístundahús sem yrðu á sérlóðum í samræmi við heimildir í tillögu að nýju aðalskipulagi en samkvæmt henni má byggja 4 frístundhús á landi af þeirri stærð sem hér um ræðir.
Skipulagsfulltrúi hefur leitað til lögmanns sveitarfélagins um að bregðast við kærunni innan tilskilins frests.

Afgreiðsla: Lagt fram
Fundargerð
18. 2211009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 43
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram.
18.1. 2211040 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Hnjúkamói 8
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 8 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 06.11.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.2. 2211041 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettamói 5
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 06.11.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.3. 2211042 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Reykjabraut 5
Kristján Andrésson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir viðbyggingu við núverandi hús samkv. teikningum dags. 28.10.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.4. 2108054 - Akurholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson sækir um byggingarleyfi f/h landeiganda fyrir frístundarhúsi á lóð, samkv. teikningum frá Húsey teikni-og verkfræðistofa dags. 12.08.2021
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
18.5. 2211043 - Umsókn um stöðuleyfi
Steypustöðin sækir um stöðuleyfi fyrir færanlegri steypustöð innan lóðar Landeldis við Laxabraut 17. Fyrir liggur samþykkt lóðarhafa.
Afgreiðsla: Samþykkt.
19. 2212004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 44
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram.
19.1. 2210032 - Umsókn um stöðuleyfi
Sveinn Arnar Reynisson sækir um stöðuleyfi á lóðina Hafnarskeið 6 fyrir frístundarhúsi í smíðum
Afgreiðsla: Samþykkt
19.2. 2212004 - Umsókn um stöðuleyfi
Björgvin Ásgeirsson sækir um stöðuleyfi á land Hlíðartungu fyrir frístundarhúsi í smíðum
Afgreiðsla: Samþykkt
19.3. 2211044 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur , Oddabraut 9
Lárus Kristinn Ragnarsson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir kvist norðan megin á húsið og svalir sunnan megin samkv. teikningum dags.28.10.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
19.4. 2212028 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Laxabraut 21 mhl.2
Jón Hrafn Hlöðversson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 16 saltvatns eldiskerjum fyrir laxeldi, ásamt tilheyrandi vatnsmiðlunartönkum samkvæmt uppdráttum frá Mansard teiknistofa ehf. dags. 26.04.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
19.5. 2212029 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Norðurvellir 11
Sverrir Ágústsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir Dreifistöð á einni hæð, samkvæmt uppdráttum frá T.ark arkitektar. dags. 14.12.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
19.6. 2212021 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Bær
Geir Höskuldsson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu á einni hæð, samkvæmt uppdráttum frá Arn-verk ehf. dags. 28.11.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
19.7. 2212020 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hafnarskeið 14
Jón Davíð Ásgeirsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir Iðnaðarhúsi á einni hæð, samkvæmt uppdráttum frá JDA ehf. dags. 05.12.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?