Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 43

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.09.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka vegna kaupa og uppsetningu á eftirlitsmyndavélum á geymslusvæðið við smábátahöfnina. Áætlaður kostnaður er 10 milljónir efni og uppsetning.
Afgreiðsla: FH samþykkir beiðni um viðauka
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1.
Verkfundargerð 41 lögð fram til kynningar.
Verkstaða.
Skessan er að vinna í dýpkun. Búið að grafa skurð að landi. Heildarlengd komin í um 100 metra. Dýpkunin er stíf og hefur ekki náð fullu dýpi en skurðurinn hefur náðst í fullt dýpi. Komnir með bermu að stöð 710 og toppur 750. Komnir rétt út fyrir kverk við röðun landgarðs. Byrjaðir á Austurgarði. Grafa Cat 345 vinnur við að grafa frá stóru gröfunni og grófflokka uppmoksturinn. Steinar fara í fyllingu hafnarkvíar en fínna efni í fyllingu á bak við stálþil. Litla skessan er að vinna í raða í brimvarnargarðgarð.Verktaki er að vinna í námu svæði 3-4 N. Klöpp lítur ágætlega út. Nýting svipuð 20% í flokki I og II.Verktaki er orðinn um mánuð á eftir áætlun.Næsti 2 vikur:Verktaki gerir ráð fyrir að hefja vinnu við Austurgarð, dýpka og byrja á haftinu og raða grjóti í Aðalgarð.Haldið verður áfram að vinna í námu 3-4N.Uppfærð liggur ekki fyrir frá 10.6. með nýtingu grjóts. Sent uppfært 30.8. Samkvæmt borskýrslum til 22.8. 2023 er búið að sprengja um 374 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar. Skv. skýrslu eru komnir 740 steinar í fl. I (áætlað 940) og um 2543 í flokk II (áætlað um 4400, líklega oftalið) til 11.8. Búið er að mala um 51 þús. rúmmetra fyrir Landeldi.Í lok júní var búið að keyra út í garð um 273 þús. m3 skv. reikningum og á lager um 85 þús. m3 með mölun fyrir Landeldi. Með endurskoðun á hönnun þá er heildarmagn í fl.1 13.800m3 um 1200 steinar og í 2 fl. 35.200 m3 um 6300 steinar.

Afgreiðsla: Lagt fram
3. 2209001 - Svartaskersbryggja endurbygging þekju
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundargerð 5 lögð fram til kynningar.
Verkstaða

Lagnavinnu er lokið og búið er að fylla yfir lagnaskurði.
Búið er að steypa um 680 m2 af þekju.
Verið er undirbúa fyrir næstu steypu, eftir er að leggja efri járnagrindina. Búið er að tvöfalda mótaslátt fyrir rafbúnaðarhúsi.

Afgreiðsla: Lagt fram
4. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðsstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.
1. Nýr leiksskóli
2. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn
3. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki
4. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut
5. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
6. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
7. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
8. Framkvæmdir Egilsbraut 9
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar

Afgreiðsla: Lagt fram.
Sviðsstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.

Afgreiðsla: Nefndin ræddi sérstaklega óhóflegar tafir á verklegum framkvæmdum við Vesturberg. Fyrir liggur að verulegar tafir hafa orðið og telur nefndin mikilvægt að upplýsa vandlega hvað valdið hefur. Nefndin felur því sviðsstjóra að kalla eftir ítarlegu minnisblaði frá TSÁ sem haft hefur eftirlit með verklegum framkvæmdum í Vesturbergi þar sem vandlega er gerð grein fyrir því hvað skýrir hinar óhóflegu tafir á gatnagerð og leggja það fyrir næsta fund nefndarinnar. Þá beinir nefndin því til bæjarstjórnar að veita 4 mánaða greiðslufrest gatnagerðargjalda frá 14 nóvember 2023 enda ljóst að til dagsins í dag eru stofnlagnir ekki allar komnar að lóðamörkum.

Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.

1. Nýr leiksskóli. Lokið er við fleygun. Unnið við fyllingu undir hús.
2. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn. Framkvæmdum er lokið.
3. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki. Framkvæmdum lokið að mestu, eftir að ganga frá torfi á opnu svæðin og tengja lýsingu við göngustíg.
4. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut. Framkvæmdum lokið að mestu, eftir að ganga frá torfi á opnu svæðin og ganga frá lýsingu við göngustíg.
5. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi.
Verkstaða: Selvogsbraut: Búið að sjóða saman hitaveiturör að fjölbýlishúsum, eftir að hólka og frauða. Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Búið að reisa ljósastaura og setja upp lampa, verið að vinna við tengingar. Verið að fleyga veituskurð fyrir rafmagn við göngustíg í gegnum hverfið. Bárugata vestanverð: Búið að leggja allar veitulagnir, fjarskipti, hitaveitu og rafmagn. Búið að reisa ljósastaura. Bárugata austanverð: Búið að leggja hitaveitulögn frá Selvogsbraut að Fríðugötu og sjóða saman pípur, hólka og frauða, eftir að leggja heimtaugar. Verið að fleyga og grafa veituskurð í framhaldinu. Elsugata: Verið að fleyga í veituskurði og keyra fyllingu í götu. Búið að leggja hitaveitustofn í skurð, tilbúinn fyrir samsuðu. Fríðugata: Verið að klára heimæðar hitaveitu, eftir að hólka og frauða. Gyðugata: Veituskurður tilbúinn fyrir hitaveitu.
Áætlun næstu 2-ja vikna: Selvogsbraut: Klára hitaveitulagnir og aðrar lagnir, loka veituskurðum og ganga frá yfirborði. Bárugata vestanverð: Setja upp lampa á ljósastaura og leggja ljósastrengi og klára aðrar lagnir. Loka veituskurðum. Bárugata austanverð: Gera klárt fyrir hitaveitu og leggja áfram frá Fríðugötu. Elsugata: Klára veituskurð og leggja hitaveitu. Keyra fyllingu í götu. Fríðugata: Klára að leggja hitaveitu og gera klárt fyrir aðrar veitulagnir. Gyðugata: Klára að leggja hitaveitu og gera klárt fyrir aðrar veitulagnir.
6. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Framkvæmdir hefjast um leið og áfangi 1 klárast.
7. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Framkvæmdir eru hafnar.
8. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Framkvæmdir eru á lokametrunum, verktaki gerir ráð fyrir að skila verkinu af sér í vikunni.
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Verið er að skoða mögulega færslu á hreinsistöðinni norðar við enda núverandi grjótgarðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?