| |
1. 2404124 - Íbúakosning | |
Bæjarráð þakkar kjörstjórn fyrir afar vönduð og vel unnin störf við framkvæmd íbúakosningarinnar. Lýst er yfir ánægju með hversu vel tókst til við kosninguna, bæði hvað varðar skipulag og framkvæmd og það ríka lýðræðislega umboð sem fékkst til að vinna málið áfram í samræmi við niðurstöðu kosninga. | | |
|
2. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar | |
Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í erindi North Ventures ehf. og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun framlengingar á viljayfirlýsingu til 1. júlí 2026, í samræmi við framkomnar óskir og fyrri samkomulög aðila.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs | |
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til efnislegrar umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2412028 - Skólaþjónusta við börn úr Grindavík | |
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir erindi Framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við framkomnar forsendur um greiðslu skólakostnaðar fyrir skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að stuðla að farsæld og stöðugleika fyrir börn og fjölskyldur úr Grindavík í ljósi erfiðra aðstæðna.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2412030 - Sala á hlutum í Kuldabola ehf. | |
Bæjarráð samþykkir að selja alla hluta sína í félaginu Kuldaboli ehf. á tilgreindum forsendum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|