Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 434

Haldinn í fjarfundi,
19.12.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404124 - Íbúakosning
Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar vegna íbúakosningar sem fram fór dagana 25. nóvember - 9. desember 2024 um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar skal kjörstjórn skila skýrslu til sveitarstjórnar um framkvæmd kosninga.

Kjörsókn var 65,7% og niðurstöður kosningar voru eftirfarandi:

Já: 374 atkvæði (28,5%).
Nei: 924 atkvæði (70,5%).
Auðir og ógildir seðlar: 1%.

Bæjarráð þakkar kjörstjórn fyrir afar vönduð og vel unnin störf við framkvæmd íbúakosningarinnar. Lýst er yfir ánægju með hversu vel tókst til við kosninguna, bæði hvað varðar skipulag og framkvæmd og það ríka lýðræðislega umboð sem fékkst til að vinna málið áfram í samræmi við niðurstöðu kosninga.
2. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
Lögð var fram stöðuskýrsla frá North Ventures dags. 03.12.2024 vegna viljayfirlýsingar um lóð og áframhaldandi samvinnu. Í skýrslunni er farið er yfir framvindu verkefnisins um stórt gagnaver í Ölfusi. North Ventures óskar eftir framlengingu á gildandi viljayfirlýsingu, sem upphaflega var undirrituð haustið 2022 og framlengd til ársloka 2024, til 1. júlí 2026. Erindið felur í sér áframhaldandi forgangsrétt NV til leigu á 50 hektara athafnalóð með möguleika á stækkun.

Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í erindi North Ventures ehf. og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun framlengingar á viljayfirlýsingu til 1. júlí 2026, í samræmi við framkomnar óskir og fyrri samkomulög aðila.

Samþykkt samhljóða.
3. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Vélhjóladeild UMF Þórs vegna aðstöðu deildarinnar þar sem m.a. kemur fram beiðni um úrbætur á aðstöðu vélhjóladeildar Þórs, sem felur í sér lagfæringu á aðkomuvegi, tengingu rafmagns og vatns við aðstöðuhús og heimild til lokunar vegar með hliði til að vernda svæðið.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til efnislegrar umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2412028 - Skólaþjónusta við börn úr Grindavík
Lagt er fram erindi frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, dags. 4. desember 2024, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir útfærslu á greiðslu skólakostnaðar Grindvískra barna sem sækja skóla í Sveitarfélaginu Ölfusi skólaárið 2024-2025.

Í erindinu kemur fram að greitt verði þriðjungur af viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir almenna skólavist. Kostnaður vegna sérstakrar aðstoðar eða aukins stuðnings, s.s. sérfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir innflytjendur, verði greiddur samkvæmt reikningi.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir erindi Framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við framkomnar forsendur um greiðslu skólakostnaðar fyrir skólaárið 2024-2025.

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að stuðla að farsæld og stöðugleika fyrir börn og fjölskyldur úr Grindavík í ljósi erfiðra aðstæðna.

Samþykkt samhljóða.
5. 2412030 - Sala á hlutum í Kuldabola ehf.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Lex lögmönnum f.h. Sjávarsýnar og stjórnar Kuldabola ehf. um sölu á hlutum Þorlákshafnarhafnar í Kuldabola. Með bréfinu er sveitarfélaginu formlega boðið að ganga til samninga við Sjávarsýn ehf. um sölu á hlut sínum í Kuldabola á sömu kjörum og samið var um við sölu á 93,64% af útgefnu hlutafé félagsins

Um er að ræða hlut að verðmæti 1.997.282. Tilboðið stendur til boða til kl. 16:00 þann 20. des. nk.

Bæjarráð samþykkir að selja alla hluta sína í félaginu Kuldaboli ehf. á tilgreindum forsendum.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?