Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 410

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.12.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304049 - Útistofa við Bergheima
Niðurstöður verðkönnunar fyrir undirstöður fyrir færanlega kennslustofu og beiðni um viðauka vegna verksins.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að vinna viðauka vegna verksins og ganga frá samningum við lægstbjóðanda vegna þess.

Samþykkt samhljóða.
2. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4
Niðurstaða greiningarvinnu endurskoðenda sveitarfélagsins varðandi fjárhagslega getu mögulegra framkvæmdaaðila við Hnjúkamóa 2-4. í fyrirliggjandi minnisblaði kemur fram að út frá fyrirliggjandi gögnum hafi ekkert komið fram sem bendir til annars en að framkvæmdaraðilar, eins og þeir hafa verið skilgreindir í minnisblaðinu, hafi fjárhagslega getu til að takast á við fyrirhugaðar framkvæmdir að Hnjúkamóum 2-4.
Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að ganga frá samningum um úthlutun Hnjúkamóa 2-4 í samræmi við afstöðu endurskoðenda sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
3. 1912038 - Lóðaúthlutanir til Þróunarfélagsins Lands ehf.
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða áfrýjunar Sveitarfélagsins Ölfuss í máli gegn Þorláksverki hf. Áður hafði sveitarfélagið verið dæmt í héraðsdómi til að greiða stefnanda tæpar 50 milljónir auk dráttarvaxta, verðtryggingar og málskostnaði (samtals nálægt 70 milljónum). Með dómsorði snéri Landsréttur afstöðu héraðsdóms við og sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum stefnanda.


Bæjarráð fagnar niðurstöðunni.
4. 2312012 - Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024. Fram kemur að Þorlákshöfn fær úthlutað 2,1% af heildarúthlutun allra byggðalaga eða 101 tonn sem er sama úthlutun og síðast.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir að óska eftir því við Matvælaráðuneytið að úthlutun byggðakvóta verði með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Þannig verði 35% skipt jafnt á milli allra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu sem skráð voru í Þorlákshöfn og hafa almennt veiðileyfi. 65% verði úthlutað eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs.

Samþykkt samhljóða.
5. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss
Lagt er til að farið verði í útboð á vátryggingum sveitarfélagsins, að Consello verði falið að vinna að útboðinu og að leið 1 skjalinu verði valin.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum sínum að standa að útboði á vátryggingum og þar með fyrirliggjandi samning við Consello.

Samþykkt samhljóða.
6. 2312008 - Umsókn um rekstrarstyrk árið 2024
Beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2024.
Sveitarfélagið Ölfus hefur styrkt Kvennaathvarfið með árlegum framlögum mörg undanfarin ár. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir styrk að fjárhæð kr. 250.000.

Samþykkt samhljóða.

7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
497.mál - frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir)
509.mál - umsögn um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
73.mál - umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
402.mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.


Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?