Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 326

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.01.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði varaforseti eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir bárust.

Einnig óskaði varaforseti eftir að tekið yrði inn með afbrigðum mál nr. 2112059 - Verkfallslisti og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2401023 - Stafræn húsnæðisáætlun Ölfuss 2024
Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2024 til samþykktar. Skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins hefur áður fjallað um og samþykkt áætlunina.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2. 2401022 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar 2024
Endurskoðun á reglum um lóðaúthlutanir í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Endurskoðaðar reglur um lóðaúthlutanir lagðar fyrir fundinn og samþykktar með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B- lista, Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista sat hjá.

3. 2305063 - Ráðgefandi samráð í barnavernd
Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus hafa gert með sér samning um rekstur á sameiginlegri barnaverndarþjónustu þar sem Hveragerðisbær verður leiðandi sveitarfélag.

Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Bæjarstjórn vísar málinu til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðslunefnd áður en afstaða er tekin til samningsins sem liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
4. 2211039 - Gjaldskrá vatnsveitu
Breytingar á gjaldskrá vatnsveitu. Ekki er um að ræða breytingar á gjaldskránni sjálfri, einungis á orðalagi.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
5. 2311035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 - Flokkur 1
Lýsi bað sveitarfélagið um að láta vinna deiliskipulagsbreytingu þar sem byggingarreitur yrði stækkaður. Efla hefur nú unnið breytinguna og leggur fram meðfylgjandi uppdrátt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2112059 - Verkfallslisti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða auglýsingu um störf sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2312006F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 16
Fundargerð 16.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 13.12.2023 til staðfestingar.

1. 2312020 - Heilsuefling eldri borgara - kynning. Til kynningar.
2. 2311023 - Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða. Til kynningar.
3. 2312025 - Samanburður á rekstrarkostnaði leikskóla 2022. Til kynningar.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls undir lið 3.

4. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Til kynningar.
6. 2312021 - Starfsáætlun sviðsstjóra 2024 - kynning. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fram í heild sinni og hún staðfest.
8. 2312008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 46
Fundargerð 46.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 20.12.2023 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2312042 - Ný akstursleið að Suðurvarabryggju. Til kynningar.
5. 2312018 - Vaktakerfi Þorlákshafnar. Til staðfestingar.
6. 2312040 - Fráveita - viðtakamat. Til staðfestingar.
7. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð. Til staðfestingar.
8. 2312043 - Breyting á gjaldtöku móttöku og flokkunarstöð. Til staðfestingar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2312007F - Bæjarráð Ölfuss - 411
Fundargerð 411.fundar bæjarráðs frá 21.12.2023 til staðfestingar.

1. 2312050 - Athugasemdir foreldraráði Bergheima vegna greiðslu leikskólagjalda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2312038 - Fréttatilkynning vegna tillagna starfshóps um vindorku. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2312010F - Bæjarráð Ölfuss - 412
Fundargerð 412.fundar bæjarráðs frá 04.01.2024 til staðfestingar.

1. 2304025 - Lóðarleigusamningur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2312001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 64
Fundargerð 64.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.01.2024 til staðfestingar.

1. 2312005 - Kynning frá Umhverfisstofnun. Til kynningar.
2. 2312039 - DSK breyting Vesturbyggð áfangi 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2312028 - Skíðaskálinn Hveradölum - Hveradalir Stóridalur - Breyting á lóðamörkum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2207006 - Baðlón í Hveradölum, flutningur lóns í auðlindagarð ON. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2312029 - Vallarbraut 3 - Íslenskar Fasteignir (Strandhótel) - Beiðni um að vinna DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2312058 - Umsagnarbeiðni - 10052023 Kynning matsáætlunar - Vinnslu og rannsóknarborholur í Hverahlíð II og Meitlum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2312059 - Umsagnarbeiðni - mál 9502023 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar - endurskoðun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2312060 - Umsagnarbeiðni - mál 8622023 Svæðisskipulag suðurhálendis (nýtt svæðisskipulag). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2312005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 57
Fundargerð 57.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 18.12.2023 til kynningar.

1. 2312044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarberg 32 - Flokkur 1
2. 2312002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lýsuberg 10 - Flokkur 2
3. 2312003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þrastarvegur 1 - Flokkur 1
4. 2312017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 21 - Flokkur 2
5. 2312026 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 17 - Flokkur 2
6. 2312032 - Hraunstunga lóð 9 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
7. 2312004 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
8. 2312013 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
9. 2312014 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
10. 2312015 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
11. 2312016 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
12. 2312022 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
13. 2312023 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
14. 2312024 - Umsókn um lóð - Selvogsbraut 8
15. 2312027 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 13

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. 2401005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 47
Fundargerð 47.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.01.2024 til staðfestingar.

1. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2401018 - Byggingarstjórn- og eftirlit með leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2401006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 65
Fundargerð 65.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.01.2024 til staðfestingar.

1. 2401007 - DSK Kambastaðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2401004 - Herdísarvík Tilnefning fulltrúa í samráðsnefnd. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2311035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 - Flokkur 1. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2401022 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2401023 - Stafræn húsnæðisáætlun Ölfuss 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2401003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 17
Fundargerð 17.funar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 17.01.2024 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
3. 2312050 - Athugasemdir frá foreldraráði leikskólans Bergheima. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls undir lið 4.

5. 2401013 - PISA könnun - beiðni um niðurstöður fyrir Ölfus. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2401012 - Skólaþjónusta um allt land - mótun löggjafar. Til kynningar.
7. 2401014 - Farsældarrúta BOFS skýrsla 2023. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2401004F - Bæjarráð Ölfuss - 413
Fundargerð 413.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 18.01.2024 til staðfestingar.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus. Til kynningar.
2. 2107015 - Kostnaður vegna endurskoðunar aðalskipulags. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2401026 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjöldum 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2212013 - Skólaeldhús - framtíðarsýn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2401015 - Bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
7. 2401025 - Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 10.janúar 2024. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
17. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 323.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 04.12.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu frá 14.12.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 604.fundar stjórnar SASS frá 08.12.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 94.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 68.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10.01.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?