Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 437

Haldinn í fjarfundi,
06.02.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Formaður leitaði eftir athugasemdum um fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412013 - Umferðarmat Ölfuss
Lögð er fram beiðni um auka fjárveitingu til að láta framkvæma heildstætt umferðarmat í sveitarfélaginu. Málið var tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd þar sem ákvörðun um fjárveitingu var vísað til bæjarráðs. Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður verði 6,8 milljónir án vsk.

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar:

Atvinnuuppbygging og íbúafjölgun í Ölfusi hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og má vænta að hún muni jafnvel aukast enn meira á næstu árum. Vegagerðin hefur nýverið kallað eftir því að gert verði heildstætt mat á væntri umferðaraukningu í sveitarfélaginu svo meta megi hvaða innviðauppbyggingar sé þörf á næstu árum. Lagt er til að sveitarfélagið láti framkvæma slíkt mat.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt, ákvörðun um fjárveitingu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þar að lútandi. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að verkefni sem þetta sé undirbúið sem hluti af fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
2. 2502001 - Umsókn um forgang að leikskóladvöl
Beiðni um viðauka vegna viðbótarstöðugildis í leikskólanum Bergheimum vegna þjónustu við barn með þrosafrávik.
Um er að ræða viðbótarkostnað að fjárhæð kr. 1.030.328 kr. á mánuði.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.
3. 2502004 - Beiðni um viðauka vegna auka landfestar
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka að fjárhæð kr. 5.000.000 vegna viðbótar landfestum fyrir nýtt og stærra skip við Skarfaskersbryggju. Fyrir liggur að framkvæmdin var ófyrirséð við gerð fjárhagsáætlunar enda kemur hún til vegna breytinga á skipaflota Smyril Line í kjölfarið á alvarlegu tjóni á einu skipa þess.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.
4. 2501020 - Breikkun aksturleiðar meðfram Hafnarskeiði 6 og 8
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur fram beiðni um viðauka vegna kostnaðar við breikkun akstursleiðar meðfram Hafnarskeiði 6 og 8. Málið var tekið fyrir í framkvæmda- og hafnarnefnd og var eftirfarandi bókað:

Hafnarstjóri leggur fyrir nefndina tillögu að breytingu á akstursleið meðfram Hafnarskeiði 6-8. Með þessari útfærslu færist tilvonandi umferð frá Suðurvararbryggju yfir á tollasvæðið við Skarfaskersbryggju fjær lóðarmörkum lóðanna. Fyllingin er öll á grynningum/klöppum og hefur ekki áhrif á snúningssvæði skipa. Kostnaður við færslu á grjótvörn er 10-13 milljónir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð með beiðni um viðauka.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þar að lútandi. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að verkefni sem þetta sé undirbúið sem hluti af fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
5. 2501052 - Beiðni um aukinn kennslukvóta
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir fjölgun klukkustunda til tónlistarkennslu í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2025. Um er að ræða 1-2 klst aukningu frá 1.febrúar og 12-13 klukkustundir til viðbótar frá og með 1.ágúst nk.

Kostnaðarauki á árinu 2025 yrði 6,8 milljónir miðað við 2 13 klst og um 14,4 milljónir á ársgrundvelli eftir það.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.
6. 2502005 - Hafnarfréttir samningur
Fyrir bæjarráði lá samningur við Hafnarfréttir frá árinu 2015 til endurskoðunar. Markmiðið með samningnum er að tryggja umfjöllun Hafnarfrétta um viðburði og fréttir tengdar sveitarfélaginu. Kveðið er á um að Hafnarfréttir fylgist með og birti allt það sem tengist sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að kanna forsendur og eftirfylgni vegna samningsins. Þá felur ráðið starfsmönnum sínum að kanna möguleika þess að efla miðlun upplýsinga til íbúa og fréttaflutning tengdum samfélaginu, íbúum og fyrirtækjum.

Samþykkt samhljóða.
7. 2501015 - Drög, Reglur um úthlutun afreksstyrkja
Reglur um úthlutun afreksstyrkja, málið var á dagskrá 47.fundar íþrótta- og tómstundanefndar og vísaði nefndin reglunum áfram til umfjöllunar í bæjarráði.

Bókun nefndar:
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að reglum um greiðslu afreksstyrkja til keppnisliða karla og kvenna í efstu deild innan ÍSÍ.
Reglurnar eru byggðar á bókun bæjarráðs þann 1.7. 2021.
Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir reglurnar.

Samþykkt samhljóða.
8. 2501051 - Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála og drög að umsögn samtakananna um endurskoðun á lögum um rammaáætlun til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?