| |
1. 2209019 - Sérkennsla í leikskólanum Bergheimum. | |
Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir einlægum skilningi á mikilvægi þess að stofnanir sveitarfélagsins geti sem best uppfyllt skyldur sínar. Fyrir liggur að öll stoðþjónusta sveitarfélagsins er nú til gagngerrar endurskoðunar með ráðningu á sérstökum sviðsstjóra, mögulegum slitum SVÁ, ráðningu sálfræðings, kennsluráðgjafa og fleira fagfólks.
Bæjarráð vísar því erindinu til þeirrar vinnu og gerðar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.
Grétar Ingi kom aftur inn á fundinn. | | |
|
2. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku | |
Bæjarráð samþykkir kostnaðarþátttöku sem nemur helmingi kostnaðaráætlunar.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2209030 - Miðbæjarsvæði gatnagerð og lagnir | |
Bæjarráð samþykkir að gildandi samkomulag verði framlengt um 8 mánuði.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025 | |
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2209031 - Laxabraut 21b - yfirlýsing um leigusamning | |
Í ljósi þess að Landeldi er lóðarhafi beggja vegna við Laxabraut 21b samþykkir bæjarráð úthlutun viðkomandi lóðar til Landeldis.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2209026 - Aukafundur Arnardrangs hses og breytingar á samþykktum | |
Bæjarráð samþykkir kjör stjórnar Arnardrangs fyrir sitt leyti sem og þátttöku í félaginu og felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss á aukafundi stofnenda félagsins þann 7. okt. nk.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 2209024 - Beiðni um stuðning við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi | |
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
8. 2209033 - Beiðni um styrk Slysavarnadeildin Sigurbjörg og Björgunarsveitin Mannbjörg | |
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og óskar eftir ítarlegri greinargerð um mikilvægi fjárfestingarinnar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
9. 2209023 - Breyting á vinnufyrirkomulagi | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. | | |
|
10. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des | |
Bæjarráð fagnar frumkvæðinu og telur það til þess fallið að styðja við það líflega og skemmtilega mannlíf sem fyrir er í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir því að styðja verkefnið og felur starfsmönnum að vinna með Slysavarnardeildinni Sigurbjörgu að útfærslu stuðningsins.
Hvað varðar "kofabyggingar" þá vísar bæjarráð þeirri umræðu til framkvæmda- og hafnarnefndar sem fer með málefni áhaldahússins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
11. 2209035 - Ungmennaráð - erindi frá UNICEF á Íslandi | |
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar. | | |
|
12. 2209025 - Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
14. 2209027 - Samráðsgátt - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda | |
Lagt fram. | | |
|
17. 2209036 - Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga | |
Bæjarráð samþykkkir að óska eftir því að Ölfus Cluster taki að sér að svara tilgreindum spurningum í samræmi við Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins. | | |
|
| |
15. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. | |
Lagt fram. | | |
|
| |
13. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými | |
Bæjarráð þakkar myndarlegan stuðning og telur hann til þess fallinn að styðja enn betur við það mikla og góða starf sem unnið er í málefnum eldri borgara í sveitarfélaginu. Tilgreind framkvæmd mun í senn stækka það rými sem ætlað er til dagþjónustu eldri borgara og bæta þá þjónustu. Auk þess mun sú íbúð sem nýtt hefur verið til dagdvalar fara í útleigu til eldri borgara. | | |
|
16. 2209034 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga | |
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. | | |
|