Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 383

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.10.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Erla Sif Markúsdóttir varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209019 - Sérkennsla í leikskólanum Bergheimum.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Hjallastefnunni með ósk um viðbótar fjármagn til að mæta sérkennsluþörf í leikskólanum Bergheimum.

Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð lýsir yfir einlægum skilningi á mikilvægi þess að stofnanir sveitarfélagsins geti sem best uppfyllt skyldur sínar. Fyrir liggur að öll stoðþjónusta sveitarfélagsins er nú til gagngerrar endurskoðunar með ráðningu á sérstökum sviðsstjóra, mögulegum slitum SVÁ, ráðningu sálfræðings, kennsluráðgjafa og fleira fagfólks.

Bæjarráð vísar því erindinu til þeirrar vinnu og gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.

Grétar Ingi kom aftur inn á fundinn.
2. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku
Beiðni frá íbúum í Básahrauni 29 um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar við sparkvöll sveitarfélagsins. Áður á dagskrá bæjarráðs 21.07.2022. Kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir kostnaðarþátttöku sem nemur helmingi kostnaðaráætlunar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2209030 - Miðbæjarsvæði gatnagerð og lagnir
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Hamrakór ehf.. Í erindinu kemur fram að gatnagerð á vegum Ölfuss við Hnúkamóa hafi tafist af ýmsum ástæðum en verklok áttu að vera 30. apríl 2022. Þetta gerir það að verkum að tenging veitna og gatna við verkefni Hamrakórs ehf. mun tefjast í u.þ.b. 8 mánuði m.v. það sem lagt var upp með.

Það er því ósk Hamrakórs ehf. að samkomulag sem gert var við fyrirtækið um uppbyggingu í Móabyggð og síðari viðaukar verði leiðrétt um það sem nemur þessum töfum.

Bæjarráð samþykkir að gildandi samkomulag verði framlengt um 8 mánuði.

Samþykkt samhljóða.
4. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025
Fyrir bæjarráði lá viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022. Rekstrarkostnaður eykst nettó um 93 milljónir og framkvæmdaáætlun ársins lækkar um 492 milljónir, úr 1.529 í 1.037.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.
5. 2209031 - Laxabraut 21b - yfirlýsing um leigusamning
Fyrir bæjarráði lá yfirlýsing um leigusamning um lóðina Laxabraut 21b sem er óstofnuð lóð í eigu Ölfuss. Lóðin er milli Laxabrautar 21 og Laxabrautar 17 sem Landeldi leigir nú þegar til 30 ára. Lóðin var upphaflega hugsuð sem helgunarsvæði milli óskyldra aðila.

Í ljósi þess að Landeldi er lóðarhafi beggja vegna við Laxabraut 21b samþykkir bæjarráð úthlutun viðkomandi lóðar til Landeldis.

Samþykkt samhljóða.
6. 2209026 - Aukafundur Arnardrangs hses og breytingar á samþykktum
Fundarboð á aukafund stofnenda félagsins þann 7. október nk.
Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki meðfylgjandi erindi til umfjöllunar og afgreiðslu fyrir 7. október og taki einnig afstöðu til kjörs stjórnar Arnardrangs hses. sem fór fram á auka aðalfundi Bergrisans bs. þann 30. júní sl.

Bæjarráð samþykkir kjör stjórnar Arnardrangs fyrir sitt leyti sem og þátttöku í félaginu og felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss á aukafundi stofnenda félagsins þann 7. okt. nk.

Samþykkt samhljóða.
7. 2209024 - Beiðni um stuðning við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi
Beiðni frá Norræna félaginu um stuðning vegna 100 ára afmælis félagsins á Íslandi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
8. 2209033 - Beiðni um styrk Slysavarnadeildin Sigurbjörg og Björgunarsveitin Mannbjörg
Beiðni um kr.5.000.000 styrk vegna kaupa á bát.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og óskar eftir ítarlegri greinargerð um mikilvægi fjárfestingarinnar.

Samþykkt samhljóða.
9. 2209023 - Breyting á vinnufyrirkomulagi
Fyrir bæjarráði lá erindi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem kynnt er breyting á opnunartíma bæjarskrifstofu. Fram kemur að til standi að auka opnunartima í hádegi um hálftíma og stytta þess í stað opnunartíma á föstudögum þannig að þá loki kl. 13:30 líkt og gert er í nágrannasveitarfélögunum.

Fram kemur að starfsemin á bæjarskrifstofunni hafi að mörgu leyti breyst mjög mikið undanfarin ár og sífellt færri sækja sér þjónustu á skrifstofuna þar sem samskiptin fara að mjög miklu leyti orðið fram rafrænt eða í gegnum síma auk þess sem allar umsóknir, teikningar o.þ.h. eru nú í íbúagáttinni og á heimasíðu sveitarfélagsins. Með breytingunni er fólki auðveldað að nýta hádegisfrí til að rækja erindi sitt á bæjarskrifstofunum.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
10. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Slysavarnardeildinni Sigurbjörgu þar sem óskað er eftir fjárstuðning til að mæta kostnaði við aðventuhátíð sem fyrirhugað er að halda 1. des. nk. Einnig er óskað eftir því að áhaldahúsið byggi nokkra "kofa" sem hægt er að nýta til að skapa markaðsstemmingu.
Bæjarráð fagnar frumkvæðinu og telur það til þess fallið að styðja við það líflega og skemmtilega mannlíf sem fyrir er í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir því að styðja verkefnið og felur starfsmönnum að vinna með Slysavarnardeildinni Sigurbjörgu að útfærslu stuðningsins.

Hvað varðar "kofabyggingar" þá vísar bæjarráð þeirri umræðu til framkvæmda- og hafnarnefndar sem fer með málefni áhaldahússins.

Samþykkt samhljóða.
11. 2209035 - Ungmennaráð - erindi frá UNICEF á Íslandi
Erindi UNICEF á Íslandi til sveitarstjórnar um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.
12. 2209025 - Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands
Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið um skipulagsáætlanir sveitarfélaga og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Lagt fram til kynningar.
14. 2209027 - Samráðsgátt - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda
Tölvupóstur frá forsætisráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 164/2022 - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda.

Lagt fram.
17. 2209036 - Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur á undanförnum fundum rætt um mögulegar áherslur aðildarsveitarfélaga SO gagnvart vinnu starfshóps sem umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra hefur skipað til að móta tillögur um fyrirkomulag vindorkunýtingar.

Í skipunarbréfi umrædds starfshóps eru settar fram ákveðnar lykilspurningar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að taka afstöðu til.

Bæjarráð samþykkkir að óska eftir því að Ölfus Cluster taki að sér að svara tilgreindum spurningum í samræmi við Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
15. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Til umsagnar frumvarp til laga um fjárlög 2023, 1. mál.
Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr.123/2010, 144.mál.

Lagt fram.
Mál til kynningar
13. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu með svari við umsókn frá Sveitarfélaginu Ölfusi um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra á árinu 2022. Sótt var um framlag til nýframkvæmda við Egilsbraut 9. Að fenginni tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að veita framlag til framkvæmdarinnar allt að 28.567.490 kr. úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Framlagið er allt að 20 % af áætluðum kostnaði samanber umsókn.

Bæjarráð þakkar myndarlegan stuðning og telur hann til þess fallinn að styðja enn betur við það mikla og góða starf sem unnið er í málefnum eldri borgara í sveitarfélaginu. Tilgreind framkvæmd mun í senn stækka það rými sem ætlað er til dagþjónustu eldri borgara og bæta þá þjónustu. Auk þess mun sú íbúð sem nýtt hefur verið til dagdvalar fara í útleigu til eldri borgara.
16. 2209034 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Fyrir bæjarráði lá erindi vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn 12.október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?