Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 8

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
29.03.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
María Ósk Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Íris Kristrún Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M.. Hjartardóttir, Sviðsstjóri Fjölskyldu og fræðslusviðs
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum um fundarboð en engar komu fram.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302054 - Skýrsla skólastjórnenda grunnskólinn
Kynning á niðurstöðu úr foreldrakönnun Skólapúlsins. Niðurstöðurnar eru góðar og er mikil ánægja foreldra með nám og kennslu. Aðrar niðurstöður eru einnig góðar en ákveðin atriði gefa rými til umbóta. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli og var gestum boðið í heimsókn. Allar kennslustofur voru opnar þar sem mátti sjá verk nemenda eða kynningu á störfum þeirra og tæknikunnáttu. Öllum var boðið upp á afmælisköku. Í vor verður breyting á starfi húsvarðar þar sem starfandi húsvörður lætur af störfum. Í framhaldi af þeim breytingum var ákveðið að breyta starfinu og auglýsa eftir iðnmenntuðum húsverði sem getur sinnt minniháttar viðhaldi á húsum og lóð. Skóladagatal 2023-2024 lagt fram til samþykktar.
Nefndin þakkar upplýsingarnar. Skóladagtalið var lagt fram til samþykktar og var samþykkt samhljóða.
2. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
Mottumars var haldinn hátíðlegur. Búið er að leggja fyrir tvær kannanir. Annarsvegar foreldrakönnun og hinsvegar starfsmannakönnun á vegum Skólapúlsins. Unnið verður að umbótaáætlun út frá niðurstöðum sem verður til hliðsjónar á næsta skólaári.
Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
Fundargerð starfshóps um gerð nýrrar skólastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 2303040 - Bréf frá ÍSÍ - hvatning í íþróttastarfi
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á tíu tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Sviðsstjóri og skólastjóri munu koma upplýsingum til allra foreldra um átakið og hvetja til þátttöku í íþróttastarfi.
Nefndin þakkar upplýsingarnar og vonar að átakið veiti góðar upplýsingar til fjölskyldna og auki þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta og frístundastarfi.
5. 2003001 - Barnvæn sveitarfélög-innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Kynning á innleiðingu Barnasáttmálands í Ölfusi. Í Barnasáttmálanum er sagt frá réttindum allra barna. Öll börn í heiminum eiga rétt á því að vera vernduð. Öll börn í heiminum eiga rétt á umhyggju. Þau eiga rétt á því að vera í skóla og að leika sér og öll börn eiga líka rétt á að segja það sem þeim finnst. Eftir því sem börn eldast og þroskast aukast réttindi þeirra og það á að taka meira tillit til skoðana þeirra. Nefndarmenn sáu kynningamyndband um Barnasáttmálann frá Unicef/fyrir öll börn
Nefndin þakkar fyrir kynningu á Barnasáttmálanum.
6. 2303038 - Vinnuskjal - næringarstefna
Vinnuskjal um nýja næringarstefnu lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
7. 2303039 - Vinnuskjal - íþrótta- og frístundastefna
Vinnuskjal um endurskoðun á íþrótta- og frístundastefnu Ölfuss lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar kynninguna.
8. 2203039 - Nýting frístundastyrkja.
Samantekt frá íþrótta og tómstundafulltrúa á nýtingu frístundastyrkjar lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
9. 2303041 - Bréf til Velferðarþjónustu Ölfuss
Nefndarmenn skrifuðu undir þagnarskyldu varðandi trúnaðarmál sem eiga að fara leynt samkvæmt lögum eða eðli þeirra mála sem til umfjöllunar eru í störfum nefndarinnar.
Trúnaðarmál - gögnum dreift á fundinum.

Nefndin tók málið til umfjöllunar og verður niðurstaða send til hlutaðeigandi aðila. Ítarbókun skráð.
Fundargerð lesin og samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?