Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 37

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að þrjú mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1, 2, og 13 á dagskrá og fjalla tvö þeirra um beiðni um vilyrði fyrir úthlutun lóða en það þriðja um deiliskipulag Auðsholts. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208029 - Unubakki 2 umsókn um lóð
Komið hefur beiðni um vilyrði fyrir tæplega 5000 fermetra lóð við Unubakka 2 á horni Selvogsbrautar og Unubakka. Fyrirtækið sem sækir um hyggst byggja þar nútímalegt húsnæði fyrir starfsfólk að búa í. Í greinargerð með umsókn kemur fram að þau hyggist byggja 2-3 hús á tveimur hæðum með rýmum fyrir starfsmenn sína og annarra fyrirtækja í bænum.
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni.

Þar sem lóðin er á miðsvæði telur nefndin ákjósanlegt að þjónusturými verði á jarðhæð þess húss sem er á horni Selvogsbrautar of Unubakka og útlitslega verði tekið mið af áberandi staðsetningu hússins á hornlóð í miðbæ.
2. 2208030 - Óseyrarbraut 17 umsókn um lóð
Borist hefur erindi frá fyrirtæki sem hefur áhuga á að setja upp öflugar hleðslustöðvar í bænum þar sem sótt er um lóðina sem er við hlið Skálans við Óseyrarbraut
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni.
3. 2208017 - Skál leiðrétting deiliskipulags
Nágranni við Skál benti á að skipulagsmörk væru sýnd óeðlilega langt inni á lóð hans í nýlega samþykktu deiliskipulagi fyrir Skál í Árbænum. Aðrir nágrannar höfðu einnig lýst yfir áhyggjum af sama máli. Skipulagsstofnun skoðaði málið og er sammála því að þetta sé ekki heppilegt. Stofnunin taldi einnig að breyta mætti skipulaginu í samræmi við 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga þar sem stendur:
"Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda."
Í viðhengi er breyttur uppdráttur þar sem búið er að lagfæra deiliskipulagsmörkin og snúa mænisstefnu eins og nýlega var grenndarkynnt.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að breyta skipulaginu í samræmi við 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
4. 2208001 - DSK Gljúfurárholt land 7
Komið hefur fyrirspurn frá eiganda Gljúfurárholts land 7 um það hvort nefndin heimili að hann láti vinna deiliskipulag fyrir lóð sína. Heimilað verði í skipulaginu að byggð verði ein hæð ofan á hús hans á lóðinni. Lóðin er ekki deiliskipulögð en á henni stendur einnar hæðar hús í dag sem er skráð 168,7 fermetrar en er í raun 192 fermetrar. Við breytinguna verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,13 sem er innan þeirra marka sem nýtt aðalskipulag heimilar.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið
5. 2208003 - Stofnun lóða í Helluholti
Landeigandi óskar eftir að stofna lóðir í samræmi við nýsamþykkt skipulag Helluholts.
Jafnframt verði lóðum sem áður höfðu verið stofnaðar innan svæðisins eytt en þær lóðir voru stofnaðar án deiliskipulags á sínum tíma. Þær eru innan marka skipulagssvæðisins en ekki í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag.

Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóðir og fella megi niður eldri lóðir í samræmi við erindi, þegar innviðasamningur við sveitarfélagið sem er í vinnslu verður samþykktur.
Hrönn Guðmundsdóttir kom á fundinn.
6. 2208018 - Uppdrættir lóðanna Vetrarbraut 35-39
Proark hefur teiknað hús við Vetrarbraut sem má sjá á meðfylgjandi uppdráttum. Aðeins vantar upp á að húsið uppfylli skilmála hvað varðar þakhalla og svo er spurning hvernig eigi að túlka skilmála sem segja að hús á svæðinu skuli falla að þeirri byggð sem fyrir er og að yfirbragð byggðar taki mið af þeirri byggð sem fyrir er.
Afgreiðsla: Nefndin telur að áformin taki mið af þeirri byggð sem fyrir og yfirbragði hennar og falli vel að henni í samræmi við skilmála. Nefndin samþykkir byggingaráformin í samræmi við 3 málsgrein 43. gr. skipulagslaga.
7. 2208004 - Mói stofnun lóða
Óskað er eftir að stofna og breyta lóðum í samræmi við breytt deiliskipulag Móa þar sem hluti af bílastæðum hverfisins er gerður að sérstökum lóðum sem munu tilheyra nálægum fjölbýlishúsum. Þetta er meðal annars gert til að auðvelda og einfalda uppsetningu hleðslustöðva rafbíla fyrir íbúa húsanna. Um er að ræða 5 lóðir við Klettamóa, 5 lóðir við Hnjúkamóa og eina við Rásamóa.
Að auki er sótt um að breyta lóðum þannig að innan vestari reits verði 6 lóðir fyrir íbúðarhús í stað 7 sem voru þar áður einnig í samræmi við deiliskipulagsbreytinguna.
Að lokum er sótt um að stofna lóðir á austurhluta svæðisins en þær höfðu verið stofnaðar áður í samræmi við deiliskipulagið.

Afgreiðsla: Stofnun umræddra lóða samþykkt.
8. 2208008 - Stofnun lóðar úr landinu Bakki 2
Óskað er eftir að stofna lóð úr landinu Bakki 2 og að landið sem stofnað er fái nafnið Bæjarbrún.
Landið sem um ræðir er ekki deiliskipulagt en skv. nýlegri breytingu á jarðarlögum er sveitarfélögum óheimilt að stafna nýjar lóðir nema þær séu til skv. skipulagi.
Nafnið Bæjarbrún er ekki til sem örnefni í sveitarfélaginu en er þekkt sem örnefni við Seyðisfjörð.

Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð eftir að deiliskipulag hennar hefur verið unnið í samræmi við aðalskipulag, það samþykkt og það tekið gildi. Einnig er nafnið Bæjarbrún samþykkt á lóðina.
9. 2205028 - Breyting mænisstefnu Skál Árbær 3
Beiðni barst til nefndarinnar milli funda þar sem nágrannar báðu um mánaðar frest til að gera athugasemdir. Eftir að skipulagsfulltrúi hafði ráðfært sig við Skipulagsstofnun og að höfðu samráði við formann nefndarinnar svaraði hann nágrönnunum þar sem þeim var neitað um umbeðinn frest.
Afgreiðsla: Lagt fram
10. 2208016 - Árblik - erindi um landnotkun
Borist hefur erindi þar sem óskað er eftir að lóðin Árblik í Árbænum verði skilgreind sem dreifbýli en lóðin er vel innan skipulagsmarka þéttbýlisins í Árbænum en er á svæði sem er skilgreint sem íbúðarsvæði.
Afreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna um málið.
11. 2208026 - Breytt lóðarmörk - Skipti á landi við Hafnarskeið 18
Borist hefur erindi þar sem Lýsi óskar eftir að skipta á hluta lóðar sinnar við Hafnarskeið 18 þannig að þeirra lóð stækki um gangstétt sem sýnd er á deiliskipulagsuppdrætti en sveitarfélagið fái í staðin afhent hluta lóðar þeirra sem sem snýr að hafnarsvæði og er merktur með grárri skástrikun á teikningunni "Lýsi Hafnarskeið 28-30 0og 18" sem er sem fylgiskjal.
Við þetta fellur niður gangstétt sem er sýnd á skipulagi en engin áform eru um að útfæra.

Afgreiðsla: Eignaskiptum synjað.

Samþykkt að að lóðarhafa sé heimilt að malbika út fyrir lóðamörk að götu eins og teikning sýnir.
Nefndin telur ekki rétt að sveitarfálagið afsali sér gangstéttarsvæði og framtíðarmöguleika á að gera gangstétt umræddu svæði.
12. 2108011 - Umsögn um efnistöku á Mýrdalssandi og geymslu efnis í Þorlákshöfn fyrir útflutning
Skipulagsstofnun hefur beðið um umsögn sveitarfélagsins um umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku á Mýrdalssandi. Verkefnið snýst um að flytja vikur á vörubýlum í stórum stíl frá Mýrdalssandi til útskipunar í Þorlákshöfn.

Vikurinn kemur í stað flugösku úr kolaorkuverum við sem hefur verið notaður til þessa við framleiðslu á sementi. Þar sem kolaorkuver eru að loka hvert af öðru þarf að nota svokallaðan sementskinker í staðinn en við framleiðslu eins tonns af sementsklinker losna 842 kg af af CO2. Sementsiðnaður er ábyrgur fyrir 8% af allri CO2 losun heimsins. Áætlað er að flutningabílar aki um þjóðveginn á 15 mínútna fresti vegna verkefnisins.

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gaf umsögn um matsspurningu verkefnisins þann 23. ágúst 2021. Þá bókaði skipulags- og umhverfisnefnd eftirfarandi:

Nefndin setur spurningarmerki við áhrif verkefnisins á lífsgæði íbúa m.a. vegna foks á efni og mikillar umferðar. Einnig er lögð áhersla á að ef af verkefninu verður verði gerðar ráðstafanir til að hindra efnisfok og að efni verði ekki haugsett á hafnarsvæði.
Ennfremur kom fram í bókuninni þar sem fjallað er um haugsetningu í eða við Þorlákshöfn: Efnishaugurinn verður að vera undir þaki.

Sveitarfélagið vill taka fram að ekki eru á lausu hentugar lóðir fyrir efnisgeymslu á því svæði sem bent er á sem fyrsti valkostur á athafnasvæði norðan við höfn í Þorlákshöfn. Einnig að sveitarfélagið gerir eftir sem áður kröfu um að að efnisgeymsla í eða við Þorlákshöfn verði í öllum tilvikum að vera yfirbyggð en skjólveggir ekki látnir duga á iðnaðarlóð vestan við bæinn eins og einnig kemur fram í skýrslunni.

Eftir sem áður sett spurningarmerki við þau áhrif sem verkefnið hefur á lífsgæði íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi og þá fyrst og fremst hvað varðar sjónræn áhrif mannvirkja og umferðarþunga tengdan starfseminni. Einnig er sett spurningarmerki við það hvort íslenskt vegakerfi þoli álagið af svo stórtækum flutningum um vegi landsins. Auk þess er mikilvægt að akstursleið verði skilgreind fyrir fram, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Ennfremur er óskað er eftir að forsvarsmenn verkefnisins kynni verkefnið á opnum íbúafundi í Ölfusi.

Sveitarfélagið Ölfus gerir að öðru leiti ekki athugasemd við skýrsluna eins og hún er sett fram.
13. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgegngisslóða
Í apríl tók gildi nýtt deiliskipulag fyrir Auðsholt í Ölfusi.
Komið hefur í ljós að landamerki innan skipulagssvæðisins eru röng. Þau voru teiknuð eftir gögnum frá Þjóðskrá sem stangast á við gögn sveitarfélagsins. Þjóðskrá hefur nú endurskoðað sín gögn og leiðrétt þau. Rétt er að taka fram að engin ágreiningur er um landamerkin hjá landeigendunum sem eiga land að þeim.

Aðkoma sem nágranni á að landi sínu er sýnd í deiliskipulaginu, orðrétt upp úr landskiptagerð frá árinu 1977 en þar er henni lýst með orðum en hún ekki sýnd á korti.
Eftir gildistöku skipulagsins benti nágranni á að lóðamörk innan skipulagssvæðisins væru röng. Í framhaldinu bókaði skipulagsnefnd að skipulagið skyldi fellt úr gildi, sem hefur ekki verið gert ennþá. Nágranninn er einnig óánægður með að aðkoma að landi hans, sem kemur fram í landskiptagerðinni skuli ekki vera sýnd á uppdráttum.

Borist hefur bréf frá lögmanni eiganda Auðsholts þar sem sú ákvörðun nefndarinnar að afturkalla deiliskipulag Auðsholts er mótmælt og lögmæti hennar véfengt.
Lögmaður hefur skoðað málið fyrir sveitarfélagið og telur ekki ráðlegt að fella skipulagið úr gildi eins og fyrri samþykkt hljóðar uppá og mælist til að sú ákvörðun verði felld niður með nýurri ákvörðun nefndarinnar.
Ennfremur mælir lögmaður sveitarfélagsins með því að landamerki innan skipulagssvæðisins verði leiðrétt með grenndarkynningu enda eru ekki neinn ágreiningur um hvar þau skuli vera.
Lögmaðurinn mælir ekki með því að sveitarfélagið blandi sér í ágreining um aðkomu að nágrannalóð og telur að sveitarfélagið hafi gert rétt með því að hafa hana orðrétta í deiliskipulaginu eins og í landskiptagerðinni.

Afgreiðsla: Frestað.
Fundargerð
14. 2208003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 40
14.1. 2208015 - Umsókn um lóð - Víkursand 6
Arnar Már Kristinsson f/h Ari ehf. sækir um lóðina Víkursandur 6 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Víkursandur 7 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.2. 2208014 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Þurárhraun DRE
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Þurárhraun DRE. samkv. teikningum frá Bölti ehf. dags. 08.03.2022
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.3. 2208013 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Laxabraut 2 DRE
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Laxabraut 2 DRE. samkv. teikningum frá Bölti ehf. dags. 22.11.2019
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.4. 2207041 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Miðbakki DRE
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Miðbakki 4 DRE. samkv. teikningum frá Bölti ehf. dags. 21.06.2021
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.5. 2208023 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Egilsbraut 9
Jón Stefán Einarsson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi í umfangsflokkur 2 fyrir viðbyggingu á Egilsbraut 9. f/h lóðarhafa Um er að ræða viðbyggingu á nýjum þjónustukjarna uppá 140m2 ásamt breytingum á eldra húsnæði. samkv. teikningu frá Jees arkitektum dags.04.05.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.6. 2208012 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Ferjukot
Eggert Guðmundsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Andrés Sigurbergsson fyrir frístundarhúsi. samkv. teikningum dags. 29.06.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?