| |
1. 2208029 - Unubakki 2 umsókn um lóð | |
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni.
Þar sem lóðin er á miðsvæði telur nefndin ákjósanlegt að þjónusturými verði á jarðhæð þess húss sem er á horni Selvogsbrautar of Unubakka og útlitslega verði tekið mið af áberandi staðsetningu hússins á hornlóð í miðbæ. | | |
|
2. 2208030 - Óseyrarbraut 17 umsókn um lóð | |
Afgreiðsla: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarstjórnar og leggur til að bæjarstjórn veiti fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni. | | |
|
3. 2208017 - Skál leiðrétting deiliskipulags | |
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að breyta skipulaginu í samræmi við 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. | | |
|
4. 2208001 - DSK Gljúfurárholt land 7 | |
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið | | |
|
5. 2208003 - Stofnun lóða í Helluholti | |
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóðir og fella megi niður eldri lóðir í samræmi við erindi, þegar innviðasamningur við sveitarfélagið sem er í vinnslu verður samþykktur. | | |
|
Hrönn Guðmundsdóttir kom á fundinn.
| 6. 2208018 - Uppdrættir lóðanna Vetrarbraut 35-39 | |
Afgreiðsla: Nefndin telur að áformin taki mið af þeirri byggð sem fyrir og yfirbragði hennar og falli vel að henni í samræmi við skilmála. Nefndin samþykkir byggingaráformin í samræmi við 3 málsgrein 43. gr. skipulagslaga. | | |
|
7. 2208004 - Mói stofnun lóða | |
Afgreiðsla: Stofnun umræddra lóða samþykkt. | | |
|
8. 2208008 - Stofnun lóðar úr landinu Bakki 2 | |
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð eftir að deiliskipulag hennar hefur verið unnið í samræmi við aðalskipulag, það samþykkt og það tekið gildi. Einnig er nafnið Bæjarbrún samþykkt á lóðina. | | |
|
9. 2205028 - Breyting mænisstefnu Skál Árbær 3 | |
Afgreiðsla: Lagt fram | | |
|
10. 2208016 - Árblik - erindi um landnotkun | |
Afreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna um málið. | | |
|
11. 2208026 - Breytt lóðarmörk - Skipti á landi við Hafnarskeið 18 | |
Afgreiðsla: Eignaskiptum synjað.
Samþykkt að að lóðarhafa sé heimilt að malbika út fyrir lóðamörk að götu eins og teikning sýnir. Nefndin telur ekki rétt að sveitarfálagið afsali sér gangstéttarsvæði og framtíðarmöguleika á að gera gangstétt umræddu svæði. | | |
|
12. 2108011 - Umsögn um efnistöku á Mýrdalssandi og geymslu efnis í Þorlákshöfn fyrir útflutning | |
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gaf umsögn um matsspurningu verkefnisins þann 23. ágúst 2021. Þá bókaði skipulags- og umhverfisnefnd eftirfarandi:
Nefndin setur spurningarmerki við áhrif verkefnisins á lífsgæði íbúa m.a. vegna foks á efni og mikillar umferðar. Einnig er lögð áhersla á að ef af verkefninu verður verði gerðar ráðstafanir til að hindra efnisfok og að efni verði ekki haugsett á hafnarsvæði. Ennfremur kom fram í bókuninni þar sem fjallað er um haugsetningu í eða við Þorlákshöfn: Efnishaugurinn verður að vera undir þaki.
Sveitarfélagið vill taka fram að ekki eru á lausu hentugar lóðir fyrir efnisgeymslu á því svæði sem bent er á sem fyrsti valkostur á athafnasvæði norðan við höfn í Þorlákshöfn. Einnig að sveitarfélagið gerir eftir sem áður kröfu um að að efnisgeymsla í eða við Þorlákshöfn verði í öllum tilvikum að vera yfirbyggð en skjólveggir ekki látnir duga á iðnaðarlóð vestan við bæinn eins og einnig kemur fram í skýrslunni.
Eftir sem áður sett spurningarmerki við þau áhrif sem verkefnið hefur á lífsgæði íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi og þá fyrst og fremst hvað varðar sjónræn áhrif mannvirkja og umferðarþunga tengdan starfseminni. Einnig er sett spurningarmerki við það hvort íslenskt vegakerfi þoli álagið af svo stórtækum flutningum um vegi landsins. Auk þess er mikilvægt að akstursleið verði skilgreind fyrir fram, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Ennfremur er óskað er eftir að forsvarsmenn verkefnisins kynni verkefnið á opnum íbúafundi í Ölfusi.
Sveitarfélagið Ölfus gerir að öðru leiti ekki athugasemd við skýrsluna eins og hún er sett fram. | | |
|
13. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgegngisslóða | |
Afgreiðsla: Frestað. | | |
|
| |
14. 2208003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 40 | 14.1. 2208015 - Umsókn um lóð - Víkursand 6 Afgreiðsla: Samþykkt | 14.2. 2208014 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Þurárhraun DRE Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt. | 14.3. 2208013 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Laxabraut 2 DRE Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt. | 14.4. 2207041 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Miðbakki DRE Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt. | 14.5. 2208023 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Egilsbraut 9 Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt. | 14.6. 2208012 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Ferjukot Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt. | | |
|