| |
1. 2311002 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2024 | |
Elliði Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir tóku til máls.
Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista.
Eins og rætt var við fyrri umræðu gjaldskráa var tekin sú ákvörðun um að leiðrétta gjaldskrár sveitarfélagsins ekki um 7,7% raunverðbólgu heldur eingöngu 6,9%. Meirihluti D-lista fagnar þessu og vill ítreka vilja sinn til að standa með launafólki, fyrirtækjum og opinberum aðilum í baráttu við verðbólgu. Meirihluti D-lista vill samhliða þessu lýsa sig viljug til að lækka gjaldskrár enn frekar ef komandi kjarasamningar gefa forsendur til slíks. Í samræmi við þessar áherslur sínar vill meirihluti D-lista beina því til fræðslu- og fjölskyldunefndar að láta vinna samanburð á gjaldskrám fjölskyldu- og velferðamála hjá 3 til 5 samanburðarsveitarfélögum.
Bæjarfulltrúar D-lista.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2024.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2311050 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024 | |
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá vatnsveitu 2024.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. | |
Elliði Vignisson tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024-2027.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2311033 - Nýjar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands | |
Bæjarstjórn samþykkir samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2312009 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna starfsmannahúsa Eldhestar | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
6. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - miðbæjarsvæði - breyting 3 á skipulagi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
7. 2311069 - Áskorun frá skipulagsfulltrúum Ölfuss, Árborgar og Hveragerðis | |
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Bæjarstjórn tekur undir áskorunina. | | |
|
8. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel þessar fyrirætlanir um að heimila það að moka í burtu Litla Sandfelli í heild sinni algjörlega afleitar og til þess að rökstyðja það álit mitt ætla ég að vitna í álit Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýslu þessa verkefnis og áhrif þess á ólíka þætti:
Um áhrif á jarðmyndanir segir m.a.: Náttúrufræðistofnun Íslands bendir í umsögn sinni á að móberg sé í eðli sínu sérstakt á heimsvísu og hafi hátt verndargildi. Litla-Sandfell sé ólíkt móbergsfjöllunum í nágrenninu þar sem ekki sé á því grágrýtishetta. Fellið sé stuttur móbergshryggur á meðan nágrannafjöllin séu flest móbergsstapar. Ef Litla-Sandfell hverfi verði jarðfræðin einsleitnari en nú er og jarðbreytileiki minnki. Skipulagsstofnun tekur undir með Náttúrufræðistofnun um að móbergsmyndanir hafi mikið verndargildi á alþjóðlega vísu. Móberg, einkum móbergshryggi, megi líta á sem ábyrgðartegund Íslands í jarðbreytileika heimsins. Einkum vegna þess að samspil eldvirkni og vatns sem myndar móberg hefur óvíða skilið eftir jafn skýr ummerki í landformum og jarðmyndunum og finna má á Íslandi. Skipulagsstofnun telur áhrif á jarðmyndanir vanmetnar í umhverfismatsskýrslu.
Um áhrif á landslag og ásýnd segir m.a.: Skipulagsstofnun telur að veigamestu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag. Þó svo að Litla Sandfell rísi eingöngu um 95 metra yfir umhverfi sitt í Leitahrauni þá er fellið afgerandi kennileiti í landslagi svæðisins. Fellið er stakstætt en ekki samvaxið öðrum móbergshryggjum líkt og flestar sambærilegar jarðmyndanir á svæðinu. Brottnám þess á tiltölulega skömmum tíma eða þeim 30 árum sem ætlað er að taki að moka því burt hefur mikil og óafturkræf áhrif sem engin leið er að bæta fyrir með mótvægisaðgerðum af nokkru tagi. Skipulagsstofnun er sammála Náttúrufræðistofnun og Landvernd og telur sjónræn áhrif og áhrif á landslag verða verulega neikvæð.
Um áhrif á grunnvatn segir m.a.: Skipulagsstofnun tekur undir með varnaðarorðum umsagnaraðila vegna mögulegra áhrifa á grunnvatn. Þó svo að efnistaka í Litla Sandfelli hafi staðið í áratugi sem og efnisflutningar um Þrengslaveg, þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir margfalt umfangsmeiri en nokkru sinni hefur verið. Samhliða stórauknu umfangi eykst notkun og geymsla varasamra efna sem ásamt aukinni umferð hefur í för með sér stóraukna hættu á því að varasöm efni berist í grunnvatn. Eins og bent hefur verið á er nánast enginn jarðvegur við Litla Sandfell en það þýðir að olía sem hellist niður á greiða leið í grunnvatn.
Um áhrif á útivist og ferðamennsku segir m.a: Skipulagsstofnun telur að þó svo að unnt verði að stunda útivist og heimsækja alla þá staði sem nýttir eru til útivistar, nema Litla Sandfell, þá muni efnistakan hafa í för með sér mikla breytingu á upplifun útivistarfólks. Nú er svæðið fremur friðsælt og einu athafnirnar sem útivistarfólk verður vart við er umferð á Þrengslavegi. Í stað þess verður stöðug athafnasemi með miklum efnislager við Litla Sandfell og mikil og hávær umferð vörubíla til og frá fjallinu allan ársins hring. Fyrir vikið mun upplifun útivistarfólks í umhverfi fellsins gjörbreytast og svæðið verður ekki jafn eftirsóknarvert til útivistar fyrir þá sem sækja í kyrrlátt umhverfi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Þá verður ótvírætt sjónarsviptir fyrir útivistarfólk af því að fjarlægja Litla Sandfell sem er afgerandi kennileiti í hraunbreiðunni í Þrengslum. Þá telur Skipulagsstofnun það rýra upplifun þeirra sem heimsækja Raufarhólshelli að nánast við hellismunnann verður sífelldur hávaði frá stórum vörubílum.
Um áhrif á vegi og umferð segir m.a.: Vegagerðin bendir á að á flutningsleiðinni séu vegir á köflum bæði mjórri og brattari en veghönnunarreglur geri ráð fyrir. Enda slysatíðni heldur hærri en meðaltal fyrir þjóðvegi í dreifbýli á landinu öllu. Veruleg viðbótarumferð þungra ökutækja muni hafa neikvæð áhrif á umferðaröryggi. Með hliðsjón af umsögn Vegagerðarinnar þá sé ekki unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar. Sá vegur uppfyllir engan veginn þær kröfur sem gera þarf til þjóðvegar sem er ætlað að anna jafn umfangsmiklum flutningum og Eden Mining ráðgerir.
Um áhrif á loftslag segir m.a.: Umhverfisstofnun bendir í umsögn sinni á að vinnsla á nýju efni sé ekki í anda hringrásarhagkerfisins, þegar hægt sé að nýta efni sem nú þegar fellur til í annarri framleiðslu. Með notkun efnis sem fellur til nær framleiðslustað lokavörunnar megi þannig bæði nýta úrgang og draga verulega úr efnisflutningum. Umhverfisstofnun bendir á að nýting þess efnis sem nú þegar falli til í Evrópu, en sé ef til vill ekki endurnýtt í dag heldur urðað, falli betur að stefnu stjórnvalda hérlendis um hringrásarhagkerfi og auðlindanýtingu. Mikil áhersla sé, bæði hjá íslenskum stjórnvöldum og innan Evrópusambandsins, á að hringrásarhagkerfið sé haft til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku. Víða sé unnið að því að koma iðnaðarleifum af ýmsu tagi í sementsframleiðslu. Til viðbótar við flugösku úr kolaorkuverum falli t.d. til efni við brennslu heimilissorps eða bruna lífmassa, líkt og timburs, sem í dag sé urðað en væri mögulega hægt að nota.
Fyrir þau sem vilja kynna sér betur álit Skipulagsstofnunar um þessa framkvæmd þá fylgir hér hlekkur á skjalið. https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1925/202206086 - Ãlit um Litla Sandfell.pdf
Ég er alfarið á móti þessari framkvæmd, en enn og aftur ætlar bæjarstjórn Ölfuss að vega að náttúrunni og útivistarsvæðum í sveitarfélaginu og það án þess að íbúar séu búnir að fá að kjósa um þetta tiltekna verkefni.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista
Niðurstaða nefndarinnar sett í atkvæðagreiðslu og hún staðfest með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B-lista. Bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.
| | |
|
9. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
10. 2103042 - DSK Þórustaðanáma | |
Elliði Vignisson tók til máls.
Tillaga nefndarinnar lögð fram til atkvæðagreiðslu og var hún staðfest með 6 atkvæðum D- og B-lista. Bæjarfulltrúi H-lista sat hjá.
| | |
|
17. 2106046 - Fundargerðir og ársskýrslur Héraðsskjalasafns Árnesinga | |
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| |
11. 2311010F - Ungmennaráð - 4 | |
1. 2311045 - Erindisbréf ungmennaráðs og fl. Til kynningar.
Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
12. 2311006F - Bæjarráð Ölfuss - 410 | |
1. 2304049 - Útistofa við Bergheima. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 1912038 - Lóðaúthlutanir til Þróunarfélagsins Lands ehf. Til kynningar. 4. 2312012 - Úthlutun byggðakvóta 2023-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2312008 - Umsókn um rekstrarstyrk árið 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
13. 2311007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 63 | |
1. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2103042 - DSK Þórustaðanáma. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - miðbæjarsvæði - breyting 3 á skipulagi. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2311058 - DSK Hellisheiðarvirkjun 19. breyting á deiliskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2311054 - Útskipting lands úr Árbæ IV L171662. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2312001 - Stóragerði stofnun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2311069 - Áskorun frá skipulagsfulltrúum Ölfuss, Árborga og Hveragerðis. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2311070 - Stofnun lóðar Skæruliðaskálinn - Skæruliðaskáli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 10. 2311056 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari í Þrengslum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 11. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2311043 - Fyrirspurn um efnistöku á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 13. 2311037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sögusteinn 1 - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 14. 2311035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 16. 2312009 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna starfsmannahúsa Eldhestar. Tekið fyrir sérstaklega. 15. 2310011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 55. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
| |
14. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
15. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
16. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|