Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 16

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.12.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sveinn Júlían Sveinsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður leitaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð en engar bárust.

Gestur fundarins var Hjörtur S. Ragnarsson, sjúkraþjálfari hjá Færni.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312020 - Heilsuefling eldri borgara - kynning
Hjörtur S. Ragnarsson kynnti verkefnið "Heilsuefling eldri borgara 60 ára og eldri og öryrkja" en Færni sjúkraþjálfun hefur séð um þjálfun og fræðslu fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Ölfusi sem miðar að heilsueflingu eldra fólks sem hefur það markmið að stuðla að ánægjulegri starfsævi, meiri félagsfærni og hamingju.

Farið var yfir uppbyggingu þjálfunarinnar og mælingar á líkamsástandi.

Nefndin þakkar kynninguna.
4. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans
Minnisblað frá stjórnendum á Leikskólanum Bergheimum varðandi opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna.

Árlegur og daglegur dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er með því lengsta sem þekkist í heiminum. Í minnisblaðinu er lagt til að viðverustytting barna í Ölfusi sé í samræmi við vinnutímastyttingu á hinum almenna launamarkaði.

Með velferð barna í huga er þessi ósk sett fram þar sem mikið álag og streita starfsfólks kemur fram í starfi með börnunum, þau fá færri tækifæri til náms og kærleiksríkrar umönnunar. Einnig finnur starfsfólk fyrir þreytu hjá börnunum og minnkandi úthaldi þeirra til náms og leiks eftir kl. 15.

Nefndin leggur til að sviðsstjóra verði falið að taka saman ítarlegar upplýsingar í minnisblaði þar sem fjallað verður um helstu álitamál í tengslum við opnunartíma og settar fram hugsanlegar sviðsmyndir í því sambandi. Sviðstjóra er jafnframt falið að vera í sambandi við foreldraráð leikskólans varðandi upplýsingagjöf til foreldra um ferlið.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

Leikskólastjóri og áheyrnafulltrúar viku af fundi
5. 2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss, þann. 5.október 2023 og lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar kynninguna.
6. 2312021 - Starfsáætlun sviðsstjóra 2024 - kynning
Sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs fór yfir liðið starfsár og kynnti starfsáætlun ársins 2024.
Nefndin þakkar kynninguna.
Mál til kynningar
2. 2311023 - Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða
Erindi frá Jafnréttisstofu um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.

Í erindinu er bent á að ákvarðanir sveitarfélaga skulu byggja á þeim skyldum sem fram koma í 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar segir að sveitarfélög skuli setja sér áætlanir um jafnréttismál „þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Áætlun skal taka til markmiða og aðgerða til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfum fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfmannamálum...“

Til þess að unnt sé að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun og þar með ákvarðanatöku þarf að afla nauðsynlegra gagna sem varpað geta ljósi á áhrif sem verða á ólíka hópa, í þessu tilviki, foreldra leikskólabarna.


Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2312025 - Samanburður á rekstrarkostnaði leikskóla 2022
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað pr. heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga 2022. Um er að ræða leikskóla í stærðarflokki 91-120 nemendur.

Bergheimar:
- Brúttó kostnaður án innri leigu pr. heilsdagsígildi = 298.000 (31.lægst af 48 sveitarfélögum, hæsta er 406.000 og lægsta 219.000)

- Nettó kostnaður án innri leigu pr. heilsdagsígildi = 242.000 (14.lægst af 48 sveitarfélögum, hæsta er 364.000 og lægsta 191.000) erum því að rukka hærri gjöld en meðaltalið.

- Leikskólakennarar og önnur uppeldismenntun 42% = (17.hæsta menntunarhlutfallið, hæst 68% og lægst 16% )

- Bara leikskólakennarar 13% (10.lægsta hlutfallið, hæst 51% og lægst 6%)

- Stöðugildi í heild 34,7 (13.hæst af 48, hæst er 42 og lægst 24,5)

- Við erum með næst flest börn 118 og flestu heilsdagsígildin 120,8 sem sýnir lengsta vinnudaginn hjá okkar börnum.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?