Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 404

Haldinn í fjarfundi,
19.09.2023 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
Beiðni um viðauka vegna kaupa og uppsetningu á eftirlitsmyndavélum á geymslusvæðið við smábátahöfnina. Áætlaður kostnaður er 10 milljónir efni og uppsetning. Beiðnin var samþykkt í framkvæmda -og hafnarnefnd 13.09.2023.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna tilgreinds kostnaðar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2305015 - Viðauki fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023.
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í viðaukanum eru lántökur teknar niður um 250 milljónir hjá eignasjóði og lækkun á fjárfestingu ársins er kr. 178,4 milljónir. Aukning á rekstrartekjum í viðauka er 19,5 milljónir frá upphaflegri áætlun.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
3. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027,.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir tímarammann og það vinnulag sem fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða.
4. 2308047 - Viljayfirlýsing vegna Hnjúkamóa 2 og 4.
Fyrir bæjarráði lá beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Ennfremur lágu fyrir gögn til upplýsinga um mögulega samstarfsaðila og minnisblað endurskoðanda sveitarfélagsins.
Bæjarráð tekur undir þá afstöðu sem fram kemur í minnisblaði endurskoðanda um að innsend gögn séu ekki fullnægjandi til að upplýsa um fjárhagslega getu mögulegra framkvæmdaaðila. Bæjarráð kallar því eftir ítarlegri gögnum svo sem:

*Ársreikninga frá árunum 2020-2022 frá öllum fyrirtækjunum sem koma að verkefninu. Í þeim tilvikum sem um er að ræða dótturfélög, þyrftu einnig reikningar móðurfélags og/eða samstæðuársreikningar einnig að berast.

*Nýjustu árshlutauppgjör, t.d. frá 30.06.23.

*Fjárhags- og viðskiptaáætlanir vegna verkefnanna og tímasetningar.

*Upplýsingar um raunverulega eigendur ofangreindra félaga m.v. 19.09.23.

Bæjarraáð vekur einnig athygli á því að skv. yfirlýsingu Landsbankans er hlutverk samstarfsaðila að kaupa byggingarétt við Hnjúkamóa 2-4 í Þorlákshöfn, þ.e. Stofnhús ehf., er að gera tilboð í byggingaréttinn. Til þess byggingaréttar hefur enn ekki verið stofnað þótt viljayfirlýsing við Ölfusborgir ehf um mögulegt samstarf hafi legið fyrir.

Samþykkt samhljóða.
5. 2309031 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024
Beiðni frá Stígamótum um framlag til starfsemi samtakanna árið 2024.
Sveitarfélagið hefur undanfarin ár gert ráð fyrir styrk til Stígamóta í sínum áætlunum og er gert ráð fyrir áframhaldandi stuðningi á árinu 2024.

Samþykkt samhljóða.
6. 2309042 - Beiðni um styrk vegna Erasmus verkefnis
Beiðni um styrk að fjárhæð kr.90.000 vegna kostnaðar við rútuferð með erlenda nemendur og gesti úr Erasmus verkefni sem Grunnskólinn í Þorlákshöfn er þátttakandi í.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
7. 2309023 - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja vinnu við málstefnu sveitarfélagsins í samræmi við 130.gr.sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?