Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 40

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2203021 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar - fækkun lóða í Orkugarði
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferða á breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Vegna athugasemdanna hefur lóð og byggingarreitur fyrirhugaðar dælustöðvar norðan Suðurlandsvegar ofan Hveradalabrekku verið felld út þar sem dælustöðin var utan skilgreinds iðnaðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2210043 - Orkugarður - Hellisheiðarvirkjun - breyting á lóðum í
Landslag fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir að breyta lóðum ó Orkugarði í samræmi við nýlega breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar.
Afgreiðsla: Umbeðin breyting á lóðum samþykkt.
3. 2211007 - Raufarhólshellir - fyrirspurn um smáhýsagistingu
Guðmundur Oddur Vífilsson spyr hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi þannig að unnt verði að gera smáhýsagisting við Raufarhólshelli. Í nýju aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem afþreyingar og ferðamannasvæði. Þar segir um svæðið:
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu. Þar er gert ráð fyrir aðkomu, bílastæðum, þjónustubyggingu fyrir móttöku gesta, aðstöðu fyrir starfsfólk og mannvirki í hellinum til að bæta aðgengi og öryggi.

Nýlaga var samþykkt breyting á deiliskipulaginu til auglýsingar sem heimilar nýja og stærri þjónustubyggingu og stækkun lóðar.
Í skipulagsreglugerð segir eftirfarandi um afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF):
Svæði fyrir afþreyingu og móttöku ferðafólks, þ.m.t. þjónustumiðstöðvar á hálendi og verndarsvæðum, fjallaskálar, tjald- og hjólhýsasvæði og skemmtigarðar.

Afgreiðsla: Erindið er ekki í samræmi við aðalskipulag. Erindinu er hafnað.
4. 2210030 - Selvogsbraut 43 fjölgun íbúða
Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt, spyr fyrir hönd lóðarhafa að Selvogsbraut 43, hvort nefndin heimili að breyta deiliskipulagi þannig að fjöldi íbúða á lóðinni verði að hámarki 8 í stað 6 sem gildandi deiliskipulag heimilar. Aðrar breytingar eru ekki fyrirhugaðar.
Afgreiðsla; Synjað.
5. 2211004 - Selvogsbraut 47 - fyrirspurn um fjölgun íbúða og stækkun byggingarreits
Lóðarhafi Selvogsbraut 47 í nýju fyrirhuguðu hverfi vestan Þorlákshafnar spyr hvort heimilað verði að gera átta íbúðir í stað sex íbúða og lengja byggingarreit úr 27 m lengd í 32 metra.
Afgreiðsla: Synjað.
6. 2210037 - Smáhýsi á lóðum
Lagt er fyrir nefnd erindi vegna smáhýsa á lóðum. Samkv. leiðbeiningum um smáhýsi nr. 9.7.6 frá HMS. kemur fram að að uppfylltum skilyrðum sé heimild til að byggja allt að 15 m2 og 2,5 metra hátt smáhýsi á hverri lóð.
Lagt er til að settar séu sér reglur um byggingu smáhýsa þar sem m.a sé það stærð lóðar sem hafi áhrif á stærð smáhýsis, krafa um að útlit sé í samræmi við hús og á par og raðhúsalóðum verði skilyrði um sama útlit allra smáhýsa innan heildarlóðar.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til byggingarfulltrúa til nánari útfærslu. Meðal annars verði lagaleg staða sveitarfélagsins könnuð áður en settar eru reglur sem ganga lengra en byggingarreglugerð.
7. 2210033 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Riftún
Ívar Hauksson f/h lóðarhafa 101 Atvinnuhúsnæði sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðina/landið. Helstu breytingarnar eru að hækka útveggi um ca.50cm, steypt verður ofan á eldri veggi. Nýtt þak verði sett á húsið. Í húsið koma tvær íbúðir. samkv. teikningum dags. 13.10.22.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða:
Riftún landnr. 171797, Riftún 2 landnr. 204630, Riftún 3 landnr. 204631, Seiðalón landnr. 225788 og Þóroddsstaðir 4 landnr. 194237.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar ofangreind grenndarkynning hefur farið fram og þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
8. 2210013 - Geo Salmo stofnun lóðar fyrir fiskeldisstöð austan Keflavíkur
Óskað er eftir heimildum til að stofna lóð fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo austan Keflavíkur. Svæðið sem stöðin er á, er skilgreint sem iðnaðarsvæði i nýju aðalskipulagi fyrir fiskeldi og tengda starfsemi.
Afgreiðsla: Nefndin heimilar stofnun lóðarinnar þegar hún hefur fengið staðfestingu í skipulagi.
9. 2210015 - Torfabær og Þorkelsgerði - leiðrétt skráning
Landeigendur Þorkelsgerði II og Torfabæjar óska eftir að stærð sameignarlands Þorkelsgerðis og Torfabæjar verði skráð hjá Þjóðskrá. Á lóðarblaði fyrir Torfabæ í viðhengi er umrædd landareign skástrikuð.
Afgreiðsla: Samþykkt með því skilyrði að samþykki allra eigandalandsins liggi fyrir, ljóst sé að hnitsetning sé samþykkt og landeigendur skili þeim gögnum sem Þjóðskrá kann að biðja um.
Mál til kynningar
10. 2210009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 42
Afgreiðsla: Lagt fram.
10.1. 2108054 - Akurholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson sækir um byggingarleyfi f/h landeiganda á íbúðarhúsi á lóð, samkv. teikningum frá Húsey teikni-og verkfræðistofa dags. 12.08.2021
Afgreiðsla: Erindinu frestað.
10.2. 2210036 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Hnjúkamói DRE
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Hnjúkamóa DRE. samkv. teikningum frá Bölti ehf. dags. 08.10.2021
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.3. 2210018 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Lyngmói
Áslaug Björnsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr samkv. teikningum frá Jón Friðrik Matthíasson byggingarfræðing dags. 22.08.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.4. 2210019 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettagljúfur 13
Arnar Ingi Ingólfsson f/h lóðarhafa Snorra Þór Árnason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýli á tveimur hæðum samkv. teikningum frá Arn-Verk ehf dags. 24.09.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.5. 2210034 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 , Skál Árbæ.
Karl Magnús Karlsson f/h lóðarhafa Birnu Sóley Sigurðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi samkv. teikningum frá VA ARKITEKTAR dags. 07.10.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.6. 2210031 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 Bakki 1 leigulóð 193186
Guðmundur Gunnarsson f/h lóðarhafa Laxar Fiskeldi ehf sækir um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús yfir 4 eldisker sem eru á lóðinni. Aðalmál byggingarinnar eru 77 m á lengd og 22,5 m á breidd. Hæð á mæni frá frágengnu gólfi eldisskála er um 7,3m. Húsið skiptist í tvö megin brunahólf. Skrifstofu- og starfsmannarými annars vegar og eldisrými hins vegar. samkv. teikningum frá Urban arkitektar. dags. 15.09.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
10.7. 2208009 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Ferjukot mhl 3
Helgi Kjartansson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 2 f/h Andrés Sigurbergsson fyrir frístundarhúsi. samkv. teikningum dags. 08.08.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?