Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 432

Haldinn í fjarfundi,
21.11.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2025 til 2028.
Bæjarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2403018 - Framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ölfus
Gjaldskrár, samþykktir og breytingar á sorpfyrirkomulagi kynntar í bæjarráði.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
3. 2410037 - Rekstur á líkamsræktarstöðinni í Þorlákshöfn
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er varðar sýndan áhuga Ástrósar Hilmarsdóttur til að sjá um rekstur á líkamsræktinni í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Farið var yfir kosti, áskoranir og mögulega galla á rekstri líkamsræktarinnar.

Bæjarráð þakkar innsend gögn sem sýna einlægan vilja og ríkan metnað.

Bæjarráð er jákvætt fyrir því að skoða áfram forsendur fyrir samningum enda hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað kveðið á um að líkamsræktarsalir sveitarfélaga skuli ekki reknir í niðurgreiddri samkeppni við einkaaðila. Vísast þar m.a. til 16. gr. samkeppnislaga sem kveður á um heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.

Í samræmi við 7.gr. innkaupareglna felur bæjarráð starfsmönnum sínum að undirbúa útboðsgögn og leggja fyrir ráðið til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl
Trúnaðarmál - áður á dagskrá 431. fundar bæjarráðs.


Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2411018 - Ályktanir frá Kennarafél.Suðurlands og Vestmannaeyja, Skólastj.fél.Suðurlands og 8.svæðadeild Fél.leikskólakennara
Ályktun frá Kennarafélagi Suðurlands og Kennarafélagi Vestmannaeyja:
Kennarafélög Suðurlands og Vestmannaeyja skora á sveitarstjórnir á Suðurlandi að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins. Mikilvægt er að sveitarstjórnir, sem bera ábyrgð á að framfylgja grunnskólalögum á Íslandi, liðki fyrir viðræðum með því að leggja áherslu á að fjárfesta í kennurum.

Ályktun frá Skólastjórafélagi Suðurlands:
Skólastjórafélag Suðurlands skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins. Mikilvægt er að sveitarstjórnir, sem bera ábyrgð á að framfylgja grunnskólalögum á Íslandi, liðki fyrir viðræðum með því að leggja áherslu á að fjárfesta í kennurum.

Ályktun frá stjórn 8.svæðadeild Félags leikskólakennara:
Átta ár eru síðan gert var samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Samkomulagið kveður einnig á um jöfnun launa milli markaða. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum markaði verið jöfnuð. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara og það er því löngu orðið tímabært að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið. 8. svæðadeild Félags leikskólakennara tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála og hvetja viðsemjendur til að ljúka vinnunni sem fyrst. Stjórn 8.svæðadeildar skorar því á sveitarstjórnir að styðja við bak starfsfólks síns og beita sér fyrir því að samið verði við kennara, fyrir þá sjálfa, skólana og ekki síst nemendur skólanna.

Bæjarráð harmar þá stöðu sem upp er komin og áhrif verkfallanna á börn og foreldra þeirra um land allt. Samhliða ítrekar bæjarráð einlægan samningsvilja og vonast eftir að aðilar nái saman um lausn kjaradeilunnar.

Að lokum er minnt á að samninganefnd Sambandsins fer með samningsumboðið fyrir hönd sveitarfélaga í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands og aðra viðsemjendur er tengjast þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að. Umboðið er alveg skýrt og afdráttarlaust.

6. 2411028 - Menning umsókn í lista og menningarsjóð
Sveitarfélagið Ölfus auglýsti eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Ölfuss.
Umsóknarfrestur var til og með 18.nóvember. Tvær umsóknir bárust.
Markmið sjóðsins er:
- Að efla hvers konar menningarstarfsemi og list í sveitarfélaginu.
- Að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði lista- og menningarmála er tengjast sveitarfélaginu á einn eða annan hátt.

Í samræmi við markmið lista- og menningarsjóðs Ölfuss samþykkir bæjarráð að styrkja LÞ um kr. 600.000 vegna jólatónleika lúðrasveitarinnar og Stefaníu Svavars. Einnig samþykkir bæjarráð styrkveitingu til Karls Guðmundssonar vgna útgáfu bókarinnar Kalli á Hrauni, saga ættar og jarðar í rúma öld um kr. 730.000

Samþykkt samhljóða.

7. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
75.mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
79.mál - umsögn um frumvarp tl laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?