Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 91

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.04.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson 2. varamaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410048 - Laxabraut 25 - 31 DSK
-Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunnar
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið sem bregðast þurfti við. Athugasemdir SLS voru að:
1. Gera þurfi grein fyrir samræmi deiliskipulagsins við ákvæði gildandi aðalskipulags varðandi byggingarmagn.
2. Bent var á að ef deiliskipulagið væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þyrfti að endurauglýsa
3. Gerð var athugasemd við að í deiliskipulagsgreinargerð að heimilt væri að skipta upp lóðum án deiliskipulagsbreytingar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
1. Núverandi samþykkt deiliskipulög ráð fyrir um 412.681 m2 byggingarmagni af þeim 540.000 m2 sem heimilaðir eru innan svæðis. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir um 42.000 m2 til viðbótar og er því enn innan byggingarmagns.
2. Í gildandi aðalskipulagi fyrir breytingu kemur fram að nýtingarhlutfall lóða skal fara eftir umfangi starfsemi hverju sinni. Ekki er kveðið á um nýtingarhlutfall svæðis í sérskilmálum fyrir I3 og er framlagt deiliskipulag því í samræmi við núgildandi aðalskipulag.
3. Gerð var breyting á texta í greinargerð þar sem fjarlægð voru ákvæði um að heimilt væri að sameina lóðir án deiliskipulagsbreytingar.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2503034 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu afstrengja vegna stækkunar varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunnar.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á varmastöð Hellisheiðarvirkjunnar. Framkvæmdaleyfið tekur til lagningar tveggja 11 kv aflstrengja í jörðu ásamt ljósleiðararörum og jarðvírum frá stöðvarhúsi við Kolviðarhól að þjónustubyggingu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað.
3. 2503045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borun rannsóknarholu HR-02
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borungar rannsónarborolunnar HR-02 í Meitlum Norðanverðum.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað
4. 2503047 - Umsókn um stöðuleyfi - Ölfusafréttur (L216117)
Orkuveita Reykjavíkur sækir um stöðuleyfi fyrir varaafls-rafgám fyrir vindmælimastur á Mosfellheiði við Dyraveg en fyrir liggur framkvæmdarleyfi fyrir vindmælimastrið sem gefið var út 27. febrúar 2025. Framkvæmdin telst hvorki umhverfismatsskyld né tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunnar skv. 18. gr. laga um umhverfismat framkvæmda, sbr. 1. viðauka sömu laga. Rannsóknir þurfa að standa yfir í 2 ár en þar sem leyfi getur einungis náð yfir 12 mánuði er miðað við að stöðuleyfið hefjist 01.07.2025 og gildi til 01.07.2026. Þá verði óskað eftir framlengingu á stöðuleyfinu. Gámurinn verður staðsettur á sama vinnusvæði og fyrirhugað mastur, en aðkomuslóði verður lagður frá Nesjavallavegi að rannsóknarsvæðinu. Starfsleyfisumsókn hefur verið send til heilbrigðiseftirlitsins vegna þessa og vegna framkvæmda við slóðagerð að rannsóknarsvæði. Þá hefur forsætisráðuneytið veitt leyfi vegna rannsókna á svæðinu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs frá 01.07.2025 til 01.07.2026.
Mál til kynningar
5. 2503033 - Krafa um aftköllun auglýsingar deiliskipulags - Skíðaskálinn í hveradölum
Sveitarfélaginu barst kröfubréf frá fyrirtækinu Hveradalir ehf. Í bréfinu er þess krafist að auglýsing deiliskipulags fyrir skíðaskálann í Hveradölum verði afturkölluð.
Tilkynning um kröfuna hefur verið send á Heklubyggð sem lagði fram skipulag skíðaskálans í Hveradölum. Heklubyggð svaraði erindinu strax daginn eftir en mun leggja fram frekari rökstuðning síðar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?