Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 55

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.08.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar kynntu forsvarsmanna Hamrakórs ehf þá uppbyggingu sem komin er í 1. áfanga Móahverfissins. Fóru nefndarmenn á staðinn og skoðuðu nokkrar nýrisnar íbúðir.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206060 - DSK Mói svæði II
Á síðasta fundi var fjallað um tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Móa og málinu frestað.
Þá var gerð eftirfarandi bókun:

Borist hefur endurskoðaður uppdráttur og greinargerð frá Hamrakór ehf af næstu áföngum íbúðabyggðar á svæði sem kallað er Mói. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem nefndin taldi að skoða þyrfti betur stærð íbúða og fjölda bílastæða og hvernig tryggja megi uppbrot húshliða líkt og fram kemur á skýringarmyndum.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin vill sjá að bifreiðastæði verði aldrei færri en 1,5 stæði á hverja íbúð á hverri lóð. Að auki verði ekki fleiri en 90 íbúðir innan hverfisins minni en 60 fermetrar. Krafa er um að hafa uppbrot/stöllun á a.m.k. einni hlið hússins í formi inn- eða útskots. Efnisval dugar ekki sem uppbrot húshliða.

Formaður nefndarinnar ásamt skipulagsfulltrúa hafa fundað með lóðarhöfum og er sú tillaga sem nú er lögð fram unnin í kjölfarið.

Tillagan gerir ráð fyrir að tekiðverði tillit til hraunmyndanna á svæðinu og kemur eftirfarandi fram í greinargerð:
Þekktar hraunmyndanir sem ekki hafa orðið fyrir raski eru merktar inn á uppdrátt og tillit tekið til þeirra við hönnun svæðisins. Þekkt hraunmyndun var áður undir Rásamóa en hún raskaðist við framkvæmdir á nærliggjandi svæði og er því ekki merkt inn á uppdrátt.

Því er ljóst að tillagan spillir ekki ósnortnum hraunmyndunum, eins og hraunlænur, hraunbólstrar, hrauntraðir, gervigígar eða aðrar hraunmyndanir sem teljast verndarverðar skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798
Hermann Ólafsson leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Sandhól í Ölfusi sem skilgreinir byggingarreiti fyrir íbúðarhús, frístunda og gestahús og úthús. og skiptir landinu í tvo hluta.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu.
3. 2208038 - DSK Þórustaðir 1
Hermann G. Gunnlaugsson landslagsarkitekt leggur fram skipulag fyrir Þórustaði 1 þar sem skilgreindar eru heimildir fyrir frekari uppbyggingu fyrir lögbýlið. Þar er rekið svínabú og er gert ráð fyrir stækkun þess í tillögunni og landmörkum breytt lítillaga, og smá landskiki færður úr Þórustöðum 2 í Þórustaði 1 en báðar landareignirnar eru eign sama aðila.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu og merkja varúðarsvæði sem miltsbrandsgröf.
4. 2305059 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli
Á 52. fundi nefndarinnar var fjallað um umsókn Eden ehf um framkvæmdaleyfi vegna 18.000.0000 m3 efnistöku úr Litla-Sandfelli. Þá var málinu frestað og eftirfarandi bókað:

Eden ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 18.000.000 efnistöku í Litla-Sandfelli. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna námunar er í vinnslu um þessar mundir. Lögð eru fram eftirtalin gögn með umsókninni: -Umhverfismatsskýrsla dags. 11.8.2022.
-Álit Skipulagsstofnunnar á umhverfismatsskýrslu.
-Svör Eden ehf við umsögnum um Umhverfismatsskýrslu. -Samningur við landeiganda frá 18. janúar 2022
Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að afla sérfræðiálits á mögulegum kostum í stöðunni og nánari upplýsingum frá framkvæmdaaðila um verkefnið.

Eftirfarandi kemur fram í töflu 26 á blaðsíðu 71 í aðalskipulagi Ölfus 2020-2036 þar sem fjallað er um efnistökusvæði:
E4 Sandfell. Þar sem hluti námunar er á fjarsvæði vatnsverndar skal liggja fyrir aðgerðaráætlun hvernig bregðast skuli við óhöppum varðandi mengandi efni, áður en starfleyfi er gefið út. Áætluð efnitaka á ári er um 625.000 m3. Gera þarf deiliskipulag og vinna umhverfismat áður en náman er tekin í notkun. Stærð efnistökusvæðis: 24,2 HA. Efnismagn í rúmmetrum: 10.000.000

Afgreiðsla: Synjað. Nefndin getur ekki heimilað framkvæmdaleyfi fyrr en deiliskipulag sem er í ferli fyrir námuna hefur tekið gildi í samræmi við ákvæði aðalskipulags um námuna.
5. 2308001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar vinnsluholu á lóð Veitna við Gljúfurárholt L173067
Veitur sækja um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar vinnsluholu á lóð fyrirtækisins við Gljúfurárholt. Á lóðinni eru þrjár holur fyrir en þörf er á kaldari "jarðvökva" til að kæla hitaveituvatnið sem kemur úr þeim.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt.
6. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður
Steinninn latur var eitt af siglingamerkjum við Þorlákshöfn i "gamla daga". Við stækkun hafnarinnar fyrir allmörgum árum var hann færður og er hann nú fjarri alfaraleið. Komin er tími til að hefja hann til vegs og virðingar með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans, hans til dæmis við aðkomuna að bænum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum eða á öðrum hæfilegum stað og beinir því til bæjarráðs að fjármagni verði veitt í tilfærslu á steininum og hönnun umhveris hans á nýjum stað, ásamt "söguskilti".
Fundargerð
7. 2307007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 52
7.1. 2307037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 1 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 8 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 20.07.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.2. 2307036 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 2 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 8 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 20.07.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.3. 2307035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrartangi 2 - Flokkur 2
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Blásandur ehf fyrir 72 herbergja hóteli ásamt veitingarsal ofl. heildarstærð eru 2840m2 samkv. teikningum dags. 20.07.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?