Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 49

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.04.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 2 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1 og 2 sem fjalla um skiptingu lands í Gljúfurárholti og skipulagslýsingu fyrir Litla-Sandfell. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304032 - Gljúfurárholt 25 - skipting lóðar L227646
Landeigendur óska eftir að skipta lándi sínu í tvo parta í samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag læoðarinnar.
Afgreiðsla: Samþykkt.
2. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Á fyrri fundi marsmánaðar var samþykkt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Litla-Sandfell vegna námavinnslu. Í gildandi aðalskipulagi er mestur hluti Litla-Sandfells skilgreindur sem námasvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að allt fellið verði innan stækkaðs námasvæðis. Gerð hefur verið sú breyting að nú gert er ráð fyrir byggingu/skemmu þar fyrir námavinnslutæki og nánar er fjallað um meðhöndlun spilliefna. Í fylgiskjali er wordskjal þar sem sjá má breytingarnar með track changes.

Lögmaður hefur skoðað möguleikann á að setja ákvæði í deiliskipulag um að byggingar við námuna verði fjarlægðar samhliða lokafrágangi hennar. Hann telur það ekki góðan kost en mælir þess í stað með að gerður veri einkaréttarlegur samningur við framkvæmdaraðila sem felur í sér ákvæði um lokafrágang á svæðinu og þá einnig ákvæði um að skemman verði fjarlægð samhliða honum. Slíkum samningi væri auðvelt að framfylgja og eins má setja inní hann ákvæði um dagsektir og beina aðfararheimild fyrir sveitarfélagið til að láta fjarlægja bygginguna þegar námuvinnslu er lokið, verði skemman ekki fjarlægð.

Afgreiðsla: Frestað
3. 2304020 - DSK Deiliskipulag Spóavegur 12a L180651
Haukur Benediktsson leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Spóaveg 12a. Gert er ráð fyrir að byggja megi íbúðarhús gestahús og bílskúr á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2304022 - Zipplína við Hveragerði - breyting á afréttargirðingu
Fyrirtækið sem ætlar að setja upp svokallaða zipplínu frá Kambabeygju niður í Ölfusdal, óskar eftir að færa afréttargirðingu við Svartagljúfur sem er ranglega nefnt Svartárgljúfur í erindinu. Tilefnið er nýr göngustígur á svæðinu fyrir notendur zipplínunnar. Erindið fjallar um tvo möguleika á girðingarstæði, A og B og eru þeir syndir á korti í erindinu.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið samþykkir útfærslu samkvæmt tillögu B í erindinu, í samráði við fjallskilanefnd Ölfuss og fjáreftirlitsmann. Tillaga A er ekki talin viðunandi. Bent er á framkvæmdaraðilinn hefur nú þegar lagt stíginn og tekið girðinguna niður og er afar mikilvægt að hún verði orðin fjárheld aftur fyrir 1. júní.
5. 2304013 - Raufarhólshellir - umsögn um matstilkynningu (matsspurningu) um þjónustubyggingu
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um það hvort þjónustubygging við Raufarhólshelli skuli fara í umhverfismat.
Raufarhóll ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu , um fyrirhugaða þjónustubyggingu. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.

Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvaldið á svæðinu og er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum.
6. 2012024 - Óleyfisframkvæmd, Hjarðarból lóð 2.
Fyrir nefndinni liggur erindi frá byggingarfulltrúa vegna óleyfisframkvæmda á fasteigninni Hjarðarbóli lóð 2, F2211514, L222537, ásamt fylgigögnum. Byggingarfulltrúi telur tilefni til beitingar úrræða 1. og 2. mgr. 55. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og kafla 2.9 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um stöðvun framkvæmda og notkunar ásamt lokun mannvirkjanna og þess að gerð verði krafa til eiganda um fjarlægingu umræddra mannvirkja fasteigninni í heild sinni og jarðrask afmáð, en heimilt er að vinna verkið á kostnað landeiganda sinni eigandi ekki þeirri kröfu. Telur byggingarfulltrúi það nauðsynlegt að grípa til framangreindra úrræða til þess m.a. að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt samkvæmt a-lið 1. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarfulltrúi leggur erindið til nefndarinnar til kynningar og umsagnar, en að því fengnu mun byggingarfulltrúi leggja lokamat á málið og næstu aðgerðir.
Afgreiðsla: Lagt fram. Nefndin styður ekki óleyfisframkvæmdir í sveitarfélaginu en tekur ekki afstöðu til þessa einstaka máls.
7. 2304018 - Þorláksskógar - lífrænn áburður
Landgræðslan hefur sent inn erindi varðandi notkun á lífrænumáburði í Þorláksskógum. Ætlunin er að dreifa lífrænum áburði utan vatnsverndarsvæða. Nú er að hefjast umfangsmikil vatnstaka neðan svæðisins í sambandi við stóraukið fiskeldi. Í því sambandi er öll vatnsöflun á svæðinu til skoðunar og má áætla að endurskoða þurfi vatnsverndarsvæði innan Þorláksskóga á næstunni.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsnefnd telur að stíga þurfi varlega til jarðar í umgengni við vatnsauðlindina sérstakleg norðan við nýjar fiskeldisstöðvar við Keflavík. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla álits Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og annarra sem hafa sérþekkingu á málinu.
8. 2304024 - Skotsvæði á Álfsnesi - umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg óskar eftir umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna skotsvæðis á Álfsnesi.
Afgreiðsla: Umrædd breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur snertir ekki hagsmuni Ölfuss eða Ölfusinga á neinn hátt og ekki er gerð athugasemd.
9. 2212031 - Eima - kæra vegna skipulagsmáls
Nefndi hafnaði tillögu að deiliskipulagi í landi Eimu í Selvogi á 39. fundi í október þar sem skipulagið var ekki talið samræmast ákvæðum aðalskipulags. Eigandi landsins var ekki sáttur við þann úrskurð og kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar í umhverfis og auðlindamálum. Úrskurðarnefndin hefur nú fellt sinn dóm um að niðurstaða sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við öll lög og reglur.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?