Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 87.

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.02.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412035 - Jarðvarmavirkjun í Hverahlíð og Þrengslum - DSK
Fulltrúar Orkuveitunnar munu koma á fundinn og kynna nýtt deiliskipulag fyrir jarðvarmavirkjun sem byggir á aðalskipulagsbreytingu Meitla og Hverahlíð II.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulagið var kynnt á fundinum.
2. 2501046 - Bolaölduvirkjun - Kynning á fundi
Forsvarsmenn Reykjavík Geothermal koma fyrir fundinn og kynna fyrirætlanir um hina nýju Bolaölduvirkjun fyrir nefndinni. Gert er ráð fyrir 100 MW virkjun sem staðsett verður við fjallið eina.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Kynnt á fundinum.
3. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix
Fyrirtækið Carbfix hefur áhuga á að reisa Coda stöð innan sveitarfélagsins í námunda við Þorlákshöfn. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu en fyrirtækið vill vinna með sveitarfélaginu að því að finna hentugann stað. Lögð er fram meðfylgjandi viljayfirlýsing milli sveitarfélagsins og Carbfix um áframhaldandi vinnu verkefnisins.
Lagt fram.
4. 2501049 - Umsókn um aðstöðu í námu við gamla Þorlákshafnarveg
Stórverk ehf. sækir um heimild til að fá aðstöðu í námunni við gamla Þorlákshafnarveg. Fyrirtækið hyggst nýta aðstöðuna til að mala fleyggrjót sem meðal annars kæmi frá verktökum í bæjarfélaginu og yrði þannig endurnýtt.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Beiðni um aðstöðu í námunni samþykkt. Miða skal leiguverð við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðra aðila í námunni.
5. 2501053 - Hellisheiðarvirkjun 21. DSKbr
Óskað er eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi hellisheiðarvirkjunnar. Breytingin felur í sér að aukið er við skilmála þannig að heimilt sé að reisa áhaldahús/verkstæði innan byggingarreits lóðar Sleggju sem er utan fjarsvæðis vatnsverndar. ON fara þess á leit að farið verði með breytinguna sem óverulega sbr. 3. mgr. 43. gr.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin fellst á að um óverulega breytingu á skipulagi sé að ræða. Heimild til að hefja vinnu við gerð breytingarinnar er veitt.
6. 2501060 - Bárugata 33 - beiðni um að breyta einbýli í tvíbýli
Lóðarhafi að Bárugötu 33 leggur fram beiðni um heimild til að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss. Lóðin er mjög stór eða samtals 1529 m2 meðan aðrar einbýlishúsalóðir í hverfinu eru í kringum 1000 m2.

Ef ekki yrði fallist á að heimila byggingu parhúss óskar lóðarhafi eftir heimild til að gera deiliskipulagsbreytingu þar sem hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar yrði lækkað niður í 0,28.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Beiðninni er synjað.
7. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi Ölfus er varðar skilmála um hámarks nýtingarhlutfall. Með breytingunni er gert ráð fyrir að almennt nýtingarhlutfall lóða sé á bilinu 0,5-0,8 en að heimilt sé að víkja frá því í deiliskipulagi ef viðeigandi forsendur eru fyrir hendi. Sveitarfélagið vill að tekið sé tillit til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig og að uppbygging afmarkist af umfangi og eðli framkvæmda/starfsemi hverju sinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2501061 - Víkursandur uppskipting lóða Óv. DSKbr.
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi. Breytingin felur í sér uppskiptingu lóða, endurákvörðun staðfanga og stækkun byggingareita.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
9. 2501048 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholtshjáleiga (L171673)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Auðsholt go Auðsholtshjáleiga. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í gildi er deiliskipulag fyrir fjórar lóðir á jörðinni Auðsholt, dags. B.deild augl. 28.4.2022. Merkjalýsing þessi er um afmörkun á jörðum Auðsholt (L171670) og Auðsholtshjáleigu (L171673).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað
10. 2501047 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholt (L171670)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Auðsholt go Auðsholtshjáleiga. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í gildi er deiliskipulag fyrir fjórar lóðir á jörðinni Auðsholt, dags. B.deild augl. 28.4.2022. Merkjalýsing þessi er um afmörkun á jörðum Auðsholt (L171670) og Auðsholtshjáleigu (L171673).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?