Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 45

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Geir Höskuldsson 3. varamaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309059 - Ósk um breyttan opnunartíma þjónustumiðstöðvar
Tillaga umhverfisstjóra um bakvaktir í þjónustumiðstöð var tekin fyrir á 406.fundi bæjarráðs 19.10.2023 og vísað til umfjöllunar í framkvæmda og hafnarnefnd.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðstjóra og hafnarstjóra að skoða að gera breytingu á bakvaktarfyrirkomulagi hafnarinnar tímabundið til 6 mánaða. Og leggja fyrir tillögur á næsta fundi framkvæmda- og hafnarnefndar.
2. 2311002 - Gjaldskrár 2024
Gjaldskrá Þorlákshafnar vegna ársins 2024. Gert er ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 7,7% sem er sambærilegt við hækkanir á öðrum gjaldskrám innan sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar hafnarstjóra fyrir kynninguna og samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til.
3. 2311014 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2024-2027
Fyrir nefndinni lágu drög að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2024.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar hafnarstjóra fyrir kynninguna og samþykkir fjárhagsáætlunina til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
4. 2311015 - Fjárflæði hafnarinnar 2024
Hafnarstjóri leggur fyrir nefndina áætlaða dreifingu kostnaðar vegna framkvæmda við höfnina.
Nefndin samþykkir þær forsendur sem lagðar voru fram og beinir því til starfsmanna að undirbúa lántöku í samræmi við það.
5. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027.
Fyrir nefndinni lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2024 til kynningar. Þar kemur m.a. fram að áætlað sé að nýframkvæmdir við höfnina á næsta ári verði 927 milljónir og hluti hafnarinnar þar af 316 milljónir. Þá er fyrirhugað að framkvæma við höfnina fyrir 184 milljónir árið 2025, 316 milljónir árið 2026 og 402 milljónir árið 2027.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Nefndin óskar eftir að orðalag verði breytt í lið 10-f lína 13-15 ásamt að bæta inní áætlun loftgæðamæli.
6. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina uppfærða magnskrá fyrir áfanga 2. Vísað er í útboðs- og samningsskilmála þar sem heimilt er að semja við lægstbjóðanda um framkvæmd á 2. áfanga.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að semja við verktaka áfanga 1, Jón og Margeir ehf um áframhald á verkinu þ.e að vinna áfanga 2. Jafnframt samþykkir nefndin þær hækkanir á einingarverðum. Heildar hækkun á verkinu miða við magnskrá áfanga 1 og 2 er 12,1% sem deilist á allar veitustofnanir. Veitustofnanir hafa þegar samþykkt hækkanir.
7. 2311016 - Endurnýjun gólfs Egilsbraut 9, opið rými
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina 2 tilboð í endurnýjun á hellum í opna rýminu fyrir framan íbúðir í 2 eldri áföngum.

Um er að ræða tilboð frá Múrþjónustu Helga Þ þar sem gert er ráð fyrir að hellur verði fjarlægðar af sveitarfélaginu og gólf steypt og flotað með harðfloti. Tilboð uppá 21.950 kr.pr.m2 m.vsk. 255m2*21.950= 5.597.250.kr

Tilboð 2 er frá Hrímgrund ehf. þar sér verktaki um alla vinnu við að fjarlægja hellur og steypt verður í staðin steypt járnbent 10 cm þykkt gólf, gólfið verður vélslípað (blautslípað).Steypan yrði C35 sérblönduð fyrir vélslípun.

Tilboð uppá = 9.340.052.kr

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að taka tilboði Múrþjónustu Helga Þ uppá 5.597.250.-
8. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 46 lögð fram til kynningar.

Verkstaða.
Unnið við að hreinsa upp úr ysta keri og byrjað að undirbúa sprengivinnu. Unnið við röðun grjót flokks III og IV í lengingu Suðurvarargarðs. Unnið er við að taka upp fl. I og II í Austurgarði og haugsetja efni fyrir miðju Norðurgarðs. Dýpkunarefni er haugsett á gömlu lóð BM Vallá..
Skessan er að vinna í dýpkun . Búið að grafa jarðvegsskiptaskurð um 100 metra. Búið er að fylla planið fyrir stálþilsrekstur og þjappa. Dýpkunin er stíf en hún hefur náð fullu dýpi. Berman er fullröðuð að stöð 630. Búið er að sprengja í námu. Verktaki er orðinn um mánuð á eftir áætlun.
Næsti 2 vikur:
Fjarlægja tunnu, fjarlægja fyrstu 3 kerin sem er 5,5x14,5m, unnið verður við grjótröðun Suðurvarargarðs, Fjarlægja I og II flokk úr Austurgarði. Dýpkað og haldið áfram við jarðvegsskiptaskurð þar sem frá var horfið.
Sprenging í námu er lokið.
Í námu er 3500 m3 af möluðu efni.
Garður og bryggja:
Lagt er til við verktaka að grafa frá tunnu til að koma los á grjót í tunnu. Grafa niður í -10,0m eða eins langt og grafa nær.
Skessan er farin að afkasta viðunandi. Mun klára rif tunnu og síðan fara í haftið og skurðinn. Eftir það fara af verkstað í lok árs. Suðurverk mun rífa og sprengja bryggju og dýpka eins og þeir geta.
Fremsti endi bryggju er gerður úr kerja einingum sbr. eldri teikningar.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
9. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðsstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.

1. Nýr leikskóli
2. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
3. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
4. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
5. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
6. Ný útistofa við leikskóla

Afgreiðsla: Lagt fram

1. Nýr leikskóli. Unnið er við lokafrágang útboðsgagna og verða þau lögð fram á næsta fundi.
2. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi. Framkvæmdum er lokið, lokaúttekt hefur farið fram á verkinu.
3. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Samþykkt hefur verið að semja við verktaka sem vann áfanga 1.
4. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Verkstaða:Unnið hefur verið við að keyra sandi úr Hafnarvegi í nýja tengingu Óseyrarbrautar og fleyga götustæði og skurði í Norðurbakka. Næstu tvær vikur:Klára fleygun í Norðurbakka og hefja lagnavinnu.
5. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Verið er að skoða færslu hreinsistöðvar norðar við enda varnargarðs.
6. Ný útistofa við leikskóla. Húsið er tilbúið til flutnings. Deiliskipulagið er á lokametrum í auglýsingu. Að þeim tíma liðnum verður hafist handan við að steypa undirstöður og flytja húsið á staðinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?