Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 31

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.07.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207015 - Þorlákshafnarhöfn - Umboð til áritunar lóðarleigusamninga
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd lá afrit af umboði til áritunar lóðargagna fyrir Þorlákshafnarhöfn til handa Elliða Vignissyni bæjarstjóra.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umboðið og felur formanni nefndar að undirrita það.
2. 2206078 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd liggur beiðni Vegagerðarinnar um skil á áætlun um fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir næstu 5 ára vegna undirbúnings Vegagerðarinnar fyrir samgönguáætlun 2023-2027. Hafnarstjóri ásamt Sigurði Ás Grétarssyni hafa unnið drög af framkvæmdaráætlun sem lögð er fyrir nefndina til samþykktar.

Helstu framkvæmdaþættir eru:

2023:
1. Viðhaldsdýpkun
2. Endurbygging Svartaskersbryggju
3. Endurbygging Suðurvararbryggju
4. Dýpkun að Suðurvararbryggju
5. Dýpkun að Svartaskersbryggju
6. Lenging Suðurvarargarðs og snúningur Suðurvarargarðs meðfram bryggju

2024:
1. Lenging Skarfaskersbryggju.
2. Stytting og hliðrun Austurgarðs

2025:
1. Skötubótarbryggja 180m
2. Dýpkun innsiglingar að lokinni uppbyggingu garða.

2026:
1. Dýpkað að Skötubótarbryggju
2. Endurbygging gafls
3. Viðhaldsdýpkun

2027:
1. Útvíkkun Þorlákshafnar til norðurs
2. Hliðrun Austurgarðs
3. Viðhaldsdýpkun


Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar framlögð gögn. Nefndin telur gögnin spegla afstöðu hennar til þarfra framkvæmda á næstu 5 árum. Í því samhengi ítrekar nefndin mikilvægi þess að samgönguyfirvöld styðji við áframhaldandi þróun Þorlákshafnar sem vöruhafnar. Mikilvægi hafnarinnar í þjónustu við vörusiglingar Smyril Line er óumdeilt. Þá liggur fyrir að hin mikla uppbygging sem á sér nú stað m.a. í tengslum við matvælaframleiðslu, jarðefnaiðnað og iðnað sem kallar á mikla orkunýtingu í Ölfusi krefst þess að innviðir sveitarfélagsins og þá sér í lagi þéttbýlisins í Þorlákshöfn séu styrktir verulega.

Ljóst er að Þorlákshöfn mun leika hér lykil hlutverk, ekki bara fyrir þá uppbyggingu sem á sér stað innan sveitarfélagsins heldur í landshlutanum og á landinu öllu. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og hámörkun á arðsemi er nauðsynlegt að höfnin vaxi samhliða og nái að anna bæði inn- og útflutningsþörfinni.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framlag í samgönguáætlun 2023 til 2027.
 
Gestir
Sigurður Ás Grétarsson mæti á fund undir þessum lið. - 00:00
3. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými
Fyrir nefndina er lögð uppfærð kostnaðaráætlun sem tekur mið af hækkun á efniskostnaði og vinnu undanfarna mánuði. Uppfærð kostnaðaráætlun er upp á 155 milljónir kr. Fyrirliggjandi tilboð nam 171 milljón kr. og fráviksmunur því rétt um 10,3%.

Ljóst er að stór hluti framkvæmdarkostnaðar mun falla á árið 2023 þ.m.t. sá kostnaður sem snýr að viðhaldi u.þ.b. 22 milljónir kr.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur starfsmönnum sínum að ganga frá samningum við tilboðsgjafa og í framhaldinu að vinna að því að framkvæmdir geti hafist svo fljótt sem verða má svo fremi sem bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem geri ráð fyrir auknum kostnaði sem og dreifingu kostnaðar á árin 2022 og 2023 í samræmi við framkvæmdartíma verksins.
4. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Lögð eru fram drög að áætlun fyrir heildarkostnaði framkvæmda við nýjar rennibrautir samkv. gögnum sem unnin eru af Tækniþjónustu TSÁ.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að ljúka hönnun og innkaupum á rennibraut miðað við niðurstöður útboðs, en vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.
5. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð
Lagðar eru fram uppfærðar teikningar af nýjum leikskóla. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru að fjölgað hefur verið sérkennslurýmum og deild fyrir yngstu börnin hefur verið stækkuð. Stærð leikskólans er þá 1140m2. Unnið er að uppfærslu burðarþols úr CLT einingum(krosslímtré) í steypt burðarþol og lektað þaks með bárujárns klæðningu í stað forsteyptra filigrans platna, ásteypulagi, tvöföldum ásoðnum pappa og torfi.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að ljúka undirbúningi útboðs á fyrirliggjandi forsendum og auglýsa það svo fljótt sem verða má.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?