Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 26

Haldinn í fjarfundi,
24.10.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Bettý Grímsdóttir 1. varamaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Mál til kynningar
1. 2410049 - Kynning á ráðningarferli leikskólastjóra í nýjan leikskóla í Vesturbyggð
Sviðsstjóri kynnti ráðningarferli á nýjum leikskólastjóra sem fyrirhugað er að ráða inn í nýjan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem var laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 10. október og bárust fimm umsóknir. Hagvangur sá um umsóknarferlið.

Leitað var eftir öflugum leiðtoga sem leiðir vinnu við undirbúning opnunar leikskólans sem nú er í byggingu og ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans.

Nefndin þakkar kynningu á ráðningarferli er varðar nýjan leikskólastjóra í Vesturbyggð í Þorlákshöfn. Nefndin leggur til að þeim umsækjanda sem metinn var hæfastur, Hrafnhildi Hlín Hjartardóttur, verði boðin staðan.

Sviðsstjóra er falið að kynna ráðninguna fyrir bæjarstjórn áður en opinber birting fer fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?