Fundargerðir

Til bakaPrenta
Öldungaráð - 9

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
26.03.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bettý Grímsdóttir formaður,
Sigurður Ósmann Jónsson varaformaður,
Ásta Júlía jónsdóttir aðalmaður,
Halldór Sigurðsson aðalmaður,
Hafdís Þóra Ragnarsdóttir aðalmaður,
Sigrún Theódórsdóttir aðalmaður,
Kolbrún Una Jóhannsdóttir forstöðumaður.
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdur um fundarboð. Engar bárust. Kolbrún Una boðaði forföll.

Formaður bauð bæjarfulltrúana, Grétar Inga og Erlu Sif velkomna á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402062 - Fræðslufundur um öldungaráð
Gestir fundarins voru Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi og Grétar Ingi Erlendsson formaður bæjarráðs.

Niðurstöður frá málþingi um málefni eldri borgara sem haldið var í Versölum 24. okt. 2024 lagðar fram til umræðu og kynningar. Á málþinginu var m.a. rætt um félagsstarf eldri borgara, húsnæðismál, félagslega heimsþjónustu og heilsueflingu.





Ráðið þakkar Grétari Inga og Erlu Sig kærlega fyrir samtalið en ákveðið var að hafa næsta samtal í aðdragenda fjárhagsáætlunar í byrjun september.
2. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
Drög að stefnu um málefni aldraðra til umræðu.

Á fundi bæjarstjórnar 28.apríl 2022 voru lögð fram fyrstu drög að stefnu í málefnum aldraðra í Ölfusi en að henni komu starfsmenn í félagsþjónustu og öldrunarráðgjafi. Áfram var unnið í stefnunni með hléum veturinn 2022-2023. Önnur drög voru lögð fram á fundi stjórnenda á Fjölskyldu og fræðslusviði og með starfsmönnum í velferðarþjónustu sveitarfélagsins í mars 2023. Sviðsstjóri vann í drögunum í júlí 2023 og sendi vinnuskjal til álitsgjafar m.a. til formanns öldungaráðs, formanns í félagi eldri borgara og deildarstjóra í velferðarþjónustu. Þann 1.nóv 2023 voru drögin lögð fyrir öldungaráð og hafa þau verið til umfjöllunar þar. Stefnan var lögð fram til kynningar og umfjöllunar á opnum fræðslufundi um málefni eldri borgara sem haldið var í Versölum 24. okt. 2024.




Öldungaráð ákvað að halda annan kynninga- og umræðufund á Níunni í apríl. Markmiðið er að klára stefnuna og leggja hana fram til umræðu og kynningar á fundi fjölskyldu og fræðslunefndar í maí 2025.
Mál til kynningar
3. 2501003 - Reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Ölfusi lagðar fram til kynningar.
Ráðið þakkar kynningu á nýjum reglum um garðaþjónustu og leggur áherslu á að þær verði kynntar vel fyrir eldri borgum á vormánuðum.
Í lok fundar var rætt um mikilvægi þess að fá fulltrúa frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á fundi öldungaráðs en ávallt er sent fundarboð til Berglindar Rósar Ragnarsdóttur sem var tilnefnd sem fulltrúi í öldungaráð Ölfuss af HSu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?