Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 426

Haldinn í fjarfundi,
15.08.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2408014 - Beiðni um viðauka í grunnskólanum
Fyrir bæjarráði lá erindi frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og skólastjóra grunnskólans þar sem óskað er eftir 20% aukningu á stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við skólann. Áætlaður kostnaður til 31. des. nk. er 986.510 kr.

Í erindinu kemur fram að staða náms- og starfsráðgjafa hafi verið 70% starfshlutfall frá haustinu 2018 en þá voru nemendur 220. Frá þeim tíma hefur nemendum fjölgað umtalsvert og er reiknað með að nemendur verði á milli 270-280 á komandi skólaári.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

Samþykkt samhljóða.
2. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss.
Á 1.fundi dreifbýlisnefndar var tekin fyrir akstursáætlun vegna skólaaksturs í dreifbýli 2024-2025 og var eftirfarandi bókað:

Lagt er til að farið verði eftir þessari áætlun í skólaakstri sem yrði talsverð aukning á þjónustu. Nefndin beinir því til bæjarráðs að samþykkja erindið enda er um að ræða litla aukningu á kostnaði en mikla aukningu á þjónustu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð bendir á að um er að ræða árlegan kostnað upp á rúmlega tvær milljónir á ári. Afar mikilvægt er að kostnaðarauki sem þessi sé unnin og undirbúin í tengslum vði fjárhagsáætlun en ekki á miðju fjárhagsári. Eftir sem áður samþykkir bæjarráð kostnaðaraukann enda um mikilvæga þjónustu að ræða sem tengist velferð skólabarna í dreifbýlinu og felur starfsmönnum að vinna viðauka í samræmi við það.

Samþykkt samhljóða.
3. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði og eignaskiptasamningar skólahúsnæðis
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi afsöl og viðauka.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2408003F - Dreifbýlisnefnd - 1
Fundargerð 1.fundar dreifbýlisnefndar frá 12.08.2024 til staðfestingar.

2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?