| |
1. 2411040 - Farsælt frístundastarf - Sportskóli fyrir börn í 1. - 2. bekk | |
Málið var tekið fyrir í Fjölskyldu og fræðslunefnd þann 4. desember síðastliðinn og var eftirfarandi fært til bókar: Nefndin tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra, skólastjóra og íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna verkefnið áfram og taka samtal við íþróttafélögin. Nefndin fagnar umræðunni og verður málið tekið aftur fyrir nefndina þegar endanleg útfærsla liggur fyrir. Samþykkt samhljóða. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir með fjölskyldu- og fræðslunefnd að sviðstjóra,skólastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið að vinna verkefnið áfram. | | |
|
2. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs | |
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða formann Vélhjóladeildar Umf. Þórs og formann Umf. Þórs til að fara stöðu vélhjóladeildarinnar. | | |
|
3. 2501018 - Endurnýjun samninga við íþróttafélög 2025-2028 | Styrktar- og samstarfssamningar við íþrótta- og frístundafélög í Sveitarfélaginu Ölfusi runnu út núna um áramótin og hefur verið unnið að endurnýjun þeirra. Um er að ræða samninga við Ungmennafélagið Þór, Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs, Knattspyrnufélagið Ægi, meistaraflokk Knattspyrnufélagsins Ægis, Golfklúbb Þorlákshafnar, Hestamannafélagið Háfeta, Hestamannafélagið Ljúf og Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Tillaga er um að nýjir samningar gildi til fjögurra ára frá 1.1. 2025 til 31.12. 2028. Texti nýrra samninga er samhljóða eldri samningum þó með nokkrum orðalagsbreytingum. Helstu tillögur: - Allir samningar verði hækkaðir um 4,1% eins og samþykktir bæjarráðs í fjárhagsáætlun gera almennt ráð fyrir. - Til viðbótar er fest í samningi, við Golfklúbb Þorlákshafnar, áður samþykkt bæjarráðs kr. 5.000.000 greiðsla vegna innviðauppbyggingar golfvallarins. - Gert er ráð fyrir kr. 6.000.000 sameiginlegum styrk til Knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs í ráðningu sameiginlegs framkvæmdarstjóra til félaganna. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þeim viðbótum sem samþykktir bæjarráðs gera ráð fyrir inn í endurgerða samninga sem á klárlega eftir að styrkja rekstrargrundvöll þessara félaga. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur fram eftirfaramndi breytingatillögu við samningana: - Að Körfuknattleiksdeild Þórs verði greiddur afreksstyrkur að upphæð kr. 2.620.000 vegna meistaraflokksliðs kvenna félagsins sem leikur í efstu deild. Þessi afreksstyrkur er í samræmi við reglur um greiðslu afreksstyrkja. - Að framlag til meistaraflokks Knattspyrnufélagsins Ægis verði hækkað um kr. 430.000.
| | |
|
4. 2501017 - Tilnefningar til íþróttamanns Ölfus 2024 | Að þessu sinni eru níu íþróttamann tilnefndir til íþróttamanns Ölfuss fyrir árið 2024. Eftir að hafa farið yfir tilnefningar og umsagnir var gengið til atkvæðagreiðslu um hver hljóti titilinn Íþróttamaður Ölfuss 2024. Einnig eru íþróttamönnum sem valdir hafa verið í landslið, unnið Íslands,- bikar- og/eða deildarmeistaratitla veittar sérstakar viðurkenningar. Verðlaunaafhendingin fer fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 9. bebrúar í Versölum. | | |
|
6. 2501015 - Drög, Reglur um úthlutun afreksstyrkja | Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að reglum um greiðslu afreksstyrkja til keppnisliða karla og kvenna í efstu deild innan ÍSÍ. Reglurnar eru byggðar á bókun bæjarráðs þann 1.7. 2021. Málinu vísað til bæjarráðs
| | |
|
7. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs | | |
|
| |
5. 2501016 - Samantekt yfir nýtingu frístundastyrks árið 2024 | Frístundastyrkurinn hækkaði nú um áramótin úr kr. 52.000 í kr. 54.200 sem er 4,1% hækkun milli ára. Styrkurinn gildir fyrir öll börn á aldrinum 0 til 18 ára. Það er greinileg aukning í yngstu aldurshópunum milli ára og hefur nýting elstu aldurshópanna aukist og er það vel. Að hluta til má ætla að þær breytingar sem gerðar voru á reglum um nýtingu frístundastyrksins á þann veg að að einstaklingar á aldrinum 15-18 ára geti nýtt styrkinn til kaupa á korti í ræktina hafi haft mikil áhrif á aukninguna. Árið 2024 nýttu 411 börn og unglingar styrkinn sem er 64% af öllum börnum og unglingum á aldrinum 0 til 18 ára í sveitarfélaginu, en heildarfjöldi barna í lok árs 2024 á þessum aldri voru 647 börn og unglingar.
| | |
|
8. 2501029 - Brimbrettafélag Íslands kynning | Á fundinn mættu fulltrúar frá Brimbrettafélagi Íslands og voru með kynningu á aðstöðunni til brimbrettaiðkunar hér við ströndina í Þorlákshöfn. | | |
|