Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 316

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.05.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Geir Höskuldsson 2. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið, engar athugasemdir komu fram.

Forseti bauð Geir Höskuldsson og Hrafnhildi Hlín Hjartardóttur sérstaklega velkomin á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304021 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2022
Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2022, fyrri umræða.
Lagður var fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2022 til fyrri umræðu.

Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.

Í ársreikningi fyrir árið 2022 eru í fyrsta sinn tekin inn í rekstur sveitarfélagsins öll samstarfsverkefni sem Sveitarfélagið Ölfus er aðili að og er hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags þessara aðila færð til samræmis við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu nam rúmum 359 milljónum kr. samanborið við 288 milljón kr. hagnað á árinu 2021.

Rekstrarhagnaður A hluta er 146 milljónir en var tæpar 118 milljónir á árinu 2021.

Skuldastaða sveitarfélagsins er góð og hækka langtímaskuldir samstæðunnar um 200 milljónir milli ára. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 44,88 % og skuldahlutfallið er 109,56 %.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn 11.maí nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?