Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 59

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. eitt sem fjallar um Ingólfsskála. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310007 - Viðbygging - Ingólfsskáli
Sótt er um að leyfi til að byggja við Ingólfsskála aftanverðan þar sem staðið hafa gámar sem mynda gang milli eldhúss og veitingastaðar. Eigandi óskar eftir að fá að grenndarkynna tillögu sem hann hefur látið vinna. Búið er að setja af stað deiliskipulagsvinnu en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Viðbygging er um 130 fermetrar en Ingólfsskóli er nálægt 1000 fermetrar að stærð þannig að um er að ræða um 13% stækkun á honum. Þegar byggt verður við húsíð verða gámarnir fjarlægðir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Lóðarhafi þarf að sækja um byggingarleyfi og að skila öllum áskildum teikningum til byggingarfulltrúa í samræmi við byggingarreglugerð. Áskilið er samþykki eiganda Hvamms.
2. 2309060 - DSK Thor Fiskeldi við Keflavík
Landslag leggur fram beiðni fyrir hönd fiskeldisstöðvarinnar Thor landeldi ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýja fiskeldisstöð vestan Þorlákshafnar.

Einnig er lögð fram skipulags- og matslýsing deiliskipulags stöðvarinnar. Áform er um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, bleikju eða regnbogasilung.

Í lýsingunni koma fram helstu áherslur við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Afgreiðsla: Heimild veitt til að hefja deiliskipulagsgerð. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
3. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi
Á fyrri fundi nefndarinnar í september var samþykkt að heimila að unnið yrði skipulag í landi Eimu í Selvogi sem heimilaði tvö íbúðarhús og þrjár frístundalóðir. Nú er lagt fram skipulag í samræmi við það. Er þetta í samræmi við heimildir aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði. Neysluvatn kemur frá borholu í landinu og liggur borskýrsla fyrir. Skipulagshöfundurinn hefur leitast við að húsin verði "stakstæð" sem er í samræmi við byggðarmynstrið í Selvogi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2104019 - Hveradalir - skipting lóða
Skipulagsnefnd samþykkti skiptingu lóðarinnar umhverfis skíðaskálann á fundum 10.12.2020 og 20.4.2021. Á lóðinni sem verður skipt út eru hugmyndir um að byggja baðlón. Á þeirri lóð er 112 fermetra hesthús/geymsla F2212945 sem fjallskilanefnd lét byggja á sínum tíma, sem talin er ónýt. Geymslan stendur a 700 fermetra lóð L172315. Engir þinglýstir eigendur eru að eigninni en hugmyndir eru um að lóðin renni inn í lóðina sem skipt verður út.
Afgreiðsla: Nefndin áréttar fyrri samþykktir sínar um að fjarlægja megi geymsluna og einnig samþykkir nefndin fyrir sitt leiti að sameina megi lóðina sem er skilgreind undir hesthúsinu hinni nýju lóð baðlónsins.
5. 2309055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna og aukinnar vatnstöku
Samherji fiskeldi ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna vatnstöku á köldu og heitu vatni í landi Kröggólfstaða og endurnýjun á lögnum frá vatnstökustaðnum að seiðaeldisstöð fyrirtækisins handan við Þorlákshafnarveg. Um er að ræða flutning á 140 l/sek af köldu vatni og 7 l/sek af heitu.
Afgreiðsla: Samþykkt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.
Nefndin óskar eftir staðfestingu frá landeigendum þeirra landareigna sem farið er um.
Bent er á að framkvæmdin er háð matskyldufyrirspurn skv. lið 2.04 í viðauka 1 við lög nr 111/2021 um umhverfismat framkvæmdaáætlana.
Ennfremur er bent á að leyfi þarf frá frá Orkustofnun fyrir orkuvinnslu og þeim borholum sem framkvæmdinni fylgja.
Samþykki þarf eiganda eftirfarandi landareigna:
Kröggólfstaða, Vatna, Lautar og Núpa.

Geir Höskuldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir óskar eftir að stofna landið Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Deiliskipulag liggur ekki fyrir en búið er að fylla út tilskilið eyðublað F-550.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi landið eftir að deiliskipulag sem sýnir afmörkun þess hefur tekið gildi í samræmi við jarðalög 81/2004 og breytingu á þeim frá 1. júlí 2021. Umsækjanda er bent sérstaklega á 1. málsgrein 6. gein laganna.
7. 2309052 - Breyting á afmörkun lands Reykjakot land L172341
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir óskar eftir að breyta afmörkun stærð og heiti landsins Reykjakot land L172341.
Ríkið er ekki þinglýstur eigandi en fyrir liggur staðfesting umráðamanna landsins um samþykki hans.

Afgreiðsla: Erindið samþykkt í samræmi við umsókn.
8. 2309054 - Sundabraut umsögn um matsáætlun
Reykjavíkurborg óskar eftir umsögn um matsáætlun vegna Sundabrautar og fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi vegna hennar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss telur að matsáætlunin rammi verkefnið vel inn og gerir ekki neinar athugasemdir við hana.
9. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu
Sveitarfélaginu Ölfus hefur borist erindi þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna áforma Landsnets ehf. um að leggja jarðstrengi frá tengivirki landsnets við Þorlákshöfn að tveim fiskeldisfyrirtækjum vestan bæjarins. Nefndin hefur áður samþykkt aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar vegna málsins.
Í viðhengi er greinargerð verkfræðistofunnar EFLU sem fylgdi með fyrirspurn um matsskyldu og tillaga að umsögn.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefndefnd telur að skýrslan geri vel grein fyrir framkvæmdinni og vísar í fyrri samþykktir sínar um auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Ölfus er sammála þeirri niðurstöðu Landsnets sem fram kemur í kafla 5.3 í Greinargerð með fyrirspurn um matsskyldu, að ekki sé um að ræða matsskylda framkvæmd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?