Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 77

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.07.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406060 - Þóroddstaðir 4 DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddsstaði 4 sem er 21.000 m2 að stærð. Á skipulaginu er teiknaður inn byggingarreitur D-1 fyrir íbúðarhús ásamt bílgeymslu og gestahúsi sbr. ákvæði aðalskipulags. Þá er einnig teiknaður byggingarreitur D-2 um frístundahús sem þegar er á lóðinni en ekki eru hugaðar frekari byggingaframkvæmdir á þeim reit.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Áður en skipulagið verður auglýst skal skipulaghöfundur leggja fram samþykki stjórnar vatnsveitu.
2. 2406070 - Raufarhólshellir DSK stækkun byggingarreits
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Raufarhólshelli. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðausturs og heimilað byggingamagn eykst um 250 m² úr 200 m² í 450 m².
Hámarkshæð húss eykst einnig úr 3 metrum í 6 metra yfir jarðvegsyfirborði og skilmálar fyrir þjónustuhús eru uppfærðir.

Afgreiðsla: Nefndin hefur áður samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Raufarhólshelli. Klára þarf fyrri skipulagsbreytinguna áður en farið er af stað með nýja skipulagsbreytingu.
3. 2407014 - Selvogsbraut 24 (L172154) verður Hnjúkamói 13 - afmörkun lóðar og staðfangsbreyting
Lögð er fram afmörkun lóðar fyrir Selvogsbraut 24 (heilsugæsla) sem verður Hnjúkamói 13 eftir breytingu.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 2407018 - Laxabraut 5 - framkvæmdaleyfi vegna nýrrar frárennslislagnar
Arnarlax óska eftir framkvæmdaleyfi til að endurnýja frárennslislögn frá starfsemi sinni að Laxabraut 5. Svo vatnshalli verði með góðu móti þarf að sprengja úr klöpp sunnan við stöðina þar sem lagnirnar liggja út til sjávar.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt
5. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir spildurnar Gerðarkot lóð (L218545), Þorgrímsstaðir spilda 6 (L211746) og Þorgrímsstaðir spilda 5 (L211745). Gert er ráð fyrir samtals 8 íbúðarlóðum sem deilt er á tvö svæði þar sem 4 íbúðarlóðir eru á hvoru svæði fyrir sig. Svæðin eru aðskilin með óbyggðu svæði þannig að ekki séu fleiri en 5 samliggjandi íbúðarlóðir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að kynna skipulagið sérstaklega fyrir landeiganda á lóð L230230 sem er umkringd skipulaginu.
6. 2407022 - Umhverfisverðlaun 2024
Lögð er fram tilnefning þeirra aðila sem til stendur að veita viðurkenningu fyrir fallegan og snyrtilegan garð árið 2024.
Afgreiðsla: Tillagan staðfest.
7. 2407025 - Hótel í Hafnarvík - Heimild til að bora tilraunaholur
Óskað er heimildar til að framkvæma jarðvegsrannsóknir með borunum vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar í Hafnarvík Tilgangur rannsóknanna er að áætla dýpi að traustum grunni og greina samsetningu jarðvegs sem skiptir sköpum fyrir örugga og árangursríka hönnun og byggingu hótelsins.
Afgreiðsla: Heimild til jarðvegsrannsókna veitt.
8. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi á landsvæði innan lands Hjallatorfu ofan fjalls. Breytingin felur í sér að stofnað er iðnaðarsvæði fyrir rannsóknar og vinnsluboranir í Hverahlíð II og Meitlum. Markmið rannsóknarborananna er að kortleggja jarðhitaauðlindir utan núverandi vinnslusvæða. Breytingin byggir á skipulagslýsingu sem var samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd í nóvember 2023.
Afgreiðsla: Nokkrar af þeim borholum sem fyrirhugaðar eru samkvæmt skipulaginu liggja á verðmætum útivistarsvæðum, sérstaklega hvað varðar borholur í Meitlum (suður). Þá eru nokkrar holur skipulagðar innan grannsvæðis vatnsverndar. Skipulagssvæðið er verulega stórt og telur nefndin að skipta mætti svona stórri breytingu niður á lengra tímabil og fresta ætti rannsóknum á svæði við Meitla Suður til síðari ára.

Nefndin getur ekki samþykkt skipulagið í óbreyttri mynd. Nefndin beinir því til skipulagshöfundar að borholur 13, 16, 17, 18, 19 og 20, ásamt svæði umleykis þær verði teknar út úr skipulaginu og það lagt fram að nýju.

Afgreiðslu skipulagsins er frestað.
9. 2407026 - Grásteinn breytt DSK
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Grásteins. Breytingin felur í sér sameiningar og lagfæringar á lóðum undir vegsvæði. Þá er stofnuð ný íbúðarlóð fyrir parhús og fyrir hitaveituskúr. Afmarkanir lóða breytast í samræmi við nýjar lóðir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Nefndin vill benda á að við áframhaldandi þróun hverfisins þyrfti að skipuleggja samþjónustulóð, t.d. fyrir skólabíl eða annað sbr. tæknilýsingu nýrra hverfa.
10. 2407029 - Færsla spennistöðvarlóðar fyrir Móahverfi
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll leggja fram fyrirspurn um hvort mögulegt væri að færa spennistöð úr miðju Móa miðbæjarhverfi, yfir götuna norður fyrir Hnjúkamóa. Spennistöðin er í dag á grænu svæði og telur fyrirtækið að staðsetning hennar spilli heildarútliti. Fyrirtækið hyggst sjálft kosta flutning spennistöðvarinnar ef færsla hennar er samþykkt.
Afgreiðsla: Haft var samband við framkvæmdaraðila á því svæði sem sótt er um að spennistöðin yrði færð á. Sá aðili lýsti sig mótfallinn því að spennistöðin yrði færð inn á það svæði. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að skoða málið með framkvæmdaraðila og sjá hvort hægt sé að finna aðra lausn.
11. 2407006 - Vesturbyggð - Fríðugata 14-18 stækkun byggingarreits- óv. breyting DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar vegna Fríðugötu 14-18. Breytingin felst í stækkun byggingarreits og er hugsuð svo hægt sé að koma fyrir auknu uppbroti hússins.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2406003 - Mölunarverksmiðja Heidelberg í Ölfusi - minnisblað Skipulagsstofnunar
Fyrir fundinum lág erindi frá FW sem sent var sem við brögð við minnisblaði bæjarstjóra frá 10. júlí sl.

Með erindinu þakkar FW vönduð og fagleg vinnubrögð við þeim athugasemdum og áhyggjum sem settar voru fram með bréfi forstjóra dagsettu 14. maí og ítrekuð með erindi dagsettu 3. júlí þar sem lagðar voru fram formlegar athugasemdir við áður auglýstu umhverfismati.

Þá kemur og fram að félagið muni hér eftir sem hingað til leitast við að vinna náið með sveitarfélaginu og öðrum hagsmunaaðilum eins og það hefur gert frá því að undirbúningur hófst fyrir sex árum.

Nefndin þakkar erindið og ítrekar vilja sinn til að nálgast ábendingar FW af virðingu fyrir heildar hagsmunum íbúa og fyrirtækja á svæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?