Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 395

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir fundinum liggur rekstraryfirlit Sveitarfélagsins Ölfuss 31.03.2023 til kynningar. Þar kemur m.a. fram að útsvar hefur fylgt verðbólgu og er um 10% hærra en en á sama tíma á seinasta ári. Fasteignaskattar eru 15% yfir því sem var á seinasta ári sem útskýrist af fjölgun fasteigna og hækkuðu mati á atvinnuhúsnæði. Hinu sama gegnir um lóðarleigu sem hækkar um 26%. Skatttekjur eru því um 20% eða 120 milljónum hærri en var á sama tíma á síðasta ári.

Sé litið til stærstu málaflokkanna má sjá að félagsþjónusta hækkar einungis um 2% og munar þar mestu um samdrátt í útgjöldum eftir að sveitarfélagið hætti þátttöku í Velferðarþjónustu Árnesþings. Á móti hækka útgjöld vegna reksturs félagsþjónustunnar í Þorlákshöfn, barnaverndar og annarrar þjónustu sem nú er verið að byggja upp hér heima í héraði. Útgjöld vegna fræðslu- og uppeldismála hækka um 14%. Sem fyrr er rekstur Grunnskólans í Þorlákshöfn í góðu jafnvægi og er það vel enda rekstur hans lang stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélagsins. Útgjöld vegna íþrótta- og tómstundamála hækka um 6% á milli ára og er það mest vegna 26% hækkunar á kostnaði vegna reksturs íþróttahús Þorlákshafnar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 2304033 - Beiðni um aukinn fjárstuðning
Bréf frá Knattspyrnufélaginu Ægi þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi við félagið að fjárhæð kr. 4 milljónir.

Bæjarráð samþykkir að hækka afreksstyrk til Ægis, vegna stöðu liðsins í næst efstu deild í knattspyrnu um 4 milljónir. Styrkurinn er bundinn stöðu liðsins í næst efstu deild.

Samþykkt samhljóða.
3. 2304042 - Eftirlitsmyndavélar við Árbæjarhverfi
Erindi frá Lögreglunni á Suðurlandi um uppsetningu öryggismyndavéla við afleggjara frá Suðurlandsvegi að Árbæjarhverfi í Ölfusi.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess í næstu fjárhagsáætlun, þannig að öryggismyndavélum verði komið upp á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Samþykkt samhljóða.
4. 2304044 - Beiðni um frest til að hefja framkvæmdir
Beiðni frá Byggingarfélaginu Hvata um leyfi til að fresta framkvæmdum við Vesturbakka 11 og 13 fram til 30.september nk. Beiðnin er sett fram vegna tímabundinnar erfiðrar stöðu á fasteigna- og fjármálamarkaði.

Bæjarráð samþykkir að heimila frestun framkvæmda á tilgreindum lóðum til 30. sept. nk.

Samþykkt samhljóða.
5. 2304043 - Fundartími bæjarráðs
Þar sem næsta reglulega fund bæjarráðs ber upp á uppstigningardag er lagt til að fundurinn verði færður fram til þriðjudagsins 16.maí.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur ráðsins verði þriðjudaginn 16. maí.

Samþykkt samhljóða.
6. 2305003 - Vilyrði fyrir lóð fyrir hótel
Fyrir bæjarráð lá erindi frá Jóhanni Pétri Reyndal f.h. Thule Properties ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðina merkta VÞ2 við Ölfusbraut/Hafnarveg sem er samkvæmt aðalskipulagi ætluð fyrir verslun og þjónustu. Áform fyrirtækisins er að reisa þar 120-140 herbergi hótel auk veitingastaðar / alrýmis, móttöku og starfsmannaðstöðu.
Lóðin hefur þegar verið auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins samkvæmt 8. gr reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Bæjarráð samþykkir að úthluta tilgreindri lóð til Thule Properties á grunni gildandi reglna.

Samþykkt samhljóða.
7. 2304038 - Gatnagerð - Hafnarsvæði - Gatnagerð og veitur 2023
Niðurstöður útboðs fyrir gatnagerð "Hafnarsvæði-gatnagerð og veitur" lögð fram.

3 tilboð bárust í verkið.

Stórverk ehf. kr. 124.638.650
Jón Og Margeir ehf. kr. 165.508.186
Aðalleið ehf. kr. 126.394.250

Kostnaðaráætlun kr. 149.924.415

Að loknu útboðsferli kom í ljós veruleg skekkja í magnáætlun varðandi efnismagn sem fjarlægja þarf úr lagna- og vegstæði. Sú skekkja hefur mikil áhrif til hækkunar á þá magnliði áætlunarinnar og þá tilboða bjóðanda. Einnig voru skoðaðar mögulegar breytingar á hönnun fráveitukerfis. Farið úr sjálfrennandi fráveitu í dælubrunna og þrýstilagnir.

Lagt er til að öllum tilboðum verði hafnað og hönnun endurskoðuð og framkvæmdin boðin út aftur miðað við breyttar forsendur.

Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum og bjóða framkvæmdina út aftur m.v. breyttar forsendur.

Samþykkt samhljóða.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
922.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.)
956.mál - Umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu
978.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.
976.mál -Umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)



Lagt fram til kynningar.
9. 2305002 - Tillögur um breytingar á 133.gr.sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að frumvarp um breytingar á kosningalögum er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Í frumvarpinu eru lagðar til frekari breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem fjallar um íbúakosningar sveitarfélaga en regluverk þar að lútandi var einfaldað með lagabreytingu á síðasta ári. Ráðuneytið hvetur sveitarfélögin sérstaklega til að skoða málið og veita umsögn. Frestur er til 10. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
10. 2305012 - Beiðni um útgáfu lóðarleigusamnings
Fyrir bæjarráði lá erindi frá S3 ehf. þar sem óskað er eftir því að gefinn verði út lóðaleigusamningur þar sem heildarframkvæmd er komin fram yfir það að öllu jöfnu er miðað við (sökkul og plötu).

Bæjarráð telur upplýst að heildarframkvæmd sé komin fram yfir það sem að öllu jöfnu er miðað við og samþykkir að gefinn verði út lóðaleigusamningur vegna Vesturbakka 8.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?