Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 80

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.10.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Stefán Ómar Jónsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs, Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410005 - Kynning á fundi - Miðbæjarsvæði
Fulltrúar Arnarhvols munu koma fyrir fundinn og kynna nýjustu teikningar af væntanlegu miðbæjarsvæði og miðbæjartorgi Þorlákshafnar.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna. Nefndin telur tillöguna vel heppnaða og felur starfsmönnum sveitarfélagsins að skipuleggja kynningu fyrir íbúa.
2. 2409038 - Gljúfurárholt land 5 og 6 - brASK
Landeigandi óskar eftir heimild til að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar á lóðunum Gjúfurárholt land 5 og land 6. Steft er að því að byggja á lóðunum hús á fleiri en einni hæð með verslun og þjónustu á neðstu hæðum en íbúðum fyrir ofan.
Afgreiðsla: Heimild til að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar veitt en þó þannig að húsin verði ekki hærri en 2 hæðir. Samþykkt einróma.
3. 2403002 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr. 20
-Endurkoma eftir athugasemdir skipulagsstofnunnar
Skipulagshöfundur hefur leiðrétt skipulagið til móts við athugasemdir skipulagsstofnunnar. Í stað þess að skipulagið sé sett fram sem greinargerð með uppdráttum er nú lagður fram breytingaruppdráttur sem inniheldur greinargerð.

Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2410003 - Hnjúkamói 9 - Heimild til að staðsetja svalir fyrir utan byggingareit
Lögð er fram beiðni um að staðsetja svalir út fyrir byggingareit á göflum húss að Hnjúkamóa 9. Í gildandi deiliskipulagi er kveðið á um það á langhliðum en túlka þarf orðalag um hvort heimilt sé að gera það á göflum.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Fallist er á að túlka orðalag deiliskipulagsins með þeim hætti að einnig sé heimilt að reisa skyggni og svalir út fyrir byggingareit á göflum húss.
5. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Lögð er til lausn sem gæti verið til þess fallin að mæta áhyggjum íbúa án þess að skerða hagsmuni lóðarhafa. Sú leið er falin í því að loka fyrir suðurenda götunnar milli Selvogsbrautar og Reykjabrautar. Þannig myndi umferð vera beint um Selvogsbraut og áhrif á íbúa Reykjabrautar myndi minnka til muna.

Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Fallist á að farin verði þessi leið með götulokun en fjölga þarf stæðum per íbúð.
6. 2406024 - Selvogsbraut 12 - stækkun verslunar DSK
- Endurkoma eftir athugasemdir skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun gerðu athugasemdir við að gera þyrfti grein fyrir heimiluðu byggingarmagni innan byggingareita, gera þyrfti grein fyrir umhverfisáhrifum og að lagatilvísun væri röng. Einnig var gerð athugasemd við framsetningu skipulagsgagna og vísuðu til þess að sýna ætti hvernig skipulagið fæli í sér breytingu á miðbæjarskipulagi. Síðasta athugasemdin virðist byggja á misskilningi þar sem þessar lóðir hafa aldrei verið deiliskipulagðar.

Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724
- Endurkoma eftir athugasemdir skipulagsstofnunnar
Gerðar voru leiðréttingar á skipulaginu í kjölfar athugasemda SLS. Sett skýrari ákvæði um fráveitu frá sumarhúsum. Byggingarreitur starfsmannahúss færður inn á iðnaðarsvæði og bætt við texta um vatnshlot.

Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2409023 - Merkjalýsingar - Hnjúkamói 1-3 og Rásamói 1-5
Lögð eru fram merkjalýsingar vegna Hnjúkamóa 1-3 og Rásamóa 1-5.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma.
9. 2409025 - Grænhóll - Athugasemdir vegna bæjamerkinga
Innkomið erindi frá íbúum að Grænhóli þar sem gerðar eru athugasemdir við merkingar bæja. Þess er farið á leit að leiðbeiningarskiltum verði bætt við á tilteknum stöðum.
Afgreiðsla: Umrædd skilti voru tekin fyrir á fundi 57. og 60. Nefndin felur starfsmönnum að hafa samband við Vegagerð og kanna með framvindu mála.
10. 2409017 - Ósk um lóðir fyrir rofastöðvar
Rarik leggja fram beiðni um úthlutun þriggja 20 m2 lóða undir rofastöðvar. Hugmynd Rarik er að lóðirnar yrðu staðsettar skv. meðfylgjandi myndum.
Afgreiðsla: Erindið er samþykkt einróma en þó þarf að hnika til staðsetningu lóðarinnar á Hafnarskeiði þar sem hún lendir innan væntanlegs miðbæjarsvæðis. Nefndin felur starfsmönnum sveitarfélagsins að vinna með Rarik að nýrri staðsetningu sem hentar betur.
11. 2409035 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám á lóð 171765 (Lindarbær). Gámurinn verður staðsettur í hvarfi frá nágrönnum og er hugsaður til að geyma innanhússmuni meðan unnið er að framkvæmdum.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Stöðuleyfi er veitt í 12 mánuði.
12. 2409039 - Útboð sorphirðu í Ölfusi
Þann 31. mars 2025 rennur út verksamningur sveitarfélagsins um sorphirðu við fyrirtækið Kubb. Lagt er til að vinna verði hafin við að bjóða verkið út að nýju svo kominn sé á nýr samningur þegar sá fyrri rennur út. Vinna við útboðsgerð þarf að hefjast fyrir áramót og því þarf hugsanlega að veita auka fjárveitingu á þessu fjárhagsári.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma er að farið sé í útboðsgerð. Ákvörðun um fjárveitingu er vísað til bæjarráðs.
13. 2409043 - Uppskipting landeignar - Klettar 1
Lagð er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Klettar 1. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi Þóroddsstaðir 2 lóð D, dags. B.deild augl. 13/09/2024 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma.
14. 2405163 - Selvogsbraut 12, sameining lóðar
Lagt er fram merkjalýsing - sameining lóða - Selvogsbraut 8 (L172144) - áður Selvogsbraut 12. Selvogsbraut 8 (L226855) sameinast Selvogsbraut 12 (L172144) og stækkar um 1195,4 m2 til suðurs. Lóðin fær þá staðfang Selvogsbraut 8.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma.
15. 2410004 - Skráning svefnskála sem Starfsmannabústaðir
First Water eru með staðsetta á lóð sinni svefnskála fyrir starfsfólk. Þess er farið á leit að heimilt verði að skrá svefnskálana sem "Starfsmannabústaði" þannig að heimilt sé að skrá lögheimili þar og hafa varanlega búsetu.
Afgreiðsla: Samþykkt einróma. Veitt er heimild til að skrá umrætt húsnæði sem starfsmannabústaði.
16. 2409014 - Breyttir fundartímar skipulagsnefndar
Umfjöllun um fundartíma var frestað á síðasta fundi og er tekin upp aftur.
Málið var rætt á fundinum.
17. 2410014 - Mön á víkursandi
Til stendur að hefja vinnu við gerð manar fyrir framan iðnaðarlóðir á Víkursandi. Gert er ráð fyrir að hæð manar verði 3-4 metrar yfir kóta vegar. Notast verður við efni sem fellur til í bæjarfélaginu, þ.m.t. efni sem safnast hefur upp hjá First Water. Mönin er í samræmi við deiliskipulag Víkursands og kemur fram á uppdráttum.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?