Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 47

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 16 sem fjallar um sameiningu tveggja athafnalóða sem hefur verið úthlutað til sama aðila. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302030 - Uppgræðslusjóður 2023.
Umhverfisstjóri leggur fram tillögu að úthlutun úr Uppgræðslusjóði fyrir 2023.
Auglýst var eftir verkefnum sem Uppgræðslusjóður Ölfuss tæki til skoðunar að styrkja.

Uppgræðslusjóði er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna. Hlutfall styrkja getur numið allt að 2/3 af áætluðum heildarkostnaði, þ.e. kostnaði við vinnu, tæki og kaup á aðföngum til verksins.
Alls komu sjö umsóknir til Uppgræðslusjóðs Ölfuss að upphæð 7.410.000 kr. Til úthlutunar er 3.927.300 kr.

Afgreiðsla: Ákveðið að allar umsóknir fái úthlutað 53% af því sem sótt var um.
Styrkveitingar til einstakra aðila verða með þessum hætti:

1. Landgræðsla ríkisins, vestan gamla vegar. Áburðargjöf á trjáplöntur
Kostnaður: 9.295.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 6.795.000 kr. 73 % af heildarkostnaði.
Sótt um: 2.500.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 1.325.000 kr. 14% af heildarkostnaði.

2. Landgræðsla ríkisins, austan Þorlákshafnar innan við Kampinn í átt að þjóðvegi. Áburðargjöf
Kostnaður: 1.818.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 618.000 kr. 33,9 % af heildarkostnaði.
Sótt um: 1.200.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 636.000 kr. 35% af heildarkostnaði.

3. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfus, Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins á Þorlákshafnarsandi. Áburðargjöf og plöntun
Kostnaður: 2.380.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 830.000 kr. 35% af heildarkostnaði.
Sótt um: 1.550.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 821.500 kr. 35% af heildarkostnaði.

4. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfus, Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins á Þorlákshafnarsandi. Slóðagerð
Kostnaður: 960.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 260.000 kr. 27% af heildarkostnaði.
Sótt um: 700.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 371.000 kr. 39% af heildarkostnaði.

5. Skógræktin, klipping og stunga á græðlingum af ösp á Hafnarsandi. Verkefnið tengist Þorláksskógaverkefninu beint. Plöntun.
Kostnaður: 1.200.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 600.000 kr. 50% af heildarkostnaði.
Sótt um: 600.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 318.000 kr. 27% af heildarkostnaði.

6. Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK, grassáning í Bolöldum. Sáning.
Kostnaður: 1.125.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 625.000 kr. 55,5% af heildarkostnaði.
Sótt um: 500.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 265.000 kr. 24% af heildarkostnaði.

7. Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK, gróðursetning í Bolöldum. Plöntun.
Kostnaður: 775.000 kr.
Eigið framlag og aðrir styrkir: 415.000 kr. 53,5 % af heildarkostnaði.
Sótt um: 360.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 190.800 kr. 25% af heildarkostnaði.

Samtals sótt um 7.410.000 kr.
Samtals veitt 3.927.300 kr.
2. 2303015 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga 4 frístundalóðir L171749
Efla leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir hönd landeiganda sem markar fjórar 0,5 ha frístundalóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu. tillagan samræmist nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4
Skipulagshöfundur hefur hefur nú uppfært skipulagið í samræmi við bókun nefndarinnar á 45. fundi hennar. Þá var bókað að skipulagsfulltrúi mætti ganga frá skipulaginu þegar fyrirkomulag vatnsöflunar lægi fyrir og að hótelbyggingin mætti að hámarki vera 4 hæðir með inndreginni 4. hæð. Gerð hefur verið grein fyrir útivistarstígum með fram allri Brandarbraut og Silfurbraut, að hótelinu. Einnig reiðleið að hesthúsalóð og norðan Silfurbrautar. Boruð hefur verið prufuhola sem gefur 6-7 sekúndulítra af vatni skv. borskýrslu.
Afgreiðsla: Nefndin telur að sýnt hafi verið fram á vatnsöflun í samræmi við þær kröfur sem gerðar hafa verið í sambærilegum málum og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Lögð er fram deiliskipulagtillaga fyrir Suðu í Selvogi sem áður hét T-bær. Þar var lengi rekið kaffihús en húsið er nú notað sem sumarbústaður og lóðin skráð í samræmi við það. Lóðin er á gömlu túni þar sem var nýtt sem tjaldstæði en í nágreninu er

Tillagan hefur verið verið auglýst en auglýsa þarf aftur.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Áður en gengið verður endanlega frá deiliskipulaginu þarf samþykki nágranna fyrir aðkomu að liggja fyrir.
5. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Landeigandi óskar eftir að breyta deiliskipulagi í samræmi við uppbyggingarheimildir íbúðarlóða á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss á svipaðan hátt og nýlega var samþykkt fyrir nágrannalóðina (Gljúfurárholt land 9).
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11
Í framhaldi af kynningu í nefndinni fyrir nokkru hefur Hermann Ólafsson frá Landhönnun unnið skipulagslýsingu fyrir nýjasta áfanga Vesturbyggðar, íbúðarhverfis vestan Þorlákshafnar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1
Baldur Ó Svafarsson arkitekt frá teiknistofunni Úti og inni óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess að deiliskipulagi Þrastarvegar 1 verði breytt þannig að byggingarreitir skemma og byggingarreitur íbúðarhúss verði sameinaðir í einn reit þar sem byggja má íbúðarhús, skemmu og hesthús, undir einu þaki.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart erindinu.
8. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis
Á síðasta fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsögn um umhverfismatsskýrslu sem fjallar um framleiðsluaukningu Landeldis. Sveitarfélagið vinnur að því að koma á sameiginlegri vöktun á vatnstökusvæði allra fyrirtæja á svæðinu. Vinna er hafin við að skipuleggja framkvæmd auðlindastýringar á svæðinu meðal annars með því að setja upp vöktunarholur bæði á nærsvæði og a fjarsvæði vatnstökunnar. Þannig er ætlunin að fá mat á áhrifum fyrirhugaðrar heildarvatnstöku á öllu svæðinu svo unnt verði að bregðast við í tíma, ef vatnstakan verður umfram þolmörk auðlindarinnar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefndefnd telur að skýrslan geri vel grein fyrir framkvæmdinni og vísar í fyrri umsagnir sínar um framkvæmdir á lóðinni en leggur áherslu á að fyllsta aðgát verði viðhöfð í umgengni við vatnsauðlindina með samvinnu fyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa að senda fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar.
9. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Breytingartillaga deiliskipulags Raufarhólshellis hefur verð auglýst. Athugasemdir komu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Eldvarnareftirliti Brunavarna Árnessýslu.
Brugðist hefur verið við athugasemdunum í þeirri tillögu sem nú er lögð fram.
Nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús er að mestu leiti á hrauni sem þegar hefur verið raskað og undir honum eru hvorki hraunlænur, hraunbólstrar, hrauntraðir, gervigígar eða aðrar hraunmyndanir sem teljast verndarverðar skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd sbr. loftmynd af svæðinu í fylgiskjali. Þar sést að byggingarreiturinn er einmitt á stað sem er heppilegur að teknu tilliti til hraunmyndanna sem fyrirhuguð bygging mun ekki raska.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að því tilskyldu að öll leyfi liggi fyrir.
10. 2303016 - Ráðhús Ölfuss - breyting á aðkomu L171936
Tæknideild hefur látið vinna endurbætur á aðkomu að ráðhúsi Ölfuss, meðal annars til að bæta öryggi gangandi vegfaranda. Aðkoman er mjög víð sem hvetur til hærri hraða og gerir að "langt er í land" fyrir gangandi vegfaraendur á leið yfir hana. Fyrir liggur tillaga að úrbótum sem sýnd er í fylgiskjali.
Afgreiðsla: Samþykkt.
11. 2303009 - Reykjakot 1 land umsókn um nafnabreytingu
Húseigandi sem á hús með heimilisfangið "Reykjakot land" hjá Þjóðskrá, óskar eftir að húsið og lóðin fái eftirleiðis nafnið Reykjakot 1 sem hann segir að hafi alltaf verið nafn hússins.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt.
12. 2301040 - Skógrækt í landi Alviðru við Sogið - umsögn um matsfyrirspurn
Nefndin gaf nýverið umsögn um matsfyrirspurn varðandi stækkun skógræktarsvæðis í landi Alviðru.

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að stækkunin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar.
13. 2303006 - Orkufjarskipti umsókn um framkvæmdaleyfi
Orkufjarskipti sækja um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara frá Nesjavallaleið að Hellisheiðarvirkjun í samræmi við framlögð gögn.
Afgreiðsla: Framkvæmaleyfi samþykkt að því tilskyldu að umsækjandi afli samþykkis allra landeiganda og annarra hlutaðeigandi þar á meðal Upprekstrarfélags Ölfuss sem er með girðingu/girðingar sem liggja þvert á lagnaleiðina.
14. 2302029 - Stafræn húsnæðisáætlun Ölfuss 2023
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett upp staðlað kerfi í samræmi við reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Með þeim er sveitarfélögum skylt að vinna stafræna húsnæðisáætlun og endurskoða hana árlega. Hugmyndin er að húsnæðisáætlunin dragi fram mynd af stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu, greini framboð og eftirspurn mismunandi húsnæðisforma og setji fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf. Samkvæmt lögunum skal bæjarstjórn staðfesta húsnæðisáætlunina árlega. Bæjarstjórn hefur nú þegar samþykkti áætlun fyrir 2023 sem var gert á febrúarfundi hennar.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar.
15. 2302058 - Gagnagrunnur Umhverfisstofnunnar um mengaðan jarðaveg
Borist hefur ábending um nýjan ganagrunn sem er aðgengilegur gegnum kortasjá Umhverfisstofnunar sem sýnir þá staði á Íslandi þar sem mengaðan jarðveg er að finna.
Það eru 4 staðir í Ölfusi sem eru á kortinu, allt svokallaðar miltisbrandsgrafir.
Það er mikilvægt að ekki verði hróflað við þessu stöðum en þeir voru auðkenndir með merktu plaströri frá landlækni á sínum tíma. Staðirnir í Ölfusi eru við Þorkelsgerði, Arnarbæli, Gljúfurárholt og Hvamm.

Hlekkur á kortasjánna er á slóðinni: https://kortasja.ust.is/mapview/?app=MENGJ

Afgreiðsla: Lagt fram. Nefndin vekur athygli á að svo virðist sem nokkra "miltisbrandsstaði" í Ölfusi vanti á kortið.
16. 2303022 - Sameining lóða Vesturbakki 15 og 17 L234942
Lóðarhafi óskar eftir að sameina lóðina Vesturbakki 17 við lóðina Vesturbakki 15.
Afgreiðsla: Samþykkt. Lóðarhafi ber kostnað af gerðs nýs lóðablaðs fyrir sameinaða lóð og kostnað vegna sameiningarinnar skv. gjaldskrá.
Fundargerð
17. 2303002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 46
17.1. 2302038 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús í smíðum Kvíarhól L171758
Elvar Þór Alfreðsson sækir um stöðuleyfi fyrir frístundarhúsi í smíðum á lóðinni Kvíarhól landnr. 171758.
Afgreiðsla: Samþykkt
17.2. 2301028 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Unubakki 18-20
Axel Kaaber sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir breytingum innra skipulagi og notkun hússins Unubakka 18b í gistiaðstöðu með 7 herbergjum Sótt er um gistiskála í flokki II, tegund d, eins og slík gistiaðstaða er skilgreind skv. reglugerð 1277/2016.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.3. 2302035 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hverahlíð
Sverrir Ágústsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir skiljuskýli á lóðinni við Hverahlíð á Hellisheiði, samkvæmt uppdráttum frá T.ark arkitektar. dags. 23.01.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.4. 2303004 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 17 - Flokkur 2,
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 640m2 stálgrindarhúsi klætt með PIR-fylltum samlokueiningum samkv. teikningum dags. 08.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.5. 2303003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mánastaðir 1 - Flokkur 1,
María Guðmundsdóttir sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir 30,4m2 sumarhúsi/gestahús. samkv. teikningum frá Tensio dags. 23.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.6. 2303002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lækur 2C - Flokkur 1,
Guðmundur Hreinsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 639,3m2 geymsluhúsnæði (skemmu). Aðal burðarvirki er límtré klætt með krosslímdum einingum. Utanhúsklæðning er loftræst álklæðning og þak steinullareiningar. samkv. teikningum frá Teikni- og tækniþjónustan TOGT ehf dags. 27.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.7. 2302048 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Hallgrímur V Jónsson f/h Verkfar ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.8. 2302047 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Vesturkantur ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.9. 2302046 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Íbygg hf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.10. 2302043 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Meltuvinnslan ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.11. 2302044 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Hraunbraut ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað. Samkv. úthlutunarreglum Ölfuss gr. 4.6 þá stendur "Eigi einstaklingur eða lögaðili hlut í fleiri en einu fyrirtæki teljast þeir sami aðilinn í þessum skilningi og geta aðeins sent inn eina umsókn fyrir hverri lóð"
17.12. 2302045 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Kristján Sigurður Sverrisson sækir um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað. Samkv. úthlutunarreglum Ölfuss gr. 4.6 þá stendur "Eigi einstaklingur eða lögaðili hlut í fleiri en einu fyrirtæki teljast þeir sami aðilinn í þessum skilningi og geta aðeins sent inn eina umsókn fyrir hverri lóð"
17.13. 2302041 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Bucs ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.14. 2302040 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
Ölfusborg ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina fór fram útdráttur. Að útdrætti loknum fékk Meltuvinnslan lóðina úthlutaða.
17.15. 2302037 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Kolviðarhóll lóð 2
Sverrir Ágústsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir lengingu á skiljustöð um 6 metra, samkvæmt uppdráttum frá T.ark arkitektar. dags. 20.01.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?