Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 311

Haldinn í fjarfundi,
30.12.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2212035 - Útsvarsprósenta 2023
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.


Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%

Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.
2. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar
Fyrir fundinum lá samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni til samþykktar. Einnig voru lagðar fram verklagsreglur um framkvæmd umdæmisráðs.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:13 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?