Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 421

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404127 - Styrkveiting til meistaraflokks kvenna í körfuknattleik
Beiðni um viðauka að fjárhæð kr. 2.500.000 vegna styrkveitingar til meistaraflokks kvenna í körfuknattleik vegna frábærs árangurs á nýliðnu tímabili.

Málið var á dagskrá íþrótta- og tómstundanefndar 24.04.2024 og var eftirfarandi bókað:

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Ungmennafélaginu Þór til hamingju með frábæran árangur meistaraflokks kvenna í körfuknattleik. Liðið sem er samstarfsverkefni körfuknattleiksdeildar Þórs og körfuknattleiksdeildar Hamars sigraði 1. deild kvenna í körfuknattleik og tryggði sér þar með sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Körfuknattleiksdeild Þórs verði styrkt um kr. 2.500.000. vegna þessa frábæra árangurs. Það myndi vera í samræmi við aðra afreksstyrki sem greiddir hafa verið á undanförnum árum.

Bæjarráð tekur undir erindi íþrótta- og tómstundanefndar og felur starfsmönnum að ganga frá viðauka þar að lútandi.

Í ljósi þess að lið Hamars Þórs er sameinað lið Hamars í Hveragerði og Þórs í Þorlákshöfn telur bæjarráð sanngjarnt og eðlilegt að stuðningur við liðið sé samræmdur og felur því íþrótta- og tómstundafulltrúa að upplýsa Hveragerðisbæ um þennan stuðning og kanna hvort vilji sé til að samræma aðkomuna.

Samþykkt samhljóða.
2. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
925.mál - umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.)
Lagt fram til kynningar.
Mál til kynningar
3. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Til kynningar - Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um mál nr. 899, tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi og 900.mál, frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?