Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 64

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
03.01.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312005 - Kynning frá Umhverfisstofnun
Ingibjörg Marta Bjarnadóttir frá Umhverfisstofnun mun koma inn á fund og halda kynningu fyrir nefndarmenn um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Tímalengd kynningarinnar er c.a. 45 mínútur.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2312039 - DSK breyting Vesturbyggð áfangi 2
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina tillögu af minniháttar breytingum á deiliskipulagi áfanga 2. Um er að ræða að bæta við lóð í suðvestur horni deiliskipulags við hlið lóð nr 31.
Afgreiðsla: Samþykkt.Nýja lóðin verður númer 33. Gert verður ráð fyrir að göngustígur liggi milli lóða 33 og 35.
3. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina tillögu af minniháttar breytingum á deiliskipulagi áfanga 3 og 4
Afgreiðsla: Samþykkt. Lagður verður fram nýr uppdráttur með umræddum breytingum sem tekin verður fyrir á síðari fundi.
4. 2312028 - Skíðaskálinn Hveradölum - Hveradalir Stóridalur - Breyting á lóðamörkum
Gerð er breyting á lóðamörkum milli tveggja lóða í Hveradölum. Lítil færsla er á línu milli lóða en stærð og útmörk lóðanna haldast óbreytt.
Afgreiðsla: Erindi samþykkt, enda liggi samþykki allra eigenda fyrir.
5. 2207006 - Baðlón í Hveradölum, flutningur lóns í auðlindagarð ON
Hveradalir ehf. hefur staðið að undirbúningi þess að byggja upp baðlón í Hveradölum og þegar lagt töluverða fjárfestingu í verkefnið, þar með talið látið gera umhverfismat.
Ein forsenda verkefnisins er samstarf við ON þar sem baðlónið verður gert með jarðhitavatni úr virkjuninni. Nýlega kom fram ný afstaða ON varðandi staðsetningu lónsins á þá leið að ON telur þessa staðsetningu ekki vera hentuga fyrir auðlindagarð ON og að slíkt lón ætti heldur að vera staðsett innan garðsins.

Fyrirtækið telur að færsla lónsins myndi ekki þjóna hagsmunum lónsins en óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins hvað þetta varðar.

Afgreiðsla: Nefndin tekur undir með Hveradölum ehf. að staðsetning í Hveradölum myndi henta betur fyrir baðlón. Nefndin hvetur ON til að vinna með fyrirtækinu á grundvelli þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.
6. 2312029 - Vallarbraut 3 - Íslenskar Fasteignir (Strandhótel) - Beiðni um að vinna DSK
ÍF óska eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Hótel og afþreyingarmiðstöð að Vallarbraut 3 (Hafnarvík). Deiliskipulagslýsing hefur þegar farið í gegnum allt ferlið en ný hyggst fyrirtækið láta vinna ítarlegt deiliskipulag sem leggja mætti fyrir nefndina á fyrri hluta ársins 2024.
Afgreiðsla: Nefndin heimilar að fyrirtækið geri deiliskipulag í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga.
7. 2312058 - Umsagnarbeiðni - 10052023 Kynning matsáætlunar - Vinnslu og rannsóknarborholur í Hverahlíð II og Meitlum
Kallað hefur verið eftir umsögn Sveitarfélagsins Ölfus varðandi matsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur vegna rannsóknarborhola í Hverahlíð II og Meitlum.
Afgreiðsla: Á uppdrætti má sjá að tvær rannsóknarborholur verða staðsettar innan grannsvæðis vatnsverndar. Nefndin óskar eftir nánari umfjöllun um áhrif þess.
8. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um efnistöku og vinnslu á sandi sem ætlaður er til sandblásturs. Hugmyndin er að geyma efnið í námu í Hraunslandi sem auðkennd er sem E11 í Aðalskipulagi. Þar segir um námuna: Grjótnáma. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Áætluð efnistaka á ári er um 11.250 m3. Vinna þarf deiliskipulag. Ekki er i gildi framkvæmdaleyfi hvorki fyrir námavinnslu né haugsetningu í námunni. Hugmyndin er að haugsetja efni í námunni og er talað um að 3 bílar aki með efni til útflutnings frá Þorlákshöfn einn dag í hverjum mánuði. Efni verður keyrt frá Höfðafjöru til námunnar og er talað um 16 ferðir á dag þar á milli. Þetta mun auka þungaumferð á þjóðveginum um 1,5-8% á þeirri leið. Í skýrslunni kemur fram það mat framkvæmdaraðila að áhrif á umferð séu óveruleg þegar horft er til eftirfarandi atriða: - Fáa bíla þarf í flutningana. - Þeir eru mjög lítið hlutfall af heildarumferð. - Flutningarnir eru á hefðbundnum vinnutíma. - Aðeins þarf að flytja efni inn í Þorlákshöfn einn dag í mánuð. Í umsögninni skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir sem slíkar. Nefndin vill þó benda á mikilvægi þess að umferðaröryggis sé gætt með tilliti til aukinnar umferðar. Má þar nefna að lýsingu skortir við gatnamót Eyrarbakkavegar og nýtt hringtorg vantar sem tengir Óseyrarbraut við Þorlákshafnarveg.
9. 2312059 - Umsagnarbeiðni - mál 9502023 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar - endurskoðun
Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að ráðast í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í ljósi þess að Ölfus er eitt aðliggjandi sveitarfélaga er kallað eftir umsögn frá Ölfusi við aðalskipulagið.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir.
10. 2312060 - Umsagnarbeiðni - mál 8622023 Svæðisskipulag suðurhálendis (nýtt svæðisskipulag)
Gert hefur verið svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi sem inniber þjóðlendur innan alls níu sveitarfélaga á Suðurlandi (Ölfus er þó ekki þar á meðal.) Kallað hefur verið eftir umsögn Ölfus við svæðisskipulagið vegna nálægðar svæðisins við Ölfus.
Afgreiðsla: Engar athugsemdir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?