Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 59

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
20.11.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundin undir mál nr 1 og 2 mætir Sigurður Ás Grétarsson eftirlitsmaður með framkvæmdum og fer yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 64 lögð fram. Verkstaða: Unnið er við að grafa og sprengja leifarnar af Suðurvararbryggju, búið ca. 80 metrar. Búið er að lækka garð að stöð 290 og fljótlega byrjað að endurraða. Verið er að breikka slóðann til að ná efni milli gömlu og nýju bryggju. Vonast er til að klára það á morgun. Þá verður byrjað að taka upp og stefnt að því grafa þvert á bryggju. Unnið verður á vöktum næstu vikum. Byrjað er að leggja ídráttarrör á Austurgarði. Hefur gengið hægt síðustu 2 vikur að fjarlægja bryggju og Hitachi 1200 bilaði í byrjun í síðustu viku og var frá í nokkra daga, Efni er losað í haug samanber samtal. Sprengingar skila árangri.
Búið er að mala um 13 þús. rúmmetrar. Mölunarvél væntanleg fljótlega til að bæta við efni. Óskað er eftir að mala fínna mesta stærð um 63 mm. Áætlað að vanti 5000m3 möl.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við ídráttarrör fyrir raflagnir á Austurgarði og byrjað á Suðurvarargarði. Haldið áfram að fjarlægja kerjabryggju. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að gæta þess að skilja ekki eftir hóla í botni.
Gert ráð fyrir að 5-7 starfsmenn verði við vinnu næstu vikur.
Gert er ráð fyrir að bryggjurif klárist í desember.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 20 lögð fram.
Verkstaða: Verktaki hóf vinnu á fullu við kantbita 21 október en undirbúningur hófst vikunni á undan. Járnabinding fyrstu færu er langt komin og byrjað að einfalda byrðið. Stefnt er að steypa um miðja næstu viku. Búið er að fylla undir kantbita alla leið. Samhliða uppsteypu verður haldið áfram að járnabinda bita. Verið er að undirbúa teikningar af forsteypa rafmagnshús. Góður gangur er í vinnu við kantbita.
Næstu 2 vikur:
Verktaki stefnir að því að steypa kantbita í næstu viku og að næsta steypa verði í lok nóvember. Unnið verður í teikningum rafmagnshúsi. Uppsteypa ætti að nást á 3ja vikna fresti miðað við þetta.
Áætlað er að verklok verði í lok janúar.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2411006 - Gjaldskrá Þorlákshafnar 2025
Lögð er fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2025
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir tillögu hafnarstjóra um hækkun gjaldskrár
4. 2411020 - Tilnefningu í samstarfshóp hafnsögumanna og skipstjóra lóðs- og dráttarbáta
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu í samstarfshóp.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir tillögu hafnarstjóra sem tilnefnir Rúnar Guðmundsson f/h Þorlákshafnarhöfn
5. 2411022 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 3 og 5
Magnús Árnason f/h Gullborg ehf sækir um lóðirnar Norðurbakka 3 og 5 til að byggja iðnaðarhús fyrir starfsemi fyrirtækis síns.
Afgreiðsla: Frestað
6. 2410045 - Gatnagerð Vesturbyggð áfangi 3
Sviðstjóri leggur fyrir nefnd niðurstöður útboðs. 7 tilboð bárust í verkið.

1 Jón og Margeir 380.560.000, 380.560.000 66,8%
2 Auðverk ehf* 390.338.064, 390.233.064 68,5%
3 Berg verktakar 425.830.000, 425.830.000 74,7%
4 Grafa og grjót 449.971.563, 449.971.563 79,0%
5 D.ing-verk 464.790.900, 464.790.900 81,6%
6 Stórverk ehf 533.636.234, 533.636.234 93,7%
7 Stéttarfélagið ehf 672.392.100, 672.392.100 118,0%

Kostnaðaráætlun 569.802.190 100,0%

Afgreiðsla: nefndin samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda Jón og Margeir ehf að uppfylltum skilyrðum útboðsganga ásamt samþykkt fjárhagsáætlunar 2025.
7. 2411016 - Gatnagerð - Norðurbakki áfangi 2
Sviðstjóri leggur fyrir nefnd niðurstöður útboðs. 6 tilboð bárust í verkið.


1 D.ing-verk* 76.337.700, 64.922.700 66,0%
2 Stórverk ehf 68.303.750, 68.303.750 69,4%
3 Jón og Margeir** 69.751.485, 69.750.819 70,9%
4 Smávélar ehf 79.774.300, 79.774.300 81,1%
5 Auðverk ehf 101.995.900, 101.995.900 103,7%
6 Stéttarfélagið ehf 118.926.740, 118.926.740 120,9%


Kostnaðaráætlun 98.383.250 100,0%

Afgreiðsla: nefndin samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda D-ing-verk ehf að uppfylltum skilyrðum útboðsganga ásamt samþykkt fjárhagsáætlunar 2025.
9. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla: Lagt fram

1. Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið er við frágang á kerfislofti, raflagna, glerkerfi ofl.
2. Gatnalýsing Nes-og Laxabrautar.
Verkstaða 19. nóvember. Búið að draga út alla strengi og sanda yfir og fylla að mestu á um 4100 m kafla á milli st. 1450 ? 5543 og setja upp og tengja ljósastaura og lampa, 99 stk á sama kafla ásamt 8 staurum sem búið er að reisa. Unnið er við að fylla yfir strengi á kaflanum. Til viðbótar er búið að draga út strengi að st. 1500 og gera klárt fyrir að reisa 9 ljósastaura. Búið er að grafa skurð í st. 1450, þar sem laxalögn liggur í skurðstæði ljósalagnar. Fjórir rafmagnsskápar komnir upp á kaflanum. Lagnir og brunnur Mílu komið
Áætlun næstu 2-ja vikna: Vinna við veituskurði á kaflanum frá st. 1500 - 0 við gröft, fleygun og söndun, reisa ljósastaura, leggja strengi og vinna við tengingar. Klára að fylla yfir strengi þar sem því er ekki fullokið. Taka niður núverandi ljósastaura

3. Framkvæmdir við nýjan leikskóla Verkstaða 19 nóvember:
1. Verktaki er búinn að einangra ca. 95% af útveggjum hússins
2. Búið er að ganga frá inntökum og loka skurðum.
3. Hiti er kominn á húsið
4. Málarar eru byrjaðir að sandspartla inn í tæknirými

4. Nýtt eldhús Suðurvör 3. Frumhönnun liggur fyrir ásamt kostnaðaráætlunum fyrir bæði eldhús, eldhúsbúnað og breytingar á Viss.
5. Framtíðarstækkun grunnskóla/íþróttahús. Þarf að útvíka vinnuhópinn.
6. Ný rennibraut. Efla vinnur að hönnun undirstaða og lagna ofl. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út í janúar.
Mál til kynningar
8. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Sviðstjóri leggur fram til kynningar fjárhags- og framkvæmdaráætlun 2025-2028
Afgreiðsla: Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?